Með tilkomu samfélagsmiðla og stefnumótaforrita er meira um það að fólk, sem aldrei hefur hist, ákveði að hittast og sjá hvort að einhver neisti kvikni.
Áður fyrr kynntist fólk meira í gegnum sameiginlega vini, skóla eða vinnustaði en á síðustu árum hefur stefnumótamenningin þróast hratt.
Þetta hefðbundna stefnumót, að hittast úti að borða, er kannski ekki alltaf besta hugmyndin þegar fólk hefur aldrei hist áður og einungis spjallað stuttlega á netinu.
Í síðustu viku spurðu Makamál lesendur Vísis hvernig þeir sæju fyrir sér drauma fyrsta stefnumótið og tóku rúmlega þrettán hundruð manns þátt í könnuninni.
Flestir svöruðu því að göngutúr eða kaffispjall væri besti kosturinn á meðan aðeins 3% sögðust vilja fara á einhvern menningarviðburð eins og tónleika, bíó eða listasýningu.
Niðurstöður*:
Fara saman í göngutúr - 24%
Hittast í kaffi - 23%
Fara saman út að borða - 20%
Hittast í happy hour - 16%
Fara saman í keilu, pílu eða pool - 12%
Fara saman á einhvern viðburð (íþrótta, tónlistar eða menningar) - 2%
Fara saman í sund - 3%
Ertu búin að taka þátt í nýjustu Spurningu vikunnar?
*Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum.