Átján ára spútnikstjarna Wimbledon mótsins varð að hætta keppni vegna öndunarerfiðleika Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júlí 2021 10:30 Hin unga Emma Raducanu lenti í erfiðleikum í miðjum leik og varð að hætta keppni. Getty/Julian Finney/ Wimbledon ævintýri Emmu Raducanu endaði í gær á leiðinlegan hátt þegar hún varð að hætta keppni í leik sínum á móti Ajlu Tomljanovic í fjórðu umferð risamótsins í tennis. Raducanu gat ekki haldið áfram vegna þess að hún átti erfitt með að anda en það kom fram í opinberri tilkynningu forráðamanna mótsins. Það fór ekki framhjá neinum í öðru setti leiksins að Raducanu leið ekki vel. Hún greip margoft um kviðinn og virtist glíma við umrædda öndunarerfiðleika. Emma Raducanu left the court to receive further treatment, but it was soon announced she would not be returning.We hope she's ok #bbctennis #Wimbledon— BBC Sport (@BBCSport) July 5, 2021 Raducanu var bara í 338. sæti heimslistans fyrir mótið en hafði slegið út tvo mótherja á topp fimmtíu á leið sinni í keppninni. Það eru margir tennisáhugamenn spenntir fyrir framtíðinni hjá þessari ungu tenniskonu og því var þessi endir í gær mikil vonbrigði. Ástralinn Ajla Tomljanovic er því komin áfram í átta manna úrslit þar sem hún mætir Ashleigh Barty. Wimbledon 2021: 18-year-old Emma Raducanu retires from fourth round match https://t.co/MDRyh8thJ3— The Guardian (@guardian) July 5, 2021 Tomljanovic vann fyrsta settið 6-4 og var 3-0 yfir í öðru settinu þegar Emma Raducanu þurfti að yfirgefa völlinn. Seinna var tilkynnt að hún myndi ekki snúa aftur í leikinn og Tomljanovic var þar með komin áfram. „Ég finn til með henni og vildi óska að við hefðum getað klárað leikinn. Ég óska henni alls hins besta,“ sagði Ajla Tomljanovic eftir leik. The moment @EmmaRaducanu became the youngest British woman to reach the fourth round at #Wimbledon in the Open era pic.twitter.com/SUxODx6VIo— Wimbledon (@Wimbledon) July 3, 2021 Hin átján ára gamla Raducanu varð yngsta breska tenniskonan til að komast svo langt á Wimbledon risamótinu í nútíma tennis. Hún var eina heimakonan sem var eftir í keppninni. Í hinum leikjum átta manna úrslitinna í einliðaleik kvenna á Wimbledon mótinu mætast Karolína Muchová og Angelique Kerber, Karolína Plíšková og Viktorija Golubic og svo að síðast en ekki síst Ons Jabeur og Aryna Sabalenka. Tennis Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Sjá meira
Raducanu gat ekki haldið áfram vegna þess að hún átti erfitt með að anda en það kom fram í opinberri tilkynningu forráðamanna mótsins. Það fór ekki framhjá neinum í öðru setti leiksins að Raducanu leið ekki vel. Hún greip margoft um kviðinn og virtist glíma við umrædda öndunarerfiðleika. Emma Raducanu left the court to receive further treatment, but it was soon announced she would not be returning.We hope she's ok #bbctennis #Wimbledon— BBC Sport (@BBCSport) July 5, 2021 Raducanu var bara í 338. sæti heimslistans fyrir mótið en hafði slegið út tvo mótherja á topp fimmtíu á leið sinni í keppninni. Það eru margir tennisáhugamenn spenntir fyrir framtíðinni hjá þessari ungu tenniskonu og því var þessi endir í gær mikil vonbrigði. Ástralinn Ajla Tomljanovic er því komin áfram í átta manna úrslit þar sem hún mætir Ashleigh Barty. Wimbledon 2021: 18-year-old Emma Raducanu retires from fourth round match https://t.co/MDRyh8thJ3— The Guardian (@guardian) July 5, 2021 Tomljanovic vann fyrsta settið 6-4 og var 3-0 yfir í öðru settinu þegar Emma Raducanu þurfti að yfirgefa völlinn. Seinna var tilkynnt að hún myndi ekki snúa aftur í leikinn og Tomljanovic var þar með komin áfram. „Ég finn til með henni og vildi óska að við hefðum getað klárað leikinn. Ég óska henni alls hins besta,“ sagði Ajla Tomljanovic eftir leik. The moment @EmmaRaducanu became the youngest British woman to reach the fourth round at #Wimbledon in the Open era pic.twitter.com/SUxODx6VIo— Wimbledon (@Wimbledon) July 3, 2021 Hin átján ára gamla Raducanu varð yngsta breska tenniskonan til að komast svo langt á Wimbledon risamótinu í nútíma tennis. Hún var eina heimakonan sem var eftir í keppninni. Í hinum leikjum átta manna úrslitinna í einliðaleik kvenna á Wimbledon mótinu mætast Karolína Muchová og Angelique Kerber, Karolína Plíšková og Viktorija Golubic og svo að síðast en ekki síst Ons Jabeur og Aryna Sabalenka.
Tennis Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Sjá meira