Opna 800 fermetra rafíþróttahöll við Hallveigarstíg Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. júní 2021 10:01 Rafíróttahöllin Heimavöllur verður til húsa í kjallaranum að Hallveigarstíg 1. Geirix/Getty Reynsluboltar úr atvinnulífinu hafa sameinað krafta sína í opnun nýs rafíþróttastaðar í miðbæ Reykjavíkur. Boðið verður upp á aðstöðu til æfinga, keppni og skemmtun í rafíþróttum, ásamt bar þar sem hægt verður að fylgjast með stærstu rafíþróttamótum heims. Staðurinn verður til húsa á Hallveigarstíg 1 og mun bera nafnið Heimavöllur. Staðurinn verður í kjallaranum á Hallveigarstíg, þar sem áður var veislusalur, og standa nú yfir miklar framkvæmdir við breytingar á staðnum. „Draumurinn er að opna í haust og við erum að vinna á fullu að því,“ segir Gunnar Þór Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Heimavallar. „Það er búið að bæta aðgengið að kjallaranum þannig að það verður aðgengi fyrir alla. Það eru tveir salir í kjallaranum sem við erum að taka við. Barinn er í sérrými, innst inni í rýminu þannig að barinn verður ekki í sama rými og tölvurnar,“ segir Gunnar. Gunnar Þór Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Heimavallar.Aðsend/ Geirix Að stofnun Heimavallar koma margir reynsluboltar úr atvinnulífinu, þar á meðal Guðjón Már Guðjónsson, stjórnarformaður Heimavallar og eigandi og framkvæmdastjóri tæknifyrirtækisins OZ. Með honum í stjórn eru Melína Kolka Guðmundsdóttir, varaformaður Rafíþróttasamtaka Íslands og stofnandi Tölvuleikjasambands íslenskra kvenna, Gestur Pétursson forstjóri Veitna, Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og Tryggvi Freyr Elínarson, eigandi og þróunarstjóri Datera. Gunnar segir mikla þörf á nýrri aðstöðu fyrir rafíþróttasamfélagið enda séu öll rafíþróttafélög á Íslandi sprungin utan af sér og víða séu langir biðlistar. „Það hefur verið eftirspurn eftir því að bæði íþróttafélög og einstaklingar geti komist í alvöru aðstöðu til að spila í þægilegu andrúmslofti og vonandi keppa seinna meir,“ segir Gunnar. Býst við mikilli aukningu í rafíþróttaiðkun Hann segir markmiðið að vinna með sem flestum íþróttafélögum og bjóða þeim að koma og nýta aðstöðuna hjá Heimavelli. Stefnt er að því að hundrað tölvur verði á staðnum, bæði í lokuðum og opnum rýmum, svo hægt sé að bæði æfa og spila frjálst. „Eins og staðan er í dag er engin aðstaða til að æfa rafíþróttir af einhverri alvöru hérna heima. Íþróttafélögin hafa flest kannski verið með tíu til tuttugu tölvur og það að geta komist inn í rými þar sem pláss er fyrir fleiri og fleiri æfingar í einu getur orðið bylting hérna heima,“ segir Gunnar. Gunnar telur að mikil aukning verði í rafíþróttaiðkun á næstu árum. Í dag séu um þúsund ungmenni sem æfi rafíþróttir hér á landi og tugir þúsunda séu virkir spilarar. „Ég held að sá fjöldi sem æfir rafíþróttir í dag muni margfaldast á næstu árum. Áhorf á rafíþróttir á hverju ári er orðið meira en á rugby og golf, það eru 495 milljónir sem teljast áhorfendur á rafíþróttir. Það eru kannski ekki allir sem átta sig á því hvað þetta er stórt,“ segir Gunnar. Rafíþróttir Reykjavík Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Staðurinn verður til húsa á Hallveigarstíg 1 og mun bera nafnið Heimavöllur. Staðurinn verður í kjallaranum á Hallveigarstíg, þar sem áður var veislusalur, og standa nú yfir miklar framkvæmdir við breytingar á staðnum. „Draumurinn er að opna í haust og við erum að vinna á fullu að því,“ segir Gunnar Þór Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Heimavallar. „Það er búið að bæta aðgengið að kjallaranum þannig að það verður aðgengi fyrir alla. Það eru tveir salir í kjallaranum sem við erum að taka við. Barinn er í sérrými, innst inni í rýminu þannig að barinn verður ekki í sama rými og tölvurnar,“ segir Gunnar. Gunnar Þór Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Heimavallar.Aðsend/ Geirix Að stofnun Heimavallar koma margir reynsluboltar úr atvinnulífinu, þar á meðal Guðjón Már Guðjónsson, stjórnarformaður Heimavallar og eigandi og framkvæmdastjóri tæknifyrirtækisins OZ. Með honum í stjórn eru Melína Kolka Guðmundsdóttir, varaformaður Rafíþróttasamtaka Íslands og stofnandi Tölvuleikjasambands íslenskra kvenna, Gestur Pétursson forstjóri Veitna, Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og Tryggvi Freyr Elínarson, eigandi og þróunarstjóri Datera. Gunnar segir mikla þörf á nýrri aðstöðu fyrir rafíþróttasamfélagið enda séu öll rafíþróttafélög á Íslandi sprungin utan af sér og víða séu langir biðlistar. „Það hefur verið eftirspurn eftir því að bæði íþróttafélög og einstaklingar geti komist í alvöru aðstöðu til að spila í þægilegu andrúmslofti og vonandi keppa seinna meir,“ segir Gunnar. Býst við mikilli aukningu í rafíþróttaiðkun Hann segir markmiðið að vinna með sem flestum íþróttafélögum og bjóða þeim að koma og nýta aðstöðuna hjá Heimavelli. Stefnt er að því að hundrað tölvur verði á staðnum, bæði í lokuðum og opnum rýmum, svo hægt sé að bæði æfa og spila frjálst. „Eins og staðan er í dag er engin aðstaða til að æfa rafíþróttir af einhverri alvöru hérna heima. Íþróttafélögin hafa flest kannski verið með tíu til tuttugu tölvur og það að geta komist inn í rými þar sem pláss er fyrir fleiri og fleiri æfingar í einu getur orðið bylting hérna heima,“ segir Gunnar. Gunnar telur að mikil aukning verði í rafíþróttaiðkun á næstu árum. Í dag séu um þúsund ungmenni sem æfi rafíþróttir hér á landi og tugir þúsunda séu virkir spilarar. „Ég held að sá fjöldi sem æfir rafíþróttir í dag muni margfaldast á næstu árum. Áhorf á rafíþróttir á hverju ári er orðið meira en á rugby og golf, það eru 495 milljónir sem teljast áhorfendur á rafíþróttir. Það eru kannski ekki allir sem átta sig á því hvað þetta er stórt,“ segir Gunnar.
Rafíþróttir Reykjavík Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira