Fagnar kvenlíkamanum með nýju fatamerki Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. júní 2021 15:00 Camilla Rut er spennt að sýna afrakstur vinnu sinnar síðustu misseri og ætlar að sýna frá ferlinu á samfélagsmiðlum. Instagram Áhrifavaldurinn og söngkonan Camilla Rut, betur þekkt sem Camy, var að stofna nýtt vörumerki, Camy Collections. Síðar á árinu kemur svo fyrsta fatalína merkisins á markað hér á landi. „Hugmyndin kviknaði í stofunni heima fyrir rúmlega fimm árum síðan og ferlið hófst af alvöru fyrir um það bil tveimur árum með stuttum viðkomum í öðrum verkefnum sem ég verð ævinlega þakklát fyrir,“ skrifaði Camilla þegar hún tilkynnti þetta nýja verkefni á samfélagsmiðlum sínum seint í gær. Í samtali við Vísi segir Camilla að nú sé akkúrat rétti tíminn til þess að koma með eigin vörumerki. Camilla hefur áður starfað með fjölda fyrirtækja hér á landi og einnig hannað eigin fatalínu í samvinnu við fatamerkið Brá, en þetta er hennar fyrsta vörumerki. „Ég hef verið mjög opin með mína sögu á alla kanta síðan ég byrjaði á samfélagsmiðlum yfir höfuð. Þetta snýst um þessa nútímakonu sem vill þægindi en samt líta vel út og bera sig vel og vera í einhverju sem er klæðilegt. Ég hef síðan ég var fjórtán eða fimmtán ára haft mikinn áhuga á fötum og verið að breyta og bæta ýmsar flíkur sjálf.“ Margra ára draumur Camilla er dugleg að sýna frá því á samfélagsmiðlum hvernig hún styttir flíkur og þrengir skálmar til að flíkurnar klæði betur hennar vaxtarlag. Oft þarf ekki nema eina hárteigju til þess að gera flíkina mun klæðilegri og er Camilla reglulega að deila slíkum ráðum á Instagram ásamt því hvernig hægt er að nota flíkurnar á marga vegu. „Ég hugsaði hvað það væri gaman að gera eitthvað sjálf. Ég hef verið að vinna í þessu síðan, svona á milli barneigna og svona,“ segir Camilla og hlær. „Fyrir tveimur árum síðan þá hófst þetta svona af alvöru.“ View this post on Instagram A post shared by CAMY (@camillarut) Hún fór út til London og Parísar í janúar á síðasta ári fyrir Covid og skoðaði efni og fleira fyrir flíkurnar. Hitti hún einnig mögulega framleiðendur og samstarfsaðila. Svo eignaðist hún yngri son sinn og setti verkefnið smá á frest. „Þá náði ég að fulkomna hugmyndina að vörumerkinu.“ Á réttri braut Camilla segir að nú hafi verið kjörið tækifæri til þess að keyra á verkefnið núna og er ótrúlega ánægð með viðbrögðin síðan hún tilkynnti þetta. Lína Camillu fyrir Brá gekk mjög vel og segir hún að það hafi verið enn meiri staðfesting á að hún væri þarna á réttri hillu. „Við vissum það allan tíman, farandi inn í það verkefni áttum við það samtal að ég myndi svo alltaf fara út í mitt í kjölfarið. Það var dásamlegt að fá þann stuðning í því líka.“ Camilla segir að hún brenni fyrir því að veita konum aukið sjálfstraust og þetta verkefni sé þar engin undantekning. „Ég fann það bara, maður finnur það í maganum þegar maður er kominn á braut sem að maður á heima á. Það var svo ómetanlegt fyrir mig að fá svona viðbrögð frá konum. Fyrir mér er þetta ekki endilega um fötin eða flíkurnar eða peninga, það er bara eitthvað við það að fá að aðstoða konur við að finna sína hillu og hjálpa þeim að bera sig eins og þær vilja.“ View this post on Instagram A post shared by CAMY (@camillarut) Búin að þegja nógu lengi Flíkurnar verða eingöngu seldar í netverslun til að byrja með og svo mun tíminn leiða í ljós hvernig það mun þróast. „Auðvitað er maður með risastóra drauma og fimm ára plan og tíu ára plan, segir Camilla spennt.“ Hún fer ein af stað í þetta verkefni en segir að Rafn eiginmaður sinn sé með henni sem hennar helsti stuðningsaðili. Ástæða þess að Camilla ákvað að tilkynna strax um vörumerkið, þrátt fyrir að fyrsta línan fari ekki í sölu fyrr en í haust eða í vetur, er að hún þolir ekki að þurfa að halda einhverju leyndu frá fylgjendunum. „Þá get ég svolítið tekið fólk með mér inn í vinnuna og ferlið og hafa svolítið gaman af þessu. Ég er búin að þegja yfir þessu nógu lengi. Ég er búin að vinna í þessu á nóttunni og á kvöldin, að teikna og mæla og finna réttu efnin.“ Hún er spennt að gefa fólki innsýn inn í þennan hluta líka, í stað þess að sýna flíkurnar bara þegar þær eru komnar á herðatré. „Ég hef gaman af því að sjá svoleiðis sjálf. Það er fegurðin við samfélagsmiðla að mínu mati, að maður getur nýtt sér þá til innblásturs og svo getur maður séð hluti sem að maður myndi annars ekki fá að sjá.“ Þægindi umfram allt Hún segir að það verði gott úrval þegar kemur að stærðum og er spennt að sýna vöruúrvalið þegar nær dregur. „Það dýrmætasta í þessu verður að vera í svona beinum samskiptum við viðskiptavini í gegnum miðlana mína,“ segir Camilla. „Áherslan verður lögð á að fagna kvenlíkamanum í allri sinni dýrð, þægindi umfram allt, gæði og að sjálfsögðu að fá að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi og trausta þjónustu. Fyrsta fatalínan af mörgum hjá Camy Collections mun líta dagsins ljós í haust/vetur ‘21 og ég hlakka til að deila ferðalaginu með ykkur.“ View this post on Instagram A post shared by CAMY COLLECTIONS (@camycollections) Tíska og hönnun Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Móðurmál: Camilla Rut segir athugasemdir um holdafar annarra aldrei í lagi „Framundan hjá mér og minni fjölskyldu er að bæta við fjölskyldumeðlim vonandi á allra næstu dögum, því fyrr því betra ef þú spyrð mig“. Þetta segir Camilla Rut í viðtalsliðnum Móðurmáli. 24. júní 2020 09:58 Camilla og Rafn eignuðust sitt annað barn Samfélagsmiðlastjarnan Camilla Rut Rúnarsdóttir og eiginmaður hennar, Rafn Hlíðkvist Björgvinsson, eignuðust sitt annað barn á mánudaginn. 8. júlí 2020 13:47 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
„Hugmyndin kviknaði í stofunni heima fyrir rúmlega fimm árum síðan og ferlið hófst af alvöru fyrir um það bil tveimur árum með stuttum viðkomum í öðrum verkefnum sem ég verð ævinlega þakklát fyrir,“ skrifaði Camilla þegar hún tilkynnti þetta nýja verkefni á samfélagsmiðlum sínum seint í gær. Í samtali við Vísi segir Camilla að nú sé akkúrat rétti tíminn til þess að koma með eigin vörumerki. Camilla hefur áður starfað með fjölda fyrirtækja hér á landi og einnig hannað eigin fatalínu í samvinnu við fatamerkið Brá, en þetta er hennar fyrsta vörumerki. „Ég hef verið mjög opin með mína sögu á alla kanta síðan ég byrjaði á samfélagsmiðlum yfir höfuð. Þetta snýst um þessa nútímakonu sem vill þægindi en samt líta vel út og bera sig vel og vera í einhverju sem er klæðilegt. Ég hef síðan ég var fjórtán eða fimmtán ára haft mikinn áhuga á fötum og verið að breyta og bæta ýmsar flíkur sjálf.“ Margra ára draumur Camilla er dugleg að sýna frá því á samfélagsmiðlum hvernig hún styttir flíkur og þrengir skálmar til að flíkurnar klæði betur hennar vaxtarlag. Oft þarf ekki nema eina hárteigju til þess að gera flíkina mun klæðilegri og er Camilla reglulega að deila slíkum ráðum á Instagram ásamt því hvernig hægt er að nota flíkurnar á marga vegu. „Ég hugsaði hvað það væri gaman að gera eitthvað sjálf. Ég hef verið að vinna í þessu síðan, svona á milli barneigna og svona,“ segir Camilla og hlær. „Fyrir tveimur árum síðan þá hófst þetta svona af alvöru.“ View this post on Instagram A post shared by CAMY (@camillarut) Hún fór út til London og Parísar í janúar á síðasta ári fyrir Covid og skoðaði efni og fleira fyrir flíkurnar. Hitti hún einnig mögulega framleiðendur og samstarfsaðila. Svo eignaðist hún yngri son sinn og setti verkefnið smá á frest. „Þá náði ég að fulkomna hugmyndina að vörumerkinu.“ Á réttri braut Camilla segir að nú hafi verið kjörið tækifæri til þess að keyra á verkefnið núna og er ótrúlega ánægð með viðbrögðin síðan hún tilkynnti þetta. Lína Camillu fyrir Brá gekk mjög vel og segir hún að það hafi verið enn meiri staðfesting á að hún væri þarna á réttri hillu. „Við vissum það allan tíman, farandi inn í það verkefni áttum við það samtal að ég myndi svo alltaf fara út í mitt í kjölfarið. Það var dásamlegt að fá þann stuðning í því líka.“ Camilla segir að hún brenni fyrir því að veita konum aukið sjálfstraust og þetta verkefni sé þar engin undantekning. „Ég fann það bara, maður finnur það í maganum þegar maður er kominn á braut sem að maður á heima á. Það var svo ómetanlegt fyrir mig að fá svona viðbrögð frá konum. Fyrir mér er þetta ekki endilega um fötin eða flíkurnar eða peninga, það er bara eitthvað við það að fá að aðstoða konur við að finna sína hillu og hjálpa þeim að bera sig eins og þær vilja.“ View this post on Instagram A post shared by CAMY (@camillarut) Búin að þegja nógu lengi Flíkurnar verða eingöngu seldar í netverslun til að byrja með og svo mun tíminn leiða í ljós hvernig það mun þróast. „Auðvitað er maður með risastóra drauma og fimm ára plan og tíu ára plan, segir Camilla spennt.“ Hún fer ein af stað í þetta verkefni en segir að Rafn eiginmaður sinn sé með henni sem hennar helsti stuðningsaðili. Ástæða þess að Camilla ákvað að tilkynna strax um vörumerkið, þrátt fyrir að fyrsta línan fari ekki í sölu fyrr en í haust eða í vetur, er að hún þolir ekki að þurfa að halda einhverju leyndu frá fylgjendunum. „Þá get ég svolítið tekið fólk með mér inn í vinnuna og ferlið og hafa svolítið gaman af þessu. Ég er búin að þegja yfir þessu nógu lengi. Ég er búin að vinna í þessu á nóttunni og á kvöldin, að teikna og mæla og finna réttu efnin.“ Hún er spennt að gefa fólki innsýn inn í þennan hluta líka, í stað þess að sýna flíkurnar bara þegar þær eru komnar á herðatré. „Ég hef gaman af því að sjá svoleiðis sjálf. Það er fegurðin við samfélagsmiðla að mínu mati, að maður getur nýtt sér þá til innblásturs og svo getur maður séð hluti sem að maður myndi annars ekki fá að sjá.“ Þægindi umfram allt Hún segir að það verði gott úrval þegar kemur að stærðum og er spennt að sýna vöruúrvalið þegar nær dregur. „Það dýrmætasta í þessu verður að vera í svona beinum samskiptum við viðskiptavini í gegnum miðlana mína,“ segir Camilla. „Áherslan verður lögð á að fagna kvenlíkamanum í allri sinni dýrð, þægindi umfram allt, gæði og að sjálfsögðu að fá að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi og trausta þjónustu. Fyrsta fatalínan af mörgum hjá Camy Collections mun líta dagsins ljós í haust/vetur ‘21 og ég hlakka til að deila ferðalaginu með ykkur.“ View this post on Instagram A post shared by CAMY COLLECTIONS (@camycollections)
Tíska og hönnun Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Móðurmál: Camilla Rut segir athugasemdir um holdafar annarra aldrei í lagi „Framundan hjá mér og minni fjölskyldu er að bæta við fjölskyldumeðlim vonandi á allra næstu dögum, því fyrr því betra ef þú spyrð mig“. Þetta segir Camilla Rut í viðtalsliðnum Móðurmáli. 24. júní 2020 09:58 Camilla og Rafn eignuðust sitt annað barn Samfélagsmiðlastjarnan Camilla Rut Rúnarsdóttir og eiginmaður hennar, Rafn Hlíðkvist Björgvinsson, eignuðust sitt annað barn á mánudaginn. 8. júlí 2020 13:47 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Móðurmál: Camilla Rut segir athugasemdir um holdafar annarra aldrei í lagi „Framundan hjá mér og minni fjölskyldu er að bæta við fjölskyldumeðlim vonandi á allra næstu dögum, því fyrr því betra ef þú spyrð mig“. Þetta segir Camilla Rut í viðtalsliðnum Móðurmáli. 24. júní 2020 09:58
Camilla og Rafn eignuðust sitt annað barn Samfélagsmiðlastjarnan Camilla Rut Rúnarsdóttir og eiginmaður hennar, Rafn Hlíðkvist Björgvinsson, eignuðust sitt annað barn á mánudaginn. 8. júlí 2020 13:47