Ásgeir var hættur að hugsa um ÓL: „Tólf prósent líkur á að barnið fæðist á meðan ég er úti“ Sindri Sverrisson skrifar 23. júní 2021 12:00 Ásgeir Sigurgeirsson er á leiðinni á sína aðra Ólympíuleika. mynd/isi.is „Ég var hættur að hugsa um þetta og farinn að draga saman seglin í æfingum. Núna fer ég bara að æfa og bíð spenntur eftir því að komast út,“ segir Ásgeir Sigurgeirsson sem er á leið á sjálfa Ólympíuleikana í Tókýó í næsta mánuði. Ásgeir verður með í keppni í loftskammbyssu en hann varð í 14. sæti í þeirri grein á Ólympíuleikunum í London árið 2012. Hann missti afar naumlega af sæti á leikunum í Ríó 2016. Vegna kórónuveirufaraldursins hefur nánast ekkert verið um alþjóðleg mót í skotfimi síðustu 16 mánuði. Ásgeir hafði því ekki haft tækifæri til að vinna sig upp heimslistann, þar sem hann er í 63. sæti. Alþjóða skotíþróttasambandið var svo raunar búið að úthluta hinum svokölluðu „kvótasætum“, sem fara til þjóða sem ekki hafa náð keppanda inn á leikana í gegnum undankeppni eða stöðu á heimslista. Möguleiki Ásgeirs á að komast til Tókýó virtist því úr sögunni. Í gær fékk hann hins vegar endanlega staðfestingu á því að hann kæmist á leikana með því að fá slíkt sæti: „Ég er auðvitað bara mjög spenntur og glaður að fá þetta boð, en maður var hættur að búast við því,“ segir Ásgeir og viðurkennir að hann viti ekki alveg hvernig á því standi að hann hafi fengið boð á leikana: „Eins og ég skil þetta samt þá skilaði einhver þjóð inn sínu kvótaplássi til alþjóða skotíþróttasambandsins. Það lét svo íslenska skotíþróttasambandið vita að við hefðum fengið plássið.“ Vill komast heim sem fyrst eftir keppni Setningarhátíð Ólympíuleikanna er 23. júlí og degi síðar keppir Ásgeir. Vegna kórónuveirufaraldursins má hann ekki dvelja í ólympíuþorpinu alla leikana heldur aðeins í örfáa daga eftir að hann lýkur keppni: „Skotfimi er yfirleitt alltaf fyrsta greinin sem fer af stað. Ég mun því líklega fljúga út 17. júlí eða þar um bil, svo ég hafi smátíma til að jafna mig á tímamismuninum, og svo keppi ég bara og kem heim. Þetta eru svolítið öðruvísi leikar út af Covid, og maður eyðir ekki óþarflega löngum tíma þarna,“ segir Ásgeir. Ásgeir Sigurgeirsson hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir Íslands hönd á alþjóðlegum vettvangi.mynd/isi.is „Ég er líka með ólétta konu heima og vil þess vegna komast heim sem fyrst,“ segir Ásgeir sem ásamt konu sinni, Erlu Sturludóttur, á von á barni 7. ágúst. Fyrir eiga þau tveggja ára gamlan son. „Konan mín er tölfræðingur og hún er búin að reikna út að það séu tólf prósent líkur á því að barnið fæðist á meðan ég er úti. Við verðum bara að vona það besta,“ bætir hann við í léttum tóni. Verður síðasta mótið mitt Eins og fyrr segir stóð Ásgeir sig vel á Ólympíuleikunum í London og hann hefur um langt árabil verið fremsti skotíþróttamaður landsins. Leikarnir í Tókýó marka hins vegar sennilega lok ferils hans sem afreksíþróttamaður: „Þetta verður síðasta mótið mitt, jafnvel bara á ferlinum. Þegar maður er kominn með fjölskyldu þá breytist forgangsröðunin og mig langar að vera heima og hafa meiri tíma með krökkunum mínum,“ segir Ásgeir, sem vonandi tekur með sér ekki síður góðar minningar frá Tókýó en London: „Ég á mjög góðar minningar frá London. Þetta voru frábærir leikar að öllu leyti. Það var frábært fólk með manni og leikarnir voru mjög vel heppnaðir. Leikarnir í Tókýó verða auðvitað talsvert öðruvísi út af Covid. Vegna Covid þá eru ekki búin að vera nein stórmót þannig að maður hefur ekki fengið neina keppnisreynslu undanfarið. Það var eitt mót í maí, sem ég komst ekki á út af persónulegum ástæðum, en fyrir utan það hefur ekkert verið í gangi frá því áður en faraldurinn hófst,“ segir Ásgeir sem mun ekki keppa á móti fram að leikunum en æfa sig hér heima. Ásgeir er annar íslenski íþróttamaðurinn sem fær farseðil til Tókýó en hinn er sundmaðurinn Anton Sveinn McKee. Fleiri munu bætast í hópinn en þó má búast við því að íslenskir keppendur verði ekki fleiri en fimm. „Þetta verður þá bara fámennur en góður hópur. Það verður þá enginn þarna til að vekja mann með hrotum og maður fær frið til að sofa,“ segir ólympíufarinn Ásgeir léttur í bragði. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Skotíþróttir Tengdar fréttir Ásgeir fer á sína aðra Ólympíuleika Tveir íslenskir íþróttamenn hafa nú tryggt sér farseðilinn á Ólympíuleikana í Tókýó. Ljóst er að fleiri bætast í hópinn á næstu tveimur vikum en leikarnir verða svo settir 23. júlí. 23. júní 2021 09:46 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Leik lokið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Sjá meira
Ásgeir verður með í keppni í loftskammbyssu en hann varð í 14. sæti í þeirri grein á Ólympíuleikunum í London árið 2012. Hann missti afar naumlega af sæti á leikunum í Ríó 2016. Vegna kórónuveirufaraldursins hefur nánast ekkert verið um alþjóðleg mót í skotfimi síðustu 16 mánuði. Ásgeir hafði því ekki haft tækifæri til að vinna sig upp heimslistann, þar sem hann er í 63. sæti. Alþjóða skotíþróttasambandið var svo raunar búið að úthluta hinum svokölluðu „kvótasætum“, sem fara til þjóða sem ekki hafa náð keppanda inn á leikana í gegnum undankeppni eða stöðu á heimslista. Möguleiki Ásgeirs á að komast til Tókýó virtist því úr sögunni. Í gær fékk hann hins vegar endanlega staðfestingu á því að hann kæmist á leikana með því að fá slíkt sæti: „Ég er auðvitað bara mjög spenntur og glaður að fá þetta boð, en maður var hættur að búast við því,“ segir Ásgeir og viðurkennir að hann viti ekki alveg hvernig á því standi að hann hafi fengið boð á leikana: „Eins og ég skil þetta samt þá skilaði einhver þjóð inn sínu kvótaplássi til alþjóða skotíþróttasambandsins. Það lét svo íslenska skotíþróttasambandið vita að við hefðum fengið plássið.“ Vill komast heim sem fyrst eftir keppni Setningarhátíð Ólympíuleikanna er 23. júlí og degi síðar keppir Ásgeir. Vegna kórónuveirufaraldursins má hann ekki dvelja í ólympíuþorpinu alla leikana heldur aðeins í örfáa daga eftir að hann lýkur keppni: „Skotfimi er yfirleitt alltaf fyrsta greinin sem fer af stað. Ég mun því líklega fljúga út 17. júlí eða þar um bil, svo ég hafi smátíma til að jafna mig á tímamismuninum, og svo keppi ég bara og kem heim. Þetta eru svolítið öðruvísi leikar út af Covid, og maður eyðir ekki óþarflega löngum tíma þarna,“ segir Ásgeir. Ásgeir Sigurgeirsson hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir Íslands hönd á alþjóðlegum vettvangi.mynd/isi.is „Ég er líka með ólétta konu heima og vil þess vegna komast heim sem fyrst,“ segir Ásgeir sem ásamt konu sinni, Erlu Sturludóttur, á von á barni 7. ágúst. Fyrir eiga þau tveggja ára gamlan son. „Konan mín er tölfræðingur og hún er búin að reikna út að það séu tólf prósent líkur á því að barnið fæðist á meðan ég er úti. Við verðum bara að vona það besta,“ bætir hann við í léttum tóni. Verður síðasta mótið mitt Eins og fyrr segir stóð Ásgeir sig vel á Ólympíuleikunum í London og hann hefur um langt árabil verið fremsti skotíþróttamaður landsins. Leikarnir í Tókýó marka hins vegar sennilega lok ferils hans sem afreksíþróttamaður: „Þetta verður síðasta mótið mitt, jafnvel bara á ferlinum. Þegar maður er kominn með fjölskyldu þá breytist forgangsröðunin og mig langar að vera heima og hafa meiri tíma með krökkunum mínum,“ segir Ásgeir, sem vonandi tekur með sér ekki síður góðar minningar frá Tókýó en London: „Ég á mjög góðar minningar frá London. Þetta voru frábærir leikar að öllu leyti. Það var frábært fólk með manni og leikarnir voru mjög vel heppnaðir. Leikarnir í Tókýó verða auðvitað talsvert öðruvísi út af Covid. Vegna Covid þá eru ekki búin að vera nein stórmót þannig að maður hefur ekki fengið neina keppnisreynslu undanfarið. Það var eitt mót í maí, sem ég komst ekki á út af persónulegum ástæðum, en fyrir utan það hefur ekkert verið í gangi frá því áður en faraldurinn hófst,“ segir Ásgeir sem mun ekki keppa á móti fram að leikunum en æfa sig hér heima. Ásgeir er annar íslenski íþróttamaðurinn sem fær farseðil til Tókýó en hinn er sundmaðurinn Anton Sveinn McKee. Fleiri munu bætast í hópinn en þó má búast við því að íslenskir keppendur verði ekki fleiri en fimm. „Þetta verður þá bara fámennur en góður hópur. Það verður þá enginn þarna til að vekja mann með hrotum og maður fær frið til að sofa,“ segir ólympíufarinn Ásgeir léttur í bragði.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Skotíþróttir Tengdar fréttir Ásgeir fer á sína aðra Ólympíuleika Tveir íslenskir íþróttamenn hafa nú tryggt sér farseðilinn á Ólympíuleikana í Tókýó. Ljóst er að fleiri bætast í hópinn á næstu tveimur vikum en leikarnir verða svo settir 23. júlí. 23. júní 2021 09:46 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Leik lokið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Sjá meira
Ásgeir fer á sína aðra Ólympíuleika Tveir íslenskir íþróttamenn hafa nú tryggt sér farseðilinn á Ólympíuleikana í Tókýó. Ljóst er að fleiri bætast í hópinn á næstu tveimur vikum en leikarnir verða svo settir 23. júlí. 23. júní 2021 09:46