„Ég hélt að þetta væri búið hjá mér“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 8. júlí 2021 07:01 Everestfararnir Heimir Hallgrímsson og SigurðurBarni Sveinsson eru nýjustu gestir Begga Ólafs í hlaðvarpinu 24/7. Skjáskot “Ég hélt þetta væri búið hjá mér. Ég sá svipinn hjá Heimi og Ank og ég sagði að þetta væri mjög slæmt,“ segir Everestfarinn og göngugarpurinn Sigurður Barni Sveinsson í hlaðvarpinu 24/7 með Begga Ólafs. Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður urðu nýlega tíundi og ellefti Íslendingurinn til að sigra Everestfjall. Ferðin gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig og lentu þeir félagar í ansi erfiðum áskorunum á sinni á hæsta tind veraldar. Báðir smituðust þeir af Covid 19 sem kom ekki í ljós fyrr en þeir voru búnir að toppa fjallið og komnir til baka í grunnbúðirnar. Siggi, eins og hann er oftast kallaður, þurfi einnig að kljást við alvarleg hnémeiðsli og skapaðist því mikil óvissa um tíma hvort að hann hreinlega gæti haldið áfram. Hann var sárþjáður og var fyrsta hugsunin að komast af fjallinu. Var ekki viss um að Siggi myndi koma aftur Eftir að hafa verið búinn að reyna í sex daga að gera það sem hann gat til að laga hnéð í grunnbúðunum var tekin sú ákvörðun að hann myndi fara aftur til Katmandú til að fá hjálp við meiðslin. „Ég komst til sérfræðings, sem var frábær. Hann tók myndir og lagði til plan og meðferð. Meðferðin virkaði ótrúlega vel og það var þvílíkur munur á mér,“ segir Siggi sem ákvað þá að fara aftur upp í grunnbúðirnar og freista þess að halda áfram. „Þá var hann nú samt ekki alveg heill,“ segir Heimir sem viðurkennir að hafa ekki litist á blikuna þegar Siggi kom aftur. „Þegar hann tekur þyrluna niður var maður ekkert viss um að hann myndi koma aftur. Þetta tók rosalega á mig andlega,“ segir Heimir og hafi hann því glaðst verulega þegar hann kom til baka. „Hann var samt bara 70% svo að þetta var svolítið rugl að hugsa til þess núna,“ bætir Heimir við. „Hann var alls ekki í toppstandi til að klífa hæsta tind veraldar.“ Píndi sig áfram á öðrum fæti Siggi segir það vissulega erfitt að taka skynsamlegar ákvarðanir á fjalli svo að hann hafi þurft að fara vel og vandlega yfir allt í huganum. Erfiðasti kaflinn var ísfallið og segir Siggi hafa þar þurft að hugsa vel út í hverja einustu hreyfingu og ákveða hvernig hann myndi bregðast við ef eitthvað myndi gerast. „Ég var ábyggilega óviðræðuhæfur,“ segir Siggi. „Ég var bara á fjallinu og var svo mikið að einbeita mér að því hvernig ég átti að klára ákveðna kafla, sem gekk vel framan af.“ „Við svo erum hálfnaðir á ísfallinu þá bara klikkar þetta,“ segir Heimir. En Siggi sneri sig þá aftur mjög illa og gat varla stigið í fótinn. Hann settist þá niður til að reyna að átta sig á því hvað hefði gerst og kallaði svo á hjálp í gegnum talstöð. Ég hélt þetta væri búið hjá mér. Ég sá svipinn hjá bæði á Heimi og Ank og ég sagði að þetta væri bara mjög slæmt. En eftir að ég sá svipinn á þeim hugsaði að ég að ég geti alveg pínt mig áfram í sársauka. Siggi segist hafa áttað sig á því að björgunaraðstæður væri erfiðar á þessum stað svo að hann hafi gert sér grein fyrir því að hann þyrfti að halda áfram. Ekki viss hvort að hann gæti haldið áfram „Ég hugsaði, ég fer bara að bæta aðeins við í lyfjaskammtinn til að halda áfram, fór kannski aðeins umfram þar,“ segir hann og hlær. Ég náði að halda öryggi. Þetta var gríðarlega erfitt og virkilega mikill sársauki þessa tvo tíma en við náðum að komast upp í búðir eitt og þá leið mér aðeins betur. Á þessum tímapunkti segist hann aldrei hafa verið viss um að hann gæti haldið áfram en ákvað aða hlusta á líkamann. „Svo gekk ótrúlega vel og mér leið betur og betur.“ Veðrið setti strik í reikninginn og urðu næturnar í búðum tvö fjórar í stað tveggja. „Það var ekkert sérstaklega gott,“ segir Heimir en þarna voru þeir fastir í 6400 metra hæð. Þegar komið var í búðir þrjú kom í ljós að eitt tjald hafði orðið eftir og þurftu þeir því að sofa fimm í einu tjaldi. Þarna var þörf á því að byrja að nota súrefni enda komnir í 7200 metra hæð. Sváfu fimm saman í einu tjaldi „Ég svaf eiginlega ekkert þessa nótt,“ segir Heimir. „Þetta var ekki hvíld.“ Þegar þeir komust svo í búðir fjögur voru flest tjöldin fokin vegna veðurs og aðeins 20% af tjöldunum eftir. „Öll okkar tjöld voru horfin. Maður fékk nett sjokk,“ segir Heimir en mikil ringulreið greip um sig á meðal fólks og þurftu sumir að taka þá ákvörðun að snúa við. Hópurinn okkar átti nóg súrefni og ný tjöld svo að þeir gátu verið auka nótt og haldið áfram. Morguninn sem að ákveðið var að toppa fjallið frá búðum fjögur kom upp alvarleg staða. „Siggi var svolítið með vesenið,“ segir Heimir og glottir. Við vorum búnir að vera með súrefni í andlitinu alla nóttina og báðir kútarnir að tæmast. Ég segi Sigga þá að Minga sé að koma með auka súrefni fyrir okkur. Með heilabjúg á lokametrunum Þarna segist Heimir hafa séð að ekki væri allt með felldu. „Siggi gapir bara, horfir á mig og segir svo, Minga? Minga hver?“ Minga var einn serpanna sem Siggi þekkti mjög vel svo að Heimir sá strax að eitthvað var að. „Svo spyr ég hann hvað ég heiti og hann mundi ekkert hvað ég hét.“ Heimir hleypur þarna úr tjaldinu til að fá hjálp og kom þá í ljós að eitthvað hafði farið úrskeiðis í súrefnisflæðinu til hans um nóttina. Þetta var byrjun á heilbjúg! ..segir Heimir, en þeir félagar höfðu undirbúið sig vel fyrir þessar aðstæður og því fljótir að bregðast við. „Þetta var mjög stressandi. Leiðsögumaðurinn var að huga að honum, ég stóð fyrir utan og horfði upp á tindinn hugsaði, Nú er þetta búið. Það hlaut að koma að þessu.“ Eftir að hafa fengið auka súrefni leið Sigga betur og eftir á að hyggja segir hann að jafnvel hafi Covid einkennin verið byrjuð hjá honum á þessum tímapunkti. En þeir vissu ekki að þeir höfðu smitast fyrr en komið var aftur í grunnbúðirnar. „Á klukkutíma ég kominn með fullt vit aftur. Aðal fókusinn var svo að klára toppinn“ segir Siggi. Löbbuðu saman hlið við hlið á toppinn Lokakaflinn gekk vel að sögn þeirra félaga en báðir upplifðu þeir toppinn á allt annan hátt en þeir höfðu ímyndað sér. „Þetta var skrítið, erum að nálgast toppinn. Það var rosalega kalt, niðamyrkur. Það voru tveir fjallgöngumenn nýlega dánir á miðri leið. Þurftum nánast að klöngrast yfir þá,“ segir Heimir sem segir þá félaga hafa þurft að berjast við að halda einbeitingu. Þetta var sérstök lífsreynsla. Svo komum við upp. Löbbum saman hlið við hlið á toppinn. Ég fór svo strax að hugsa ég yrði að fara að koma mér niður. Hægt er að nálgast hlaðvarpið í heild sinni hér fyrir neðan. 24/7 með Begga Ólafs Everest Fjallamennska Tengdar fréttir Íslendingur á gjörgæslu eftir Covid-smit á Everest Íslensk-kúbverski fjallgöngumaðurinn Yandy Nunez Martinez, sem reyndi að klífa að toppi Everest í síðasta mánuði, er nú á gjörgæslu í Katmandú í Nepal eftir að hafa fengið blóðtappa í lungu ofan í Covid-19 smit. Eiginkona hans segir hann heppinn að vera á lífi en hann er nú á batavegi. 3. júní 2021 12:33 Að ganga fram hjá nýdánum klifrurum breytti ímyndinni af Everest Sigurður B. Sveinsson og Heimir Hallgrímsson, sem klifu Everest í maí, segja upplifunina við það að ná á toppinn ekki hafa verið eins og þeir ímynduðu sér. Toppur fjallsins hafi verið skrítinn staður til að vera á. 1. júní 2021 19:01 Hugsuðu til langveikra barna þegar þeir klifu toppinn með Covid-19 Tveir Íslendingar sem klifu topp Everest með Covid-19 fengu aukakraft þegar þeir hugsuðu til langveikra barna og hvað þau þyrftu að þola. Þetta segir framkvæmdastjóri Umhyggju en ferðin er til styrktar félaginu. Hún segir þá hafa lent í ótrúlegum hrakningum en sigrast á hverri raun. 27. maí 2021 14:00 Mest lesið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Sjá meira
Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður urðu nýlega tíundi og ellefti Íslendingurinn til að sigra Everestfjall. Ferðin gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig og lentu þeir félagar í ansi erfiðum áskorunum á sinni á hæsta tind veraldar. Báðir smituðust þeir af Covid 19 sem kom ekki í ljós fyrr en þeir voru búnir að toppa fjallið og komnir til baka í grunnbúðirnar. Siggi, eins og hann er oftast kallaður, þurfi einnig að kljást við alvarleg hnémeiðsli og skapaðist því mikil óvissa um tíma hvort að hann hreinlega gæti haldið áfram. Hann var sárþjáður og var fyrsta hugsunin að komast af fjallinu. Var ekki viss um að Siggi myndi koma aftur Eftir að hafa verið búinn að reyna í sex daga að gera það sem hann gat til að laga hnéð í grunnbúðunum var tekin sú ákvörðun að hann myndi fara aftur til Katmandú til að fá hjálp við meiðslin. „Ég komst til sérfræðings, sem var frábær. Hann tók myndir og lagði til plan og meðferð. Meðferðin virkaði ótrúlega vel og það var þvílíkur munur á mér,“ segir Siggi sem ákvað þá að fara aftur upp í grunnbúðirnar og freista þess að halda áfram. „Þá var hann nú samt ekki alveg heill,“ segir Heimir sem viðurkennir að hafa ekki litist á blikuna þegar Siggi kom aftur. „Þegar hann tekur þyrluna niður var maður ekkert viss um að hann myndi koma aftur. Þetta tók rosalega á mig andlega,“ segir Heimir og hafi hann því glaðst verulega þegar hann kom til baka. „Hann var samt bara 70% svo að þetta var svolítið rugl að hugsa til þess núna,“ bætir Heimir við. „Hann var alls ekki í toppstandi til að klífa hæsta tind veraldar.“ Píndi sig áfram á öðrum fæti Siggi segir það vissulega erfitt að taka skynsamlegar ákvarðanir á fjalli svo að hann hafi þurft að fara vel og vandlega yfir allt í huganum. Erfiðasti kaflinn var ísfallið og segir Siggi hafa þar þurft að hugsa vel út í hverja einustu hreyfingu og ákveða hvernig hann myndi bregðast við ef eitthvað myndi gerast. „Ég var ábyggilega óviðræðuhæfur,“ segir Siggi. „Ég var bara á fjallinu og var svo mikið að einbeita mér að því hvernig ég átti að klára ákveðna kafla, sem gekk vel framan af.“ „Við svo erum hálfnaðir á ísfallinu þá bara klikkar þetta,“ segir Heimir. En Siggi sneri sig þá aftur mjög illa og gat varla stigið í fótinn. Hann settist þá niður til að reyna að átta sig á því hvað hefði gerst og kallaði svo á hjálp í gegnum talstöð. Ég hélt þetta væri búið hjá mér. Ég sá svipinn hjá bæði á Heimi og Ank og ég sagði að þetta væri bara mjög slæmt. En eftir að ég sá svipinn á þeim hugsaði að ég að ég geti alveg pínt mig áfram í sársauka. Siggi segist hafa áttað sig á því að björgunaraðstæður væri erfiðar á þessum stað svo að hann hafi gert sér grein fyrir því að hann þyrfti að halda áfram. Ekki viss hvort að hann gæti haldið áfram „Ég hugsaði, ég fer bara að bæta aðeins við í lyfjaskammtinn til að halda áfram, fór kannski aðeins umfram þar,“ segir hann og hlær. Ég náði að halda öryggi. Þetta var gríðarlega erfitt og virkilega mikill sársauki þessa tvo tíma en við náðum að komast upp í búðir eitt og þá leið mér aðeins betur. Á þessum tímapunkti segist hann aldrei hafa verið viss um að hann gæti haldið áfram en ákvað aða hlusta á líkamann. „Svo gekk ótrúlega vel og mér leið betur og betur.“ Veðrið setti strik í reikninginn og urðu næturnar í búðum tvö fjórar í stað tveggja. „Það var ekkert sérstaklega gott,“ segir Heimir en þarna voru þeir fastir í 6400 metra hæð. Þegar komið var í búðir þrjú kom í ljós að eitt tjald hafði orðið eftir og þurftu þeir því að sofa fimm í einu tjaldi. Þarna var þörf á því að byrja að nota súrefni enda komnir í 7200 metra hæð. Sváfu fimm saman í einu tjaldi „Ég svaf eiginlega ekkert þessa nótt,“ segir Heimir. „Þetta var ekki hvíld.“ Þegar þeir komust svo í búðir fjögur voru flest tjöldin fokin vegna veðurs og aðeins 20% af tjöldunum eftir. „Öll okkar tjöld voru horfin. Maður fékk nett sjokk,“ segir Heimir en mikil ringulreið greip um sig á meðal fólks og þurftu sumir að taka þá ákvörðun að snúa við. Hópurinn okkar átti nóg súrefni og ný tjöld svo að þeir gátu verið auka nótt og haldið áfram. Morguninn sem að ákveðið var að toppa fjallið frá búðum fjögur kom upp alvarleg staða. „Siggi var svolítið með vesenið,“ segir Heimir og glottir. Við vorum búnir að vera með súrefni í andlitinu alla nóttina og báðir kútarnir að tæmast. Ég segi Sigga þá að Minga sé að koma með auka súrefni fyrir okkur. Með heilabjúg á lokametrunum Þarna segist Heimir hafa séð að ekki væri allt með felldu. „Siggi gapir bara, horfir á mig og segir svo, Minga? Minga hver?“ Minga var einn serpanna sem Siggi þekkti mjög vel svo að Heimir sá strax að eitthvað var að. „Svo spyr ég hann hvað ég heiti og hann mundi ekkert hvað ég hét.“ Heimir hleypur þarna úr tjaldinu til að fá hjálp og kom þá í ljós að eitthvað hafði farið úrskeiðis í súrefnisflæðinu til hans um nóttina. Þetta var byrjun á heilbjúg! ..segir Heimir, en þeir félagar höfðu undirbúið sig vel fyrir þessar aðstæður og því fljótir að bregðast við. „Þetta var mjög stressandi. Leiðsögumaðurinn var að huga að honum, ég stóð fyrir utan og horfði upp á tindinn hugsaði, Nú er þetta búið. Það hlaut að koma að þessu.“ Eftir að hafa fengið auka súrefni leið Sigga betur og eftir á að hyggja segir hann að jafnvel hafi Covid einkennin verið byrjuð hjá honum á þessum tímapunkti. En þeir vissu ekki að þeir höfðu smitast fyrr en komið var aftur í grunnbúðirnar. „Á klukkutíma ég kominn með fullt vit aftur. Aðal fókusinn var svo að klára toppinn“ segir Siggi. Löbbuðu saman hlið við hlið á toppinn Lokakaflinn gekk vel að sögn þeirra félaga en báðir upplifðu þeir toppinn á allt annan hátt en þeir höfðu ímyndað sér. „Þetta var skrítið, erum að nálgast toppinn. Það var rosalega kalt, niðamyrkur. Það voru tveir fjallgöngumenn nýlega dánir á miðri leið. Þurftum nánast að klöngrast yfir þá,“ segir Heimir sem segir þá félaga hafa þurft að berjast við að halda einbeitingu. Þetta var sérstök lífsreynsla. Svo komum við upp. Löbbum saman hlið við hlið á toppinn. Ég fór svo strax að hugsa ég yrði að fara að koma mér niður. Hægt er að nálgast hlaðvarpið í heild sinni hér fyrir neðan.
24/7 með Begga Ólafs Everest Fjallamennska Tengdar fréttir Íslendingur á gjörgæslu eftir Covid-smit á Everest Íslensk-kúbverski fjallgöngumaðurinn Yandy Nunez Martinez, sem reyndi að klífa að toppi Everest í síðasta mánuði, er nú á gjörgæslu í Katmandú í Nepal eftir að hafa fengið blóðtappa í lungu ofan í Covid-19 smit. Eiginkona hans segir hann heppinn að vera á lífi en hann er nú á batavegi. 3. júní 2021 12:33 Að ganga fram hjá nýdánum klifrurum breytti ímyndinni af Everest Sigurður B. Sveinsson og Heimir Hallgrímsson, sem klifu Everest í maí, segja upplifunina við það að ná á toppinn ekki hafa verið eins og þeir ímynduðu sér. Toppur fjallsins hafi verið skrítinn staður til að vera á. 1. júní 2021 19:01 Hugsuðu til langveikra barna þegar þeir klifu toppinn með Covid-19 Tveir Íslendingar sem klifu topp Everest með Covid-19 fengu aukakraft þegar þeir hugsuðu til langveikra barna og hvað þau þyrftu að þola. Þetta segir framkvæmdastjóri Umhyggju en ferðin er til styrktar félaginu. Hún segir þá hafa lent í ótrúlegum hrakningum en sigrast á hverri raun. 27. maí 2021 14:00 Mest lesið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Sjá meira
Íslendingur á gjörgæslu eftir Covid-smit á Everest Íslensk-kúbverski fjallgöngumaðurinn Yandy Nunez Martinez, sem reyndi að klífa að toppi Everest í síðasta mánuði, er nú á gjörgæslu í Katmandú í Nepal eftir að hafa fengið blóðtappa í lungu ofan í Covid-19 smit. Eiginkona hans segir hann heppinn að vera á lífi en hann er nú á batavegi. 3. júní 2021 12:33
Að ganga fram hjá nýdánum klifrurum breytti ímyndinni af Everest Sigurður B. Sveinsson og Heimir Hallgrímsson, sem klifu Everest í maí, segja upplifunina við það að ná á toppinn ekki hafa verið eins og þeir ímynduðu sér. Toppur fjallsins hafi verið skrítinn staður til að vera á. 1. júní 2021 19:01
Hugsuðu til langveikra barna þegar þeir klifu toppinn með Covid-19 Tveir Íslendingar sem klifu topp Everest með Covid-19 fengu aukakraft þegar þeir hugsuðu til langveikra barna og hvað þau þyrftu að þola. Þetta segir framkvæmdastjóri Umhyggju en ferðin er til styrktar félaginu. Hún segir þá hafa lent í ótrúlegum hrakningum en sigrast á hverri raun. 27. maí 2021 14:00