Ísland í dag kíkti í heimsókn og Vala Matt skoðaði pallana hjá Önnu og heillaðist einnig af smekklegum útihúsgögnum hennar. Pallarnir voru smíðaðir fyrir tuttugu árum úr veðraðri eik og fá að veðrast og verða fallegri með árunum.
„Við gerðum þau mistök í fyrra að við fórum að reyna að bera á þetta en þú átt bara að láta þetta vera alveg.“
Einnig fór Vala og skoðaði pall í fjölbýlishúsi þar sem athafnakonan Halla Gunnarsdóttir hefur verið með einstaka plöntu, svokallaða Lyngrós sem blómstrar dásamlegum bleikum eða hvítum blómum á sumrin en er svo fallega græn yfir allan veturinn. Þannig að hægt er að njóta plöntunnar allt árið.
Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.