Stemmingin góð en flækjustigið hátt fyrir Covid-Ólympíuleika Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. júní 2021 12:15 Kórónuveirufaraldurinn hefur haft mikil áhrif á allan undirbúning leikanna. Getty/Carl Court Rétt rúmur mánuður er nú í að Ólympíuleikarnir hefjist í Japan. Framkvæmdastjóri ÍSÍ segir flækjustigið hátt vegna kórónuveirufaraldursins en góð stemming sé fyrir þessum fordæmalausu Ólympíuleikum. Leikarnir áttu upphaflega að fara fram á síðasta ári en var frestað vegna faraldursins. Nú, ári síðar, er farið að styttast í að þátttakendur mæti til leiks. Faraldurinn hefur einkennt allan undirbúning en í dag var greint frá því að allt að tíu þúsund japönskum áhorfendum, engum erlendum, verði hleypt á leikvanga. Þessi ákvörðun var tekin þrátt fyrir andstöðu heilbrigðissérfræðinga enda er óttast að faraldurinn taki kipp í Japan vegna leikanna. Ef svo fer verða reglur samstundis hertar, samkvæmt því sem skipuleggjendur og stjórnvöld segja. Allir bólusettir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, ÍSÍ, segir flækjustigið hátt. Sambandið fylgist þó grannt með öllum tilmælum Alþjóðaólympíunefndarinnar. „Við fórum inn í þetta prógramm hjá nefndinni varðandi bólusetningar hjá öllum sem reyna að ná lágmörkum á leikana sem og aðstoðarfólki. Þannig það eru allir bólusettir í dag,“ segir Líney. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ.MYND/LÖGREGLAN ÍSÍ muni fylgja öllum fyrirmælum og reglum en þátttakendur og starfsfólk þarf að bera grímur, spritta sig og mæta í dagleg próf svo fátt eitt sé nefnt. Líney segir stemminguna fyrir leikunum þó góða. Lítill íslenskur hópur fullur tilhlökkunar „Ef ég horfi til kollega minna í Evrópu er góð stemming fyrir leikunum. Að því sögðu þá eru allir að reyna að gera þetta með sem bestum hætti og með öryggi þátttakenda að leiðarljósi,“ segir Líney Íslenski hópurinn verður ekki stór og segir Líney að kvarnast hafi úr honum. Fólk hafi hætt við að reyna að ná inn á leikana, eignast börn og meiðst. „Þannig hópurinn okkar verður lítill en ég held það sé alveg stemming fyrir leikunum engu að síður. Fyrir íþróttafólk, sem er búið að stefna að leikunum ekki bara síðustu fjögur ár heldur mun lengur, þá er það fullt tilhlökkunar að fá að taka þátt.“ Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Sjá meira
Leikarnir áttu upphaflega að fara fram á síðasta ári en var frestað vegna faraldursins. Nú, ári síðar, er farið að styttast í að þátttakendur mæti til leiks. Faraldurinn hefur einkennt allan undirbúning en í dag var greint frá því að allt að tíu þúsund japönskum áhorfendum, engum erlendum, verði hleypt á leikvanga. Þessi ákvörðun var tekin þrátt fyrir andstöðu heilbrigðissérfræðinga enda er óttast að faraldurinn taki kipp í Japan vegna leikanna. Ef svo fer verða reglur samstundis hertar, samkvæmt því sem skipuleggjendur og stjórnvöld segja. Allir bólusettir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, ÍSÍ, segir flækjustigið hátt. Sambandið fylgist þó grannt með öllum tilmælum Alþjóðaólympíunefndarinnar. „Við fórum inn í þetta prógramm hjá nefndinni varðandi bólusetningar hjá öllum sem reyna að ná lágmörkum á leikana sem og aðstoðarfólki. Þannig það eru allir bólusettir í dag,“ segir Líney. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ.MYND/LÖGREGLAN ÍSÍ muni fylgja öllum fyrirmælum og reglum en þátttakendur og starfsfólk þarf að bera grímur, spritta sig og mæta í dagleg próf svo fátt eitt sé nefnt. Líney segir stemminguna fyrir leikunum þó góða. Lítill íslenskur hópur fullur tilhlökkunar „Ef ég horfi til kollega minna í Evrópu er góð stemming fyrir leikunum. Að því sögðu þá eru allir að reyna að gera þetta með sem bestum hætti og með öryggi þátttakenda að leiðarljósi,“ segir Líney Íslenski hópurinn verður ekki stór og segir Líney að kvarnast hafi úr honum. Fólk hafi hætt við að reyna að ná inn á leikana, eignast börn og meiðst. „Þannig hópurinn okkar verður lítill en ég held það sé alveg stemming fyrir leikunum engu að síður. Fyrir íþróttafólk, sem er búið að stefna að leikunum ekki bara síðustu fjögur ár heldur mun lengur, þá er það fullt tilhlökkunar að fá að taka þátt.“
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Sjá meira