Umfjöllun og viðtöl: KR - Stjarnan 1-2 | Stjörnumenn sóttu sigur vestur í bæ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. júní 2021 21:45 Stjarnan kom til baka í síðari hálfleik og sótti sigur í Vesturbænum. Vísir/Hulda Margrét Stjarnan var ekkert að svekkja sig á tapinu gegn KA í bikarnum er liðið mætti vestur í bæ og heimsótti KR í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu. Eftir að lenda undir kom liðið til baka og vann frábæran 2-1 sigur. Fyrri hálfleikur var einstaklega bragðdaufur. Fyrsta mark leiksins var sjálfsmark en þar sem var það var ómögulegt að sjá í hvern boltinn fór og því er markið enn skráð á Kennie Chopart. Atli Sigurjónsson tók hornspyrnu frá hægri, boltinn skallaður frá og Kennie fékk hann, lagði boltann fyrir vinstri fótinn og þrumaði á markið. Boltinn fór í sveig og stefndi ekki á markið er hann fór í Stjörnumann og í netið. Eftir þetta gerðu KR-ingar sig líklega til að bæta við marki og fékk Kristján Flóki Finnbogason frábært tækifæri eftir góða skyndisókn. Atli gaf þá fyrir frá vinstri en Kristján Flóki þurfti að teygja sig í boltann sem endaði beint á markið og Haraldur Björnsson sló boltann yfir markið. Eftir þetta unnu gestirnir sig inn í leikinn en staðan enn 1-0 er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Það hefur ekki gengið frábærlega hjá KR-ingum að halda í forystur á þessu ári og það var raunin í leik kvöldsins. Það var líkt og KR-ingar hefðu tekið væran blund í hálfleik en þeir voru enn að vakna er Þorsteinn Már Ragnarsson jafnaði metin gegn sín gömlu félagi þegar þrjár mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Emil Atlason skallaði þá hornspyrnu Einars Karls Ingvarssonar í átt að marki, sá skalli var varinn hálfpartinn á línu og þaðan féll boltinn fyrir fætur Þorsteins sem þrumaði honum í netið. Staðan orðin 1-1 og Stjarnan allt í einu mun betri aðilinn. Það var svo rúmum tíu mínútum síðar sem Stjarnan gerði annað mark sitt í leiknum. Aftur var Þorsteinn Már viðloðinn en hann átti skot sem fór í varnarmann. Boltinn hrökk til Eggerts Arons Guðmundssonar, sem hafði komið inn af bekknum í fyrri hálfleik er Björn Berg Bryde meiddist. Eggert Aron þóttist skjóta og Ægir Jarl Jónasson seldi sig auðveldlega í vörninni. Eggert Aron var því í kjörstöðu í D-boga KR er hann lét vaða með hægri fæti niðri í hægra hornið og staðan orðin 2-1 gestunum í vil. Emil fékk svo gullið tækifæri til að tryggja Stjörnunni sigurinn skömmu síðar en Beitir varði. Þó heimamenn hafi reynt hvað þeir gátu til að sækja jöfnunarmark virtist sem krafturinn væri einfaldlega ekki nægilega mikill og sjaldan ógnuðu þeir marki Haralds Björnssonar af neinu viti í síðari hálfleik. Annað árið í röð kemur Stjarnan til baka í Vesturbænum og vinnur 2-1. Liðið hefur nú leikið fimm leiki án ósigurs og aðeins munar tveimur stigum á KR og Stjörnunni þó fyrrnefnda liðið eigi leik til góða. Það vakti athygli undirritaðs að KR-ingar gerðu aðeins eina skiptingu í leiknum og eftir leik var það aðeins Alex Freyr Hilmarsson sem kom út að hlaupa af þeim sem sátu á bekknum. Hvort aðrir séu meiddir eða ekki er alls óvíst en í stað þess að skipta inn á voru menn mikið að skipta um stöður inn á vellinum. Af hverju vann Stjarnan? Af því KR nýtti ekki yfirburði sína í fyrri hálfleik og var aðeins marki yfir. Þá hélt vörn Stjörnunnar vel eftir að liðið komst 2-1 yfir. Hverjir stóðu upp úr? Kennie Chopart var manna sprækastur í liði KR sem og Kristinn Jónsson. Hjá gestunum ber að hrósa vörninni allri en Elís Rafn Björnsson hefur ekki spilað marga leiki undanfarið en lék einkar vel í vörn Stjörnunnar. Eggert Aron kom sprækur inn af bekknum en hann er aðeins 17 ára gamall, fæddur árið 2004. Hvað gekk illa? Framan af var það sóknarleikur Stjörnunnar en þeim tókst loks að nýta eitthvað af þessum föstu leikatriðum í síðari hálfleik. Í síðari hálfleik var það svo sóknarleikur heimamanna en liðin voru mikið að senda glórulausar fyrirgjafir inn á teig sem ógnuðu lítið. Hvað gerist næst? KR heimsækir KA á Dalvík að öllum líkindum þann 5. júlí en Stjarnan fær Keflavík í heimsókn tveimur dögum fyrr, 3. júlí. Held að ástæðan sé að við mætum ekki eins í alla leiki Pálmi Rafn [fyrir miðju] var einkar ósáttur með spilamennsku KR í dag.Vísir/Hulda Margrét „Bara illa. Bara lélegir í dag og það er sárt. Við vitum hvað við erum góðir í fótbolta en það er sorglegt þegar við nýtum það svona illa,“ sagði súr Pálmi Rafn Pálmason að leik loknum. „Inn á vellinum líður mér eins og við séum ragir. Við látum þá spila í sig sjálfstraust, erum lélegir í pressunni og við höldum illa í boltann, lítil hreyfing. Það á að vera einn af okkar styrkum og ef við nýtum það ekki þá er alltaf hætta á að við vinnum ekki leikinn. Mér fannst það svona það helsta, við vorum mjög ragir.“ Pálmi Rafn sagði KR ekki vera velta sér upp úr slöku gengi liðsins á heimavelli. „Ég veit að okkur líður vel á Meistaravöllum þó við séum ekki að ná í úrslit þannig ég held að það sé engin ástæða. Held að ástæðan sé að við mætum ekki eins í alla leiki, þurfum að byrja á því fyrst. Veit ekki hvort við höldum að þegar við löbbum hér inn á að það séu 10-20 prósent komin og við þurfum bara að spila á 80-90 prósent en ég hef sagt það áður að það er enginn leikur þannig í deildinni.“ „Ef við komum svona hræddir við að gera mistök eða sækja leikinn þá erum við aldrei að fara gera neitt af viti.“ „Eitt mark er stórhættuleg staða ef þú ætlar að fara halda, eins og sýnir sig í dag. Ef við ætlum að fara halda þessari 1-0 stöðu þá spila þeir í sig sjálfstraust, ná að jafna og mómentið með þeim. Setja annað markið og þá erum við farnir að elta, þora að gera hluti meira. Við þurfum að hafa meiri trú á okkur og vita hvað við erum góðir en við gerðum það ekki í dag,“ sagði fyrirliði KR-inga að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla KR Stjarnan
Stjarnan var ekkert að svekkja sig á tapinu gegn KA í bikarnum er liðið mætti vestur í bæ og heimsótti KR í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu. Eftir að lenda undir kom liðið til baka og vann frábæran 2-1 sigur. Fyrri hálfleikur var einstaklega bragðdaufur. Fyrsta mark leiksins var sjálfsmark en þar sem var það var ómögulegt að sjá í hvern boltinn fór og því er markið enn skráð á Kennie Chopart. Atli Sigurjónsson tók hornspyrnu frá hægri, boltinn skallaður frá og Kennie fékk hann, lagði boltann fyrir vinstri fótinn og þrumaði á markið. Boltinn fór í sveig og stefndi ekki á markið er hann fór í Stjörnumann og í netið. Eftir þetta gerðu KR-ingar sig líklega til að bæta við marki og fékk Kristján Flóki Finnbogason frábært tækifæri eftir góða skyndisókn. Atli gaf þá fyrir frá vinstri en Kristján Flóki þurfti að teygja sig í boltann sem endaði beint á markið og Haraldur Björnsson sló boltann yfir markið. Eftir þetta unnu gestirnir sig inn í leikinn en staðan enn 1-0 er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Það hefur ekki gengið frábærlega hjá KR-ingum að halda í forystur á þessu ári og það var raunin í leik kvöldsins. Það var líkt og KR-ingar hefðu tekið væran blund í hálfleik en þeir voru enn að vakna er Þorsteinn Már Ragnarsson jafnaði metin gegn sín gömlu félagi þegar þrjár mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Emil Atlason skallaði þá hornspyrnu Einars Karls Ingvarssonar í átt að marki, sá skalli var varinn hálfpartinn á línu og þaðan féll boltinn fyrir fætur Þorsteins sem þrumaði honum í netið. Staðan orðin 1-1 og Stjarnan allt í einu mun betri aðilinn. Það var svo rúmum tíu mínútum síðar sem Stjarnan gerði annað mark sitt í leiknum. Aftur var Þorsteinn Már viðloðinn en hann átti skot sem fór í varnarmann. Boltinn hrökk til Eggerts Arons Guðmundssonar, sem hafði komið inn af bekknum í fyrri hálfleik er Björn Berg Bryde meiddist. Eggert Aron þóttist skjóta og Ægir Jarl Jónasson seldi sig auðveldlega í vörninni. Eggert Aron var því í kjörstöðu í D-boga KR er hann lét vaða með hægri fæti niðri í hægra hornið og staðan orðin 2-1 gestunum í vil. Emil fékk svo gullið tækifæri til að tryggja Stjörnunni sigurinn skömmu síðar en Beitir varði. Þó heimamenn hafi reynt hvað þeir gátu til að sækja jöfnunarmark virtist sem krafturinn væri einfaldlega ekki nægilega mikill og sjaldan ógnuðu þeir marki Haralds Björnssonar af neinu viti í síðari hálfleik. Annað árið í röð kemur Stjarnan til baka í Vesturbænum og vinnur 2-1. Liðið hefur nú leikið fimm leiki án ósigurs og aðeins munar tveimur stigum á KR og Stjörnunni þó fyrrnefnda liðið eigi leik til góða. Það vakti athygli undirritaðs að KR-ingar gerðu aðeins eina skiptingu í leiknum og eftir leik var það aðeins Alex Freyr Hilmarsson sem kom út að hlaupa af þeim sem sátu á bekknum. Hvort aðrir séu meiddir eða ekki er alls óvíst en í stað þess að skipta inn á voru menn mikið að skipta um stöður inn á vellinum. Af hverju vann Stjarnan? Af því KR nýtti ekki yfirburði sína í fyrri hálfleik og var aðeins marki yfir. Þá hélt vörn Stjörnunnar vel eftir að liðið komst 2-1 yfir. Hverjir stóðu upp úr? Kennie Chopart var manna sprækastur í liði KR sem og Kristinn Jónsson. Hjá gestunum ber að hrósa vörninni allri en Elís Rafn Björnsson hefur ekki spilað marga leiki undanfarið en lék einkar vel í vörn Stjörnunnar. Eggert Aron kom sprækur inn af bekknum en hann er aðeins 17 ára gamall, fæddur árið 2004. Hvað gekk illa? Framan af var það sóknarleikur Stjörnunnar en þeim tókst loks að nýta eitthvað af þessum föstu leikatriðum í síðari hálfleik. Í síðari hálfleik var það svo sóknarleikur heimamanna en liðin voru mikið að senda glórulausar fyrirgjafir inn á teig sem ógnuðu lítið. Hvað gerist næst? KR heimsækir KA á Dalvík að öllum líkindum þann 5. júlí en Stjarnan fær Keflavík í heimsókn tveimur dögum fyrr, 3. júlí. Held að ástæðan sé að við mætum ekki eins í alla leiki Pálmi Rafn [fyrir miðju] var einkar ósáttur með spilamennsku KR í dag.Vísir/Hulda Margrét „Bara illa. Bara lélegir í dag og það er sárt. Við vitum hvað við erum góðir í fótbolta en það er sorglegt þegar við nýtum það svona illa,“ sagði súr Pálmi Rafn Pálmason að leik loknum. „Inn á vellinum líður mér eins og við séum ragir. Við látum þá spila í sig sjálfstraust, erum lélegir í pressunni og við höldum illa í boltann, lítil hreyfing. Það á að vera einn af okkar styrkum og ef við nýtum það ekki þá er alltaf hætta á að við vinnum ekki leikinn. Mér fannst það svona það helsta, við vorum mjög ragir.“ Pálmi Rafn sagði KR ekki vera velta sér upp úr slöku gengi liðsins á heimavelli. „Ég veit að okkur líður vel á Meistaravöllum þó við séum ekki að ná í úrslit þannig ég held að það sé engin ástæða. Held að ástæðan sé að við mætum ekki eins í alla leiki, þurfum að byrja á því fyrst. Veit ekki hvort við höldum að þegar við löbbum hér inn á að það séu 10-20 prósent komin og við þurfum bara að spila á 80-90 prósent en ég hef sagt það áður að það er enginn leikur þannig í deildinni.“ „Ef við komum svona hræddir við að gera mistök eða sækja leikinn þá erum við aldrei að fara gera neitt af viti.“ „Eitt mark er stórhættuleg staða ef þú ætlar að fara halda, eins og sýnir sig í dag. Ef við ætlum að fara halda þessari 1-0 stöðu þá spila þeir í sig sjálfstraust, ná að jafna og mómentið með þeim. Setja annað markið og þá erum við farnir að elta, þora að gera hluti meira. Við þurfum að hafa meiri trú á okkur og vita hvað við erum góðir en við gerðum það ekki í dag,“ sagði fyrirliði KR-inga að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti