Ásgeir fer á sína aðra Ólympíuleika Sindri Sverrisson skrifar 23. júní 2021 09:46 Ásgeir Sigurgeirsson er kominn með farseðil til Tókýó. isi.is Tveir íslenskir íþróttamenn hafa nú tryggt sér farseðilinn á Ólympíuleikana í Tókýó. Ljóst er að fleiri bætast í hópinn á næstu tveimur vikum en leikarnir verða svo settir 23. júlí. Í gær varð ljóst að skotíþróttamaðurinn Ásgeir Sigurgeirsson færi á sína aðra Ólympíuleika. Hann keppti einnig á leikunum í London árið 2012, bæði í frjálsri skammbyssu og loftskammbyssu, og var afar nálægt því að komast í úrslit. Áður hafði sundmaðurinn Anton Sveinn McKee tryggt sér sæti á sínum þriðju Ólympíuleikum, í 200 metra bringusundi. Ásgeir fékk svokallað kvótapláss inn á leikana í Tókýó, í loftskammbyssukeppni. Alþjóðaskotíþróttasambandið úthlutar kvótasætum. Ásgeir keppir laugardaginn 24. júlí. Eins og fyrr segir mun fleira íslenskt íþróttafólk fá farseðil til Tókýó, jafnvel þó að fleiri nái ekki ákveðnum ólympíulágmörkum sem í mörgum greinum er hægt að ná fram til 29. júní. Í ljósi þess að Anton Sveinn hefur tryggt sér sæti á leikunum mun til að mynda ein íslensk sundkona fá boð á leikana. Í frjálsíþróttum mun Ísland einnig fá boð fyrir einn keppanda en ágætar líkur virðast vera á því að kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason komist á leikana í gegnum stöðu á heimslista, sem myndi þýða að Ísland fengi sæti fyrir eina frjálsíþróttakonu að auki. Íslenskir þjálfarar og starfsfólk á vegum ÍSÍ verður einnig á leikunum. Handknattleiksþjálfararnir Alfreð Gíslason, Dagur Sigurðsson, Aron Kristjánsson og Þórir Hergeirsson stýra þar liðum. Alfreð er með karlalið Þýskalands, Dagur með karlalið Japans, Aron með karlalið Bareins og Þórir með kvennalið Noregs. Frjálsíþróttaþjálfarinn Vésteinn Hafsteinsson á einnig fulltrúa í keppni á leikunum. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Skotíþróttir Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Fleiri fréttir Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sjá meira
Í gær varð ljóst að skotíþróttamaðurinn Ásgeir Sigurgeirsson færi á sína aðra Ólympíuleika. Hann keppti einnig á leikunum í London árið 2012, bæði í frjálsri skammbyssu og loftskammbyssu, og var afar nálægt því að komast í úrslit. Áður hafði sundmaðurinn Anton Sveinn McKee tryggt sér sæti á sínum þriðju Ólympíuleikum, í 200 metra bringusundi. Ásgeir fékk svokallað kvótapláss inn á leikana í Tókýó, í loftskammbyssukeppni. Alþjóðaskotíþróttasambandið úthlutar kvótasætum. Ásgeir keppir laugardaginn 24. júlí. Eins og fyrr segir mun fleira íslenskt íþróttafólk fá farseðil til Tókýó, jafnvel þó að fleiri nái ekki ákveðnum ólympíulágmörkum sem í mörgum greinum er hægt að ná fram til 29. júní. Í ljósi þess að Anton Sveinn hefur tryggt sér sæti á leikunum mun til að mynda ein íslensk sundkona fá boð á leikana. Í frjálsíþróttum mun Ísland einnig fá boð fyrir einn keppanda en ágætar líkur virðast vera á því að kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason komist á leikana í gegnum stöðu á heimslista, sem myndi þýða að Ísland fengi sæti fyrir eina frjálsíþróttakonu að auki. Íslenskir þjálfarar og starfsfólk á vegum ÍSÍ verður einnig á leikunum. Handknattleiksþjálfararnir Alfreð Gíslason, Dagur Sigurðsson, Aron Kristjánsson og Þórir Hergeirsson stýra þar liðum. Alfreð er með karlalið Þýskalands, Dagur með karlalið Japans, Aron með karlalið Bareins og Þórir með kvennalið Noregs. Frjálsíþróttaþjálfarinn Vésteinn Hafsteinsson á einnig fulltrúa í keppni á leikunum.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Skotíþróttir Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Fleiri fréttir Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sjá meira