Fimm teymi komust áfram í samkeppni um þróunina við Keflavíkurflugvöll til 2050 Atli Ísleifsson skrifar 16. júní 2021 09:48 Í heild hefur Kadeco umsjón með 55 ferkílómetra svæði við Keflavíkurflugvöll. Í samkeppninni er lögð áhersla á ákjósanleg þróunarsvæði sem meðal annars styrkja tengingarnar á milli flugvallarins og Helguvíkurhafnar, sveitarfélaganna á svæðinu við flugvöllinn og höfuðborgarsvæðið. Kadeco Fimm fjölþjóðleg teymi hafa verið valin til áframhaldandi þátttöku í forvali Kadeco um þróunaráætlun fyrir stórt svæði umhverfis Keflavíkurflugvöll. Í tilkynningu frá Kadeco segir að alls hafi borist tillögur frá 25 teymum þar sem hvert samanstendur af sex til tíu fyrirtækjum. Teymin sem komust áfram eru AECOM, Arup, Jacobs, KCAP og OMA. „Endanleg útkoma úr samkeppninni sem kynnt var í byrjun árs verður þróunaráætlun svæðisins til ársins 2050. Áætlunin mun byggja á styrkleikum svæðisins, tengslum við flugvöll og hafnir og að byggðarþróun til framtíðar verði til þess að gera Suðurnesin að enn betri stað til að búa á og starfa. Næstu mánuði munu teymin fimm sem komust áfram í forvali samkeppninnar vinna sínar tillögur áfram. Tilkynnt verður um sigurvegara og vinningstillögu samkeppninnar undir lok ársins 2021,“ segir í tilkynningunni. Kadeco er samstarfsvettvangur íslenska ríkisins, Isavia, Suðurnesjabæjar og Reykjanesbæjar um heildræna þróun nærumhverfis Keflavíkurflugvallar. Í heild hefur Kadeco umsjón með 55 ferkílómetra svæði við Keflavíkurflugvöll. Í samkeppninni er lögð áhersla á ákjósanleg þróunarsvæði sem meðal annars styrkja tengingarnar á milli flugvallarins og Helguvíkurhafnar, sveitarfélaganna á svæðinu við flugvöllinn og höfuðborgarsvæðið. Endanleg útkoma úr samkeppninni sem kynnt var í byrjun árs verður þróunaráætlun svæðisins til ársins 2050.Kadeco Um teymin fimm stendur: „AECOM AECOM er með höfuðstöðvar í Los Angeles í Bandaríkjunum en starfsemi um allan heim. Um 87.000 manns starfa hjá fyrirtækinu og var það í 157. sæti á Fortune 500 listanum árið 2019. Tíu samstarfsaðilar eru að baki tillögunni. Á meðal íslenskra samstarfsaðila eru VSB, Háskólinn í Reykjavík, Storð teiknistofa, LISKA ehf og Andersen & Sigurdsson. Arup Arup er fjölþjóðlegt hönnunarfyrirtæki með höfuðstöðvar í London. Um 16.000 manns starfa hjá fyrirtækinu og hefur það tekið þátt í verkefnum í meira en 160 löndum. Sex samstarfsaðilar eru að baki tillögunni. Á meðal íslenskra samstarfsaðila eru Yrki arkitektar og Vatnaskil. Jacobs Jacobs er alþjóðleg verkfræðistofa með höfuðstöðvar í Dallas í Bandaríkjunum. Um 55.000 manns starfa hjá fyrirtækinu á 400 skrifstofum víða um heim. Sjö samstarfsaðilar eru að baki tillögunni. Íslenskur samstarfsaðili er VSB. KCAP KCAP er hollenskt fyrirtæki með starfsemi víða um heim. Fyrirtækið sérhæfir sig í hönnun og skipulagi og leggur áherslu á tengslin milli arkitektúrs og borgarþróunar. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á sjálfbærni og fólksmiðaða hönnun. Tíu samstarfsaðilar eru að baki tillögunni. Íslenskur samstarfsaðili er VSÓ. OMA OMA er hollensk arkitektastofa með höfuðstöðvar í Rotterdam og skrifstofur í New York, Peking og Hong Kong. Fyrirtækið var stofnað árið 1975 af hollenska arkitektinum Rem Koolhaas og gríska arkitektinum Elia Zenghelis, ásamt Madelon Vriesendrop og Zoe Zenghelis. Sjö samstarfsaðilar eru að baki tillögunni. Íslenskur samstarfsaðili er Verkís.“ Keflavíkurflugvöllur Skipulag Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Í tilkynningu frá Kadeco segir að alls hafi borist tillögur frá 25 teymum þar sem hvert samanstendur af sex til tíu fyrirtækjum. Teymin sem komust áfram eru AECOM, Arup, Jacobs, KCAP og OMA. „Endanleg útkoma úr samkeppninni sem kynnt var í byrjun árs verður þróunaráætlun svæðisins til ársins 2050. Áætlunin mun byggja á styrkleikum svæðisins, tengslum við flugvöll og hafnir og að byggðarþróun til framtíðar verði til þess að gera Suðurnesin að enn betri stað til að búa á og starfa. Næstu mánuði munu teymin fimm sem komust áfram í forvali samkeppninnar vinna sínar tillögur áfram. Tilkynnt verður um sigurvegara og vinningstillögu samkeppninnar undir lok ársins 2021,“ segir í tilkynningunni. Kadeco er samstarfsvettvangur íslenska ríkisins, Isavia, Suðurnesjabæjar og Reykjanesbæjar um heildræna þróun nærumhverfis Keflavíkurflugvallar. Í heild hefur Kadeco umsjón með 55 ferkílómetra svæði við Keflavíkurflugvöll. Í samkeppninni er lögð áhersla á ákjósanleg þróunarsvæði sem meðal annars styrkja tengingarnar á milli flugvallarins og Helguvíkurhafnar, sveitarfélaganna á svæðinu við flugvöllinn og höfuðborgarsvæðið. Endanleg útkoma úr samkeppninni sem kynnt var í byrjun árs verður þróunaráætlun svæðisins til ársins 2050.Kadeco Um teymin fimm stendur: „AECOM AECOM er með höfuðstöðvar í Los Angeles í Bandaríkjunum en starfsemi um allan heim. Um 87.000 manns starfa hjá fyrirtækinu og var það í 157. sæti á Fortune 500 listanum árið 2019. Tíu samstarfsaðilar eru að baki tillögunni. Á meðal íslenskra samstarfsaðila eru VSB, Háskólinn í Reykjavík, Storð teiknistofa, LISKA ehf og Andersen & Sigurdsson. Arup Arup er fjölþjóðlegt hönnunarfyrirtæki með höfuðstöðvar í London. Um 16.000 manns starfa hjá fyrirtækinu og hefur það tekið þátt í verkefnum í meira en 160 löndum. Sex samstarfsaðilar eru að baki tillögunni. Á meðal íslenskra samstarfsaðila eru Yrki arkitektar og Vatnaskil. Jacobs Jacobs er alþjóðleg verkfræðistofa með höfuðstöðvar í Dallas í Bandaríkjunum. Um 55.000 manns starfa hjá fyrirtækinu á 400 skrifstofum víða um heim. Sjö samstarfsaðilar eru að baki tillögunni. Íslenskur samstarfsaðili er VSB. KCAP KCAP er hollenskt fyrirtæki með starfsemi víða um heim. Fyrirtækið sérhæfir sig í hönnun og skipulagi og leggur áherslu á tengslin milli arkitektúrs og borgarþróunar. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á sjálfbærni og fólksmiðaða hönnun. Tíu samstarfsaðilar eru að baki tillögunni. Íslenskur samstarfsaðili er VSÓ. OMA OMA er hollensk arkitektastofa með höfuðstöðvar í Rotterdam og skrifstofur í New York, Peking og Hong Kong. Fyrirtækið var stofnað árið 1975 af hollenska arkitektinum Rem Koolhaas og gríska arkitektinum Elia Zenghelis, ásamt Madelon Vriesendrop og Zoe Zenghelis. Sjö samstarfsaðilar eru að baki tillögunni. Íslenskur samstarfsaðili er Verkís.“
Keflavíkurflugvöllur Skipulag Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira