Ólafur Stígsson: „Flautað af þegar við erum komnir einir í gegn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. júní 2021 21:49 Ólafur Stígsson, aðstoðarþjálfari Fylkis, var hissa þegar dómari leiksins flautaði leikinn af í kvöld. Vísir/Daníel Ólafur Stígsson, aðstoðarþjálfari Fylkis, var bæði sáttur og súr með 1-1 jafntefli sinna manna gegn Val á Origo vellinum í kvöld. „Fyrstu viðbrögð strax eftir leik eru svekkelsi með síðustu sekúndurnar þar sem er flautað af þegar við erum komnir einir í gegn. Sérstaklega í ljósi þess að þegar þeir eru 1-0 yfir þá eru þeir heillengi að taka allar aukaspyrnur og öll horn og allt þetta. Mér fannst okkur refsað fyrir það í þessu tilviki“ sagði Ólafur en í lok leiksins var flautaði Helgi Mikael leikinn af eftir að Valsmenn höfðu tekið horn, því hreinsað frá og Djair Parfitt-Williams við það að sleppa einn í gegn. Fylkismenn reiddust mikið út í Helga og meðal annars fékk Ragnar Bragi, fyrirliði Fylkis, gult spjald. „Það eru tilfinningar í þessu og menn mega rífast aðeins. Það er bara jákvætt.“ sagði Ólafur. Fylkisliðinu tókst ekki að skapa sér mörg færi en gáfust ekki upp. Þeir uppskáru svo jöfnunarmark á 89. Mínútu. „Við hefðum kannski mátt skapa okkur örlítið fleiri færi. Mér fannst spilið úti á velli mjög gott hjá okkur og við erum að komast í ágætar stöður en vantar endapunktinn á þetta. Við skorum svo frábært mark sem Arnór Borg, sem er búinn að vera meiddur, kemur inn og setur þetta mark fyrir okkur.“ Fylkir eru sem stendur með 11 stig í 7.sæti deildarinnar. Ólafur hefði viljað vera með fleiri stig. „Við getum alveg litið á einhverja leiki þar sem við hefðum viljað fá fleiri stig en staðan er bara svona og við erum bara bjartsýnir. Þetta hafa verið núna þrír góðir leikir og vonandi heldur það áfram.” Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Fylkir Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Fylkir 1-1 | Fylkismenn sóttu stig á Hlíðarenda Valur og Fylkir skyldu jöfn í Pepsi Max deild karla í kvöld. Valsmenn gátu aukið forskot sitt í sjö stig á toppnum, en mark frá Arnóri Borg Guðjohnsen undir lokin sá til þess að liðin skiptu stigunum á milli sín. Lokatölur 1-1 og Valsmenn geta nagað sig í handabökin eftir þennan leik. 27. júní 2021 21:10 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
„Fyrstu viðbrögð strax eftir leik eru svekkelsi með síðustu sekúndurnar þar sem er flautað af þegar við erum komnir einir í gegn. Sérstaklega í ljósi þess að þegar þeir eru 1-0 yfir þá eru þeir heillengi að taka allar aukaspyrnur og öll horn og allt þetta. Mér fannst okkur refsað fyrir það í þessu tilviki“ sagði Ólafur en í lok leiksins var flautaði Helgi Mikael leikinn af eftir að Valsmenn höfðu tekið horn, því hreinsað frá og Djair Parfitt-Williams við það að sleppa einn í gegn. Fylkismenn reiddust mikið út í Helga og meðal annars fékk Ragnar Bragi, fyrirliði Fylkis, gult spjald. „Það eru tilfinningar í þessu og menn mega rífast aðeins. Það er bara jákvætt.“ sagði Ólafur. Fylkisliðinu tókst ekki að skapa sér mörg færi en gáfust ekki upp. Þeir uppskáru svo jöfnunarmark á 89. Mínútu. „Við hefðum kannski mátt skapa okkur örlítið fleiri færi. Mér fannst spilið úti á velli mjög gott hjá okkur og við erum að komast í ágætar stöður en vantar endapunktinn á þetta. Við skorum svo frábært mark sem Arnór Borg, sem er búinn að vera meiddur, kemur inn og setur þetta mark fyrir okkur.“ Fylkir eru sem stendur með 11 stig í 7.sæti deildarinnar. Ólafur hefði viljað vera með fleiri stig. „Við getum alveg litið á einhverja leiki þar sem við hefðum viljað fá fleiri stig en staðan er bara svona og við erum bara bjartsýnir. Þetta hafa verið núna þrír góðir leikir og vonandi heldur það áfram.” Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Fylkir Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Fylkir 1-1 | Fylkismenn sóttu stig á Hlíðarenda Valur og Fylkir skyldu jöfn í Pepsi Max deild karla í kvöld. Valsmenn gátu aukið forskot sitt í sjö stig á toppnum, en mark frá Arnóri Borg Guðjohnsen undir lokin sá til þess að liðin skiptu stigunum á milli sín. Lokatölur 1-1 og Valsmenn geta nagað sig í handabökin eftir þennan leik. 27. júní 2021 21:10 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
Leik lokið: Valur - Fylkir 1-1 | Fylkismenn sóttu stig á Hlíðarenda Valur og Fylkir skyldu jöfn í Pepsi Max deild karla í kvöld. Valsmenn gátu aukið forskot sitt í sjö stig á toppnum, en mark frá Arnóri Borg Guðjohnsen undir lokin sá til þess að liðin skiptu stigunum á milli sín. Lokatölur 1-1 og Valsmenn geta nagað sig í handabökin eftir þennan leik. 27. júní 2021 21:10