Ef þið eruð eins og ég, að grilla allt árið, er gott að eiga í frystinum ódýra vöðva, þá minnkar ekki eins mikið í buddunni hjá manni.
Hér er hægt að nálgast klippu úr þættinum og fyrir neðan má sjá uppskriftina og aðferð.
Þríhyrningssteik með pico de gallo
- Steik
-
- 700 grömm þríhyrningssteik (tri-tip)
- Tex-Mex krydd
-
- 1 tsk chilliduft
- 1 tsk broddkúmen
- 1 tsk paprikuduft
- 1 tsk þurrkað kóríander
- 1 tsk salt
- ½ tsk hvítlauksduft
- ½ tsk þurrkað oregano
- Pico de gallo:
-
- 500 g tómatar
- 1 gulur laukur
- 1 stór ferskur jalapeno
- 50 ml ferskur sítrónusafi
- Lófafylli af fersku kóríander
- Salt og pipar
Aðferð:
- Kyndið grillið í 120 gráður.
- Kryddið steikina með Tex-Mex kryddblöndu.
- Grillið á óbeinum hita þar til þið náið 54 gráðum í kjarnhita. Látið hvíla í tíu mínútur.
- Skerið allt hráefnið í pico de gallo smátt og blandið saman í skál.
- Skerið kjötið í þunnar sneiðar, þvert á vöðvaþræðina, og sáldrið pico de gallo yfir.
Hér fyrir neðan er hægt að sjá nokkrar girnilegar uppskriftir úr fyrri þáttum en fyrir áhugasama er hægt að nálgasta alla fyrri þætti BBQ kóngsins á Stöð 2+.
Skirt steik
Úrbeinað og fyllt lambalæri