Tesla opnar tvær nýjar ofurhleðslustöðvar Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 29. júní 2021 07:01 Tesla Model 3 á hleðslubás við Staðarskála. Tesla mun opna tvær nýjar ofurhleðslustöðvar á Íslandi. Báðar stöðvar munu vera búnar V3 ofurhleðslutækninni sem getur náð allt að 250kW. Stöðvarnar eru á Kirkjubæjarklaustri og við sölustað Tesla við Vatnagarða í Reykjavík. Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá Tesla. Stöðin í Vatnagörðum er við þjónustumiðstöð Tesla í Reykjavík og er fyrsta V3 stöðin í Reykjavík. Þar verða þrír ofurhleðslubásar í boði fyrir Tesla eigendur. Stöðin á Kirkjubæjarklaustri er staðsett nálægt Hótel Klaustri og verða fjórir ofurhleðslubásar í boði fyrir Tesla eigendur. Tesla heldur áfram að vaxa hratt á Íslandi og við teljum að öflugar, notendavænar hleðslustöðvar séu lykilskref í þá átt að gera fólki kleift að skipta yfir í rafbíla. Fleiri ofurhleðslustöðvar í farvatninu Tesla er með fimm hleðslustöðvar á Íslandi, að Vatnagörðum og Kirkjubæjarklaustri meðtöldum. Tesla er með metnaðarfull plön um uppbyggingu hleðsluinnviða á Íslandi. Tesla mun opna fleiri ofurhleðslustöðvar á Íslandi með endanlegt markmið um að öll helstu sveitarfélög og áfangastaðir muni verða aðgengilegir fyrir Tesla bifreiðar. Tesla Model 3 og regnbogi.Vilhelm Gunnarsson Næsta kynslóð ofurhleðslustöðva V3 ofurhleðslustöðvar geta náð allt að 250kW , sem þýðir enn skemmri hleðslutíma. Model 3 í Long Range útgáfu getur náð allt að 120 km. drægni á um fimm mínútum í V3 ofurhleðslustöð. V3 ofurhleðslustöðvar í Evrópu nota eingöngu CCS tengi. Allir Model 3 bílar koma með CCS tengi. Model S og Model X eigendur geta notað nýjar hleðslustöðvar með millistykki, sem hefur fylgt öllum Model S og Model X síðan í maí 2019. Vistvænir bílar Tesla Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent
Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá Tesla. Stöðin í Vatnagörðum er við þjónustumiðstöð Tesla í Reykjavík og er fyrsta V3 stöðin í Reykjavík. Þar verða þrír ofurhleðslubásar í boði fyrir Tesla eigendur. Stöðin á Kirkjubæjarklaustri er staðsett nálægt Hótel Klaustri og verða fjórir ofurhleðslubásar í boði fyrir Tesla eigendur. Tesla heldur áfram að vaxa hratt á Íslandi og við teljum að öflugar, notendavænar hleðslustöðvar séu lykilskref í þá átt að gera fólki kleift að skipta yfir í rafbíla. Fleiri ofurhleðslustöðvar í farvatninu Tesla er með fimm hleðslustöðvar á Íslandi, að Vatnagörðum og Kirkjubæjarklaustri meðtöldum. Tesla er með metnaðarfull plön um uppbyggingu hleðsluinnviða á Íslandi. Tesla mun opna fleiri ofurhleðslustöðvar á Íslandi með endanlegt markmið um að öll helstu sveitarfélög og áfangastaðir muni verða aðgengilegir fyrir Tesla bifreiðar. Tesla Model 3 og regnbogi.Vilhelm Gunnarsson Næsta kynslóð ofurhleðslustöðva V3 ofurhleðslustöðvar geta náð allt að 250kW , sem þýðir enn skemmri hleðslutíma. Model 3 í Long Range útgáfu getur náð allt að 120 km. drægni á um fimm mínútum í V3 ofurhleðslustöð. V3 ofurhleðslustöðvar í Evrópu nota eingöngu CCS tengi. Allir Model 3 bílar koma með CCS tengi. Model S og Model X eigendur geta notað nýjar hleðslustöðvar með millistykki, sem hefur fylgt öllum Model S og Model X síðan í maí 2019.
Vistvænir bílar Tesla Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent