Feel Good? Já takk Heiðar Sumarliðason skrifar 27. júní 2021 14:42 Mae og George. Þáttaröðin Feel Good á Netflix flaug undir radarinn fyrir rúmu ári síðan en þeir sem sáu voru samt yfir sig hrifnir. Sem betur fer hafði Netflix-fólk vit og rænu til að gefa þessum falda gimsteini annan séns, því þáttaröð númer tvö er nú komin á streymisveituna. Feel Good fjallar um fyrrum fíkilinn Mae (Mae Martin), sem flytur frá Kanada til Englands og nær ágætum árangri sem grínisti. Í fyrri þáttaröðinni verður hún ástfangin af kennslukonunni George (Charlotte Ritchie), en serían endaði á því að Mae féll og hóf aftur að neyta fíkniefna. Í þessari nýju þáttaröð fylgjumst við með Mae reyna að raða lífi sínu aftur saman, en hún hefst á því að foreldrar hennar keyra hana í meðferð. Hún endist nú ekki lengi þar og er fljótlega kominn aftur til að Englands til að endurvekja neistann með George. Það er áhugavert að horfa á Feel Good í kjölfarið á hinni hrútleiðinlegur þriðju þáttaröð Master of None, sem einnig fjallar um ástir tveggja kvenna. Það var líkt og höfundar Master of None væru að leggja sig fram við að láta fólki leiðast, þættirnir áttu að vera svo raunverulegir og alvarlegir. Við flykkjumst reyndar að sjónvarpinu til að láta skemmta okkur en ekki pína okkur með leiðindum. Þetta vita höfundar Feel Good og óhætt er að mæla með þessari nýjustu þáttaröð, sem gefur þeirri fyrri ekkert eftir. Lisa Kudrow snýr aftur í hlutverki móður Mae. Fyrir þá sem ekki hafa séð fyrri þáttaröðin, segi ég bara: Til hamingju. Þið eigið þá inni tólf þætti af Feel Good, en ekki bara sex. Þáttaröð númer tvö er ekki bara jafn sniðug og sjarmerandi og sú fyrri, heldur kafar hún ofan í tilfinningalíf og gjarðir persónanna, dýpkar þær og skapar enn meiri samhygð með þeim. Ekki fleiri þáttaraðir Því miður verða ekki fleiri þáttaraðir af Feel Good framleiddar, sennilega voru ekki nægileg margir sem horfðu. Þetta er alltof oft hlutskipti frábærra þátta, að finna ekki áhorfendahópinn og deyja drottni sínum. Má þar nefna dæmi á borð við Freaks and Geeks, Happy Endings, I Am Not Okay with This, My So Called Life og Studio 60 on the Sunset Strip. Það er því í raun merkilegt að Netflix hafi gefið grænt ljós á þáttaröð númer tvö, þar sem fyrri þáttaröðin náði t.d. aldrei inn á topp 10 yfir mest áhorf á íslenska Netflix-inu. Sumar sögunar á bak við það þegar þættir eru teknir af dagskrá eru ótrúlega sorglegar. T.d. var hinni frábæri Freaks and Geeks slátrað af því einhver yfirmaður fór í fýlu út í eitthvað sem framleiðandi þáttanna sagði við hann. Það er gott að vita að það er alltaf besta fólkið sem völ er á sem tekur svona ákvarðanir fyrir stórar sjónvarpsstöðvar. Plís, horfðu Það er áhugavert og vel heppnað hvernig Feel Good snýr sér að #metoo bylgjunni. Úrvinnslan hittir á allar réttu dramatúrgísku nóturnar. Það er ekki predikað og Mae sett í ótrúlega snúna stöðu, þar sem hún þarf að velja á milli eigin frama og að gera hið rétta. Ég hef raun aðeins eitt við þig lesandi góður að segja: Plís, horfðu á Feel Good. Niðurstaða: Ég mæli heilshugar með Feel Good. Höfum ekki um það fleiri orð. Stjörnubíó Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Feel Good fjallar um fyrrum fíkilinn Mae (Mae Martin), sem flytur frá Kanada til Englands og nær ágætum árangri sem grínisti. Í fyrri þáttaröðinni verður hún ástfangin af kennslukonunni George (Charlotte Ritchie), en serían endaði á því að Mae féll og hóf aftur að neyta fíkniefna. Í þessari nýju þáttaröð fylgjumst við með Mae reyna að raða lífi sínu aftur saman, en hún hefst á því að foreldrar hennar keyra hana í meðferð. Hún endist nú ekki lengi þar og er fljótlega kominn aftur til að Englands til að endurvekja neistann með George. Það er áhugavert að horfa á Feel Good í kjölfarið á hinni hrútleiðinlegur þriðju þáttaröð Master of None, sem einnig fjallar um ástir tveggja kvenna. Það var líkt og höfundar Master of None væru að leggja sig fram við að láta fólki leiðast, þættirnir áttu að vera svo raunverulegir og alvarlegir. Við flykkjumst reyndar að sjónvarpinu til að láta skemmta okkur en ekki pína okkur með leiðindum. Þetta vita höfundar Feel Good og óhætt er að mæla með þessari nýjustu þáttaröð, sem gefur þeirri fyrri ekkert eftir. Lisa Kudrow snýr aftur í hlutverki móður Mae. Fyrir þá sem ekki hafa séð fyrri þáttaröðin, segi ég bara: Til hamingju. Þið eigið þá inni tólf þætti af Feel Good, en ekki bara sex. Þáttaröð númer tvö er ekki bara jafn sniðug og sjarmerandi og sú fyrri, heldur kafar hún ofan í tilfinningalíf og gjarðir persónanna, dýpkar þær og skapar enn meiri samhygð með þeim. Ekki fleiri þáttaraðir Því miður verða ekki fleiri þáttaraðir af Feel Good framleiddar, sennilega voru ekki nægileg margir sem horfðu. Þetta er alltof oft hlutskipti frábærra þátta, að finna ekki áhorfendahópinn og deyja drottni sínum. Má þar nefna dæmi á borð við Freaks and Geeks, Happy Endings, I Am Not Okay with This, My So Called Life og Studio 60 on the Sunset Strip. Það er því í raun merkilegt að Netflix hafi gefið grænt ljós á þáttaröð númer tvö, þar sem fyrri þáttaröðin náði t.d. aldrei inn á topp 10 yfir mest áhorf á íslenska Netflix-inu. Sumar sögunar á bak við það þegar þættir eru teknir af dagskrá eru ótrúlega sorglegar. T.d. var hinni frábæri Freaks and Geeks slátrað af því einhver yfirmaður fór í fýlu út í eitthvað sem framleiðandi þáttanna sagði við hann. Það er gott að vita að það er alltaf besta fólkið sem völ er á sem tekur svona ákvarðanir fyrir stórar sjónvarpsstöðvar. Plís, horfðu Það er áhugavert og vel heppnað hvernig Feel Good snýr sér að #metoo bylgjunni. Úrvinnslan hittir á allar réttu dramatúrgísku nóturnar. Það er ekki predikað og Mae sett í ótrúlega snúna stöðu, þar sem hún þarf að velja á milli eigin frama og að gera hið rétta. Ég hef raun aðeins eitt við þig lesandi góður að segja: Plís, horfðu á Feel Good. Niðurstaða: Ég mæli heilshugar með Feel Good. Höfum ekki um það fleiri orð.
Stjörnubíó Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira