Lífið

Sjáðu stemninguna á opnunar­kvöldi Banka­stræti Club

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Bankastræti Club opnar formlega í kvöld.
Bankastræti Club opnar formlega í kvöld. Vísir

Nýr klúbbur verður opnaður í kvöld, eins og hefur kannski ekki farið fram hjá mörgum, þar sem hinn vinsæli B5 var áður til húsa. Klúbburinn, Bankastræti Club, er nokkuð ólíkur öðrum skemmtistöðum miðbæjarins.

Kosta mun inn á staðinn eftir klukkan tíu á kvöldin, eða 2000 krónur, þá mun staðurinn opna fyrr á kvöldin og jafnframt loka fyrr. Hægt er að vera meðlimur í klúbbnum.

„Mig langaði að auka fjölbreytnina hérna í miðbænum. Ég hef farið á nokkra staði úti í Miami og LA og mig langaði að fanga þá stemningu,“ sagði Birgitta Líf Björnsdóttir, eigandi Bankastræti Club, í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Formlegt opnunarkvöld staðarins er í dag en einhverjir fengu forskot á sæluna í gær þegar útvöldum var boðið til að koma og berja staðinn augum.

„Miðað við opnunarkvöldið í gær held ég að okkur hafi klárlega tekist að fanga þennan anda,“ segir Birgitta.

Eins og áður segir er hægt að vera meðlimur í klúbbnum sem felur það í sér að klúbbsmeðlimir þurfa ekki að borga sig inn á kvöldin en svo er hægt að fá svokallað „Elite-membership“ en handhafar þeirrar áskriftar geta tekið með sér gest á klúbbinn, farið fram fyrir röðina og fengið ýmsa afslætti.

„Síðan fylgir alltaf drykkur með þegar þú kaupir kvöldpassa,“ segir Birgitta.

Hún segist viss um að stemningin á Bankastræti verði frábær í kvöld en rapparinn Bassi Maraj mun troða upp og plötusnúðurinn Egill Ástráðs mun spila fyrir gesti.


Tengdar fréttir

Hinn eini sanni b5 opnar í nýju hús­næði

Skemmti­staðurinn b5 mun opna aftur í sumar eftir árs­hlé á starf­semi sinni. Hann verður hins vegar ekki í Banka­stræti 5 eins og forðum, en þaðan dregur staðurinn nafn sitt, heldur á horni Hverfis­götu og Smiðju­stígs, þar sem Hverfis­barinn var áður til húsa.

Birgitta Líf endurreisir B5

Birgitta Líf Björnsdóttir, áhrifavaldur og World Class-erfingi, hefur tekið við lyklunum að Bankastræti 5, þar sem hún er að opna nýjan skemmtistað þegar veiran leyfir. Um er að ræða endurreistan B5, en sá skemmtistaður lagði upp laupana á síðasta ári í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.