Flóttafólki heldur áfram að fjölga þrátt fyrir heimsfaraldur Heimsljós 18. júní 2021 10:15 UNHCR/ Rocco Nuri Uum 82,4 milljónir manna voru á flótta í heiminum á síðasta ári. Þrátt fyrir heimsfaraldur kórónuveirunnar fjölgaði fólki á flótta undan stríðsátökum, ofbeldi og ofsóknum á síðasta ári. Engin dæmi eru um fleira fólk á flótta en á síðasta ári. Þá voru alls um 82,4 milljónir á flótta og fjölgaði um fjögur prósent frá árinu á undan. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR). Í skýrslunni – Global Trends Report – eru þjóðarleiðtogar hvattir til þess að stíga fram í þeirri viðleitni að stuðla að friði, stöðugleika og samvinnu með því að stöðva og snúa við þeirri áratuga löngu þróun sem birtist í því að fólki fjölgi sífellt sem nauðugt flýr ofbeldi og ofsóknir. Skjólstæðingar Flóttamannastofnunar eru samkvæmt skýrslunni 20,7 milljónir talsins, þar af 5,7 milljónir palestínskra flóttamanna og 3,9 milljónir íbúa Venesúela sem flúið hafa land. Til viðbótar eru um 48 milljónir manna á flótta í eigin landi og 4,1 milljón hælisleitenda. „Á bak við hverja tölu er einstaklingur sem hefur verið neyddur til að flýja heimili sitt og saga um hrakninga, upplausn og þjáningu. Þeir verðskulda athygli okkar, ekki einungis stuðning í mannúðaraðstoð, heldur einnig í leit að lausnum á aðstæðum þeirra,“ segir Filippo Grandi, yfirmaður Flóttamannastofnunarinnar. Börn yngri en átján ára eru 42 prósent flóttafólks og UNHCR telur að um ein milljón barna hafi fæðst á þremur síðustu árum sem flóttafólk. Útlit er fyrir að þau börn verði um ókomin ár í þeirri stöðu. Sjöunda árið í röð eru flestir flóttamenn í Tyrklandi eða um 3,7 milljónir manna, í Kolumbíu eru 1,7 milljónir flóttamanna og þar á eftir eru Pakistan, Úganda og Þýskaland. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Flóttamenn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent
Þrátt fyrir heimsfaraldur kórónuveirunnar fjölgaði fólki á flótta undan stríðsátökum, ofbeldi og ofsóknum á síðasta ári. Engin dæmi eru um fleira fólk á flótta en á síðasta ári. Þá voru alls um 82,4 milljónir á flótta og fjölgaði um fjögur prósent frá árinu á undan. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR). Í skýrslunni – Global Trends Report – eru þjóðarleiðtogar hvattir til þess að stíga fram í þeirri viðleitni að stuðla að friði, stöðugleika og samvinnu með því að stöðva og snúa við þeirri áratuga löngu þróun sem birtist í því að fólki fjölgi sífellt sem nauðugt flýr ofbeldi og ofsóknir. Skjólstæðingar Flóttamannastofnunar eru samkvæmt skýrslunni 20,7 milljónir talsins, þar af 5,7 milljónir palestínskra flóttamanna og 3,9 milljónir íbúa Venesúela sem flúið hafa land. Til viðbótar eru um 48 milljónir manna á flótta í eigin landi og 4,1 milljón hælisleitenda. „Á bak við hverja tölu er einstaklingur sem hefur verið neyddur til að flýja heimili sitt og saga um hrakninga, upplausn og þjáningu. Þeir verðskulda athygli okkar, ekki einungis stuðning í mannúðaraðstoð, heldur einnig í leit að lausnum á aðstæðum þeirra,“ segir Filippo Grandi, yfirmaður Flóttamannastofnunarinnar. Börn yngri en átján ára eru 42 prósent flóttafólks og UNHCR telur að um ein milljón barna hafi fæðst á þremur síðustu árum sem flóttafólk. Útlit er fyrir að þau börn verði um ókomin ár í þeirri stöðu. Sjöunda árið í röð eru flestir flóttamenn í Tyrklandi eða um 3,7 milljónir manna, í Kolumbíu eru 1,7 milljónir flóttamanna og þar á eftir eru Pakistan, Úganda og Þýskaland. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Flóttamenn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent