Góð ráð fyrir lata starfsmenn Rakel Sveinsdóttir skrifar 12. júlí 2021 07:01 Við eigum okkur öll okkar daga. Já, svona leti-daga. Mætum til vinnu og erum hálf löt allan daginn. Komum litlu í verk. Eigum erfitt með að einbeita okkur. Erum þreytt. Eða með hugann annars staðar. Sem betur fer, eru leti-dagarnir ekki viðvarandi. Daginn eftir mætum við til vinnu á ný, galvösk og brettum upp ermar. En við getum líka lent í því að letidögunum fer að fjölga. Við hreinlega mætum aftur og aftur til vinnu og finnum sjálf að við erum frekar löt. Sem aftur þýðir að á meðan tíminn okkar fer í eitthvað allt annað en vinnuna yfir daginn, er samstarfsfólkið okkar önnum kafið. Það segir sig hins vegar sjálft að ef að við viljum halda í starfið okkar, ganga of margir letidagar ekki upp. Því enginn vill vera með latt fólk í vinnu og enginn vill teljast vera lati starfsmaðurinn! Hér eru nokkur ráð til að sporna við vinnuleti þegar að við finnum að hún er orðin að vandamáli hjá okkur og farin að bitna á afköstum. 1. Að horfast í augu við letina: DAGLEGA Það er ekki nóg að viðurkenna vinnuletina fyrir sjálfum sér og ætla sér að laga hlutina. Þegar letin er farin að verða viðvarandi og algeng, þurfum við að sporna við henni í hvert einasta skipti sem hún dúkkar upp yfir vinnudaginn. Dæmi leti er þegar þú stendur sjálfan þig að því að fresta hlutum í vinnunni. Ætlar að gera eitthvað seinna í dag í staðinn fyrir núna. Eða fresta til morguns? Eða ætlar þú að láta að koma þér undan verkefninu með því að láta aðra í vinnunni sjá um þetta fyrir þig? Næst þegar að þetta gerist, spurðu sjálfan þig þá hvort frestunin sé í rauninni þörf eða réttlætanleg. Eða er þetta leti? Vertu mjög heiðarleg/ur við sjálfan þig því það að sporna við letinni er þitt eigið persónulega mál. 2. Skipulagið og að standa við það Mikilvægt atriði til að sporna við leti er góður verkefnalisti, gott skipulag og góð yfirsýn yfir verkefni og vinnudaga. Það hvort þú skrifar verkefnin niður á blað eða notar einhver kerfi, skiptir engu máli. En skráðu verkefnin niður, bókaðu fundi, reyndu að skipuleggja daginn og vikuna. Vertu með góða yfirsýn og settu þér markmið um að vera með góða tímastjórnun. Sýndu alltaf sömu afköst og aðrir. Allt ofangreint hjálpar þér við að koma fleiru í verk. Það besta er þó að gott skipulag virkar svo vel á okkur sem hvatning til að halda áfram. Og þannig nær letin ekki að taka yfir. 3. Regluleg markmið: Fyrir þig Að afkasta og klára verkefni er frábært markmið í sjálfu sér en það er líka gott fyrir okkur að setja okkur markmið um okkar eigin persónulegu þróun og áfangasigra. Til dæmis hvernig okkur ætlar að takast að hrista af okkur letidagana. Eða hvenær við sjáum fyrir okkur að ræða við yfirmanninn um launahækkun. Að setja sér reglulega einhver markmið gerir okkur gott. Við hvetjum okkur áfram, fáum oft innblástur til að leysa úr verkefnum eða bæta okkur í einhverju og svo framvegis. 4. Afsakið HLÉ Að hrista af sér letidagana, taka skipulagið í gegn, upplifa vellíðun því við erum dugleg og finna hvatninguna sem fylgir því að hafa markmið er allt gott og blessað. En við erum líka mannleg. Þess vegna er gott að hafa í huga að þrátt fyrir þetta allt saman, ætlum við líka að leyfa okkur að taka okkur stundum pásur. Njóta þess að vera til. Hlæja í kaffipásu og gleyma okkur stundum í spjalli með vinnufélögum. Leyfa okkur stundum að vera með léttari verkefnalista. Muna alltaf eftir því að standa upp og hreyfa okkur yfir daginn. Drekka vatn. Taka pásur. Enda hefur það verið margsannað að til þess að standa okkur sem best í starfi, þurfum við að taka reglulegar hvíldarpásur. 5. Góðar venjur utan vinnu Það að sporna við leti í vinnunni þýðir að við þurfum líka að þjálfa okkur í góðum venjum utan vinnu. Þannig að hvernig er staðan á þessu heima fyrir? Er letin ríkjandi þar líka? Þegar að við erum að takast á við leti, þurfum við að endurskoða allar okkar venjur og setja okkur markmið líka heima fyrir. Þetta geta verið markmið um að til dæmis ganga strax frá í eldhúsinu eftir kvöldmat, þvo þvottinn áður en hrúgan safnast upp eða standa okkur vel í almennri tiltekt og umgengni. Veltu því fyrir þér hvað þú þarft að endurskoða utan vinnu, því leti í vinnu er sjaldnast eitthvað sem er aðeins til staðar þar en ekki í einkalífi. 6. Önnur og stærri vandamál Eitt þarf þó að skoða til viðbótar. Og það er hvort letin í vinnunni sé mögulega að stafa af einhverju vandamáli sem þú hefur ekki verið að takast á við eða horfast í augu við. Eins og hvað? Einfalt dæmi er að skoða svefninn. Ef svefninn er viðvarandi ekki nægilega mikill, er óraunhæft að ætla að þú hafir alltaf orku og starfsgetu til að sinna fullu starfi. Því við þurfum að sofa í sjö til níu klukkustundir á hverri nóttu. Fólk sem að heldur að það sé hægt að komast upp með annað, ætti að lesa sér til um svefn og hversu mikilvægur hann er fyrir starfsgetu okkar og úthald. Eins gæti það verið að þér finnist vinnan leiðinleg eða óspennandi. Því þegar að við erum ánægð í vinnu, erum við oftast duglegri og afkastabetri. Ef rót vandans snýst um að þér leiðist í vinnunni, þarftu að horfast í augu við þá staðreynd og velta fyrir þér hvernig þú ætlar að takast á við það vandamál: Ætlar þú að hætta og finna þér aðra og skemmtilegri vinnu? Eða ætlar þú að sporna við þessari líðan og vinna í því að finnast vinnan skemmtilegri? 7. Þú ert svo frábær! Á sama tíma og það skiptir miklu máli að horfast í augu við staðreyndir eins og leti, þurfum við líka að muna að hrósa sjálfum okkur þegar að það á við. Margir tengja hrós og umbun við eitthvað sem við þurfum þá að gera fyrir okkur sjálf. Jafnvel kaupa eða „leyfa“ okkur. Staðreyndin er hins vegar sú að mikilvægasta hrósið okkar fer fram í huganum því þar erum við í samtali við okkur allan daginn. Oft með niðurrifi. Á letidögum getum við líka verið of upptekin í dagdraumum. En nú ætlum við að setja neikvæðar hugsanir og dagdrauma til hliðar en nýta þess í stað tímann til að hrósa okkur sjálfum í hvert sinn sem við klárum verkefni. Eða náum að sporna við letinni. Sumum finnst gott að hefja hrós-þjálfunina sína með því að skrifa niður lista á kvöldin yfir allt sem við gerðum í dag. Því oft er þetta lengri listi en við gerum okkur grein fyrir. Að sporna við leti og sjá hvernig þessi listi fer að lengjast, felur í sér góða hvatningu til að halda áfram að standa okkur vel. Góðu ráðin Tengdar fréttir Þegar að verkefnalistinn verður okkur ofviða Úff. Þetta er bara of mikið. Of margir boltar á lofti. Hausinn á milljón. Svefninn jafnvel að truflast. Stress. 5. júlí 2021 07:00 35 prósent starfsfólks á Íslandi í basli með líf sitt „Einna áhugaverðast er að rannsóknir tengdar bókinni styðja það enn og aftur að ein áhrifaríkasta leiðin til skapa heilbrigt starfsumhverfi og hafa jákvæð áhrif á starfsfólk er að gefa fólki tækifæri til að vaxa og nýta styrkleika sína í starfi, að sinna verkefnum sem því fellur vel að inna af hendi og hæfileikar þess nýtast,“ segir Marta Gall Jörgensen sérfræðingur hjá Gallup um nýútkomna bók, Wellbeing at Work: How to Build Resilient and Thriving Teams, eftir Jim Clifton stjórnarformann og framkvæmdastjóra Gallup á heimsvísu og Jim Harter, yfirrannsóknarstjóra. 7. maí 2021 07:01 Að velja rétta vinnustaðinn: Fjögur mikilvæg atriði Við heyrum svo mikið um atvinnuleysi en minna um atvinnuleit eða val fólks á því starfi sem það vill ráða sig í. En öll höfum við val og þegar að því kemur að við erum að ráða okkur í nýtt starf, er mikilvægt að velta fyrir sér, hvort við séum að velja rétta vinnustaðinn fyrir okkur! 30. apríl 2021 07:01 „Ég hef ekki tíma“ „Ég hef ekki tíma.“ Við höfum öll hugsað þetta. Mörg okkar sagt þetta upphátt. Kapphlaupið, stressið og það hversu fljótt tíminn líður gerir það hreinlega að verkum að okkur tekst engan veginn að gera allt sem okkur langar til að gera. Eða þyrftum að gera. Hvað þá verkefni sem kalla á næði, sköpun, hugmyndarflug…. Hver hefur tíma í þann lúxus? 23. apríl 2021 07:01 Litlu skrímslaverkefnin sem við frestum Við eigum það öll til að fresta ýmsum litlum verkefnum. Jafnvel svo litlum, auðveldum og fljótlegum að það hvers vegna við ljúkum þeim ekki af, er oft hreinlega óskiljanlegt. Jafnvel okkur sjálfum. 21. apríl 2021 07:00 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
En við getum líka lent í því að letidögunum fer að fjölga. Við hreinlega mætum aftur og aftur til vinnu og finnum sjálf að við erum frekar löt. Sem aftur þýðir að á meðan tíminn okkar fer í eitthvað allt annað en vinnuna yfir daginn, er samstarfsfólkið okkar önnum kafið. Það segir sig hins vegar sjálft að ef að við viljum halda í starfið okkar, ganga of margir letidagar ekki upp. Því enginn vill vera með latt fólk í vinnu og enginn vill teljast vera lati starfsmaðurinn! Hér eru nokkur ráð til að sporna við vinnuleti þegar að við finnum að hún er orðin að vandamáli hjá okkur og farin að bitna á afköstum. 1. Að horfast í augu við letina: DAGLEGA Það er ekki nóg að viðurkenna vinnuletina fyrir sjálfum sér og ætla sér að laga hlutina. Þegar letin er farin að verða viðvarandi og algeng, þurfum við að sporna við henni í hvert einasta skipti sem hún dúkkar upp yfir vinnudaginn. Dæmi leti er þegar þú stendur sjálfan þig að því að fresta hlutum í vinnunni. Ætlar að gera eitthvað seinna í dag í staðinn fyrir núna. Eða fresta til morguns? Eða ætlar þú að láta að koma þér undan verkefninu með því að láta aðra í vinnunni sjá um þetta fyrir þig? Næst þegar að þetta gerist, spurðu sjálfan þig þá hvort frestunin sé í rauninni þörf eða réttlætanleg. Eða er þetta leti? Vertu mjög heiðarleg/ur við sjálfan þig því það að sporna við letinni er þitt eigið persónulega mál. 2. Skipulagið og að standa við það Mikilvægt atriði til að sporna við leti er góður verkefnalisti, gott skipulag og góð yfirsýn yfir verkefni og vinnudaga. Það hvort þú skrifar verkefnin niður á blað eða notar einhver kerfi, skiptir engu máli. En skráðu verkefnin niður, bókaðu fundi, reyndu að skipuleggja daginn og vikuna. Vertu með góða yfirsýn og settu þér markmið um að vera með góða tímastjórnun. Sýndu alltaf sömu afköst og aðrir. Allt ofangreint hjálpar þér við að koma fleiru í verk. Það besta er þó að gott skipulag virkar svo vel á okkur sem hvatning til að halda áfram. Og þannig nær letin ekki að taka yfir. 3. Regluleg markmið: Fyrir þig Að afkasta og klára verkefni er frábært markmið í sjálfu sér en það er líka gott fyrir okkur að setja okkur markmið um okkar eigin persónulegu þróun og áfangasigra. Til dæmis hvernig okkur ætlar að takast að hrista af okkur letidagana. Eða hvenær við sjáum fyrir okkur að ræða við yfirmanninn um launahækkun. Að setja sér reglulega einhver markmið gerir okkur gott. Við hvetjum okkur áfram, fáum oft innblástur til að leysa úr verkefnum eða bæta okkur í einhverju og svo framvegis. 4. Afsakið HLÉ Að hrista af sér letidagana, taka skipulagið í gegn, upplifa vellíðun því við erum dugleg og finna hvatninguna sem fylgir því að hafa markmið er allt gott og blessað. En við erum líka mannleg. Þess vegna er gott að hafa í huga að þrátt fyrir þetta allt saman, ætlum við líka að leyfa okkur að taka okkur stundum pásur. Njóta þess að vera til. Hlæja í kaffipásu og gleyma okkur stundum í spjalli með vinnufélögum. Leyfa okkur stundum að vera með léttari verkefnalista. Muna alltaf eftir því að standa upp og hreyfa okkur yfir daginn. Drekka vatn. Taka pásur. Enda hefur það verið margsannað að til þess að standa okkur sem best í starfi, þurfum við að taka reglulegar hvíldarpásur. 5. Góðar venjur utan vinnu Það að sporna við leti í vinnunni þýðir að við þurfum líka að þjálfa okkur í góðum venjum utan vinnu. Þannig að hvernig er staðan á þessu heima fyrir? Er letin ríkjandi þar líka? Þegar að við erum að takast á við leti, þurfum við að endurskoða allar okkar venjur og setja okkur markmið líka heima fyrir. Þetta geta verið markmið um að til dæmis ganga strax frá í eldhúsinu eftir kvöldmat, þvo þvottinn áður en hrúgan safnast upp eða standa okkur vel í almennri tiltekt og umgengni. Veltu því fyrir þér hvað þú þarft að endurskoða utan vinnu, því leti í vinnu er sjaldnast eitthvað sem er aðeins til staðar þar en ekki í einkalífi. 6. Önnur og stærri vandamál Eitt þarf þó að skoða til viðbótar. Og það er hvort letin í vinnunni sé mögulega að stafa af einhverju vandamáli sem þú hefur ekki verið að takast á við eða horfast í augu við. Eins og hvað? Einfalt dæmi er að skoða svefninn. Ef svefninn er viðvarandi ekki nægilega mikill, er óraunhæft að ætla að þú hafir alltaf orku og starfsgetu til að sinna fullu starfi. Því við þurfum að sofa í sjö til níu klukkustundir á hverri nóttu. Fólk sem að heldur að það sé hægt að komast upp með annað, ætti að lesa sér til um svefn og hversu mikilvægur hann er fyrir starfsgetu okkar og úthald. Eins gæti það verið að þér finnist vinnan leiðinleg eða óspennandi. Því þegar að við erum ánægð í vinnu, erum við oftast duglegri og afkastabetri. Ef rót vandans snýst um að þér leiðist í vinnunni, þarftu að horfast í augu við þá staðreynd og velta fyrir þér hvernig þú ætlar að takast á við það vandamál: Ætlar þú að hætta og finna þér aðra og skemmtilegri vinnu? Eða ætlar þú að sporna við þessari líðan og vinna í því að finnast vinnan skemmtilegri? 7. Þú ert svo frábær! Á sama tíma og það skiptir miklu máli að horfast í augu við staðreyndir eins og leti, þurfum við líka að muna að hrósa sjálfum okkur þegar að það á við. Margir tengja hrós og umbun við eitthvað sem við þurfum þá að gera fyrir okkur sjálf. Jafnvel kaupa eða „leyfa“ okkur. Staðreyndin er hins vegar sú að mikilvægasta hrósið okkar fer fram í huganum því þar erum við í samtali við okkur allan daginn. Oft með niðurrifi. Á letidögum getum við líka verið of upptekin í dagdraumum. En nú ætlum við að setja neikvæðar hugsanir og dagdrauma til hliðar en nýta þess í stað tímann til að hrósa okkur sjálfum í hvert sinn sem við klárum verkefni. Eða náum að sporna við letinni. Sumum finnst gott að hefja hrós-þjálfunina sína með því að skrifa niður lista á kvöldin yfir allt sem við gerðum í dag. Því oft er þetta lengri listi en við gerum okkur grein fyrir. Að sporna við leti og sjá hvernig þessi listi fer að lengjast, felur í sér góða hvatningu til að halda áfram að standa okkur vel.
Góðu ráðin Tengdar fréttir Þegar að verkefnalistinn verður okkur ofviða Úff. Þetta er bara of mikið. Of margir boltar á lofti. Hausinn á milljón. Svefninn jafnvel að truflast. Stress. 5. júlí 2021 07:00 35 prósent starfsfólks á Íslandi í basli með líf sitt „Einna áhugaverðast er að rannsóknir tengdar bókinni styðja það enn og aftur að ein áhrifaríkasta leiðin til skapa heilbrigt starfsumhverfi og hafa jákvæð áhrif á starfsfólk er að gefa fólki tækifæri til að vaxa og nýta styrkleika sína í starfi, að sinna verkefnum sem því fellur vel að inna af hendi og hæfileikar þess nýtast,“ segir Marta Gall Jörgensen sérfræðingur hjá Gallup um nýútkomna bók, Wellbeing at Work: How to Build Resilient and Thriving Teams, eftir Jim Clifton stjórnarformann og framkvæmdastjóra Gallup á heimsvísu og Jim Harter, yfirrannsóknarstjóra. 7. maí 2021 07:01 Að velja rétta vinnustaðinn: Fjögur mikilvæg atriði Við heyrum svo mikið um atvinnuleysi en minna um atvinnuleit eða val fólks á því starfi sem það vill ráða sig í. En öll höfum við val og þegar að því kemur að við erum að ráða okkur í nýtt starf, er mikilvægt að velta fyrir sér, hvort við séum að velja rétta vinnustaðinn fyrir okkur! 30. apríl 2021 07:01 „Ég hef ekki tíma“ „Ég hef ekki tíma.“ Við höfum öll hugsað þetta. Mörg okkar sagt þetta upphátt. Kapphlaupið, stressið og það hversu fljótt tíminn líður gerir það hreinlega að verkum að okkur tekst engan veginn að gera allt sem okkur langar til að gera. Eða þyrftum að gera. Hvað þá verkefni sem kalla á næði, sköpun, hugmyndarflug…. Hver hefur tíma í þann lúxus? 23. apríl 2021 07:01 Litlu skrímslaverkefnin sem við frestum Við eigum það öll til að fresta ýmsum litlum verkefnum. Jafnvel svo litlum, auðveldum og fljótlegum að það hvers vegna við ljúkum þeim ekki af, er oft hreinlega óskiljanlegt. Jafnvel okkur sjálfum. 21. apríl 2021 07:00 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Þegar að verkefnalistinn verður okkur ofviða Úff. Þetta er bara of mikið. Of margir boltar á lofti. Hausinn á milljón. Svefninn jafnvel að truflast. Stress. 5. júlí 2021 07:00
35 prósent starfsfólks á Íslandi í basli með líf sitt „Einna áhugaverðast er að rannsóknir tengdar bókinni styðja það enn og aftur að ein áhrifaríkasta leiðin til skapa heilbrigt starfsumhverfi og hafa jákvæð áhrif á starfsfólk er að gefa fólki tækifæri til að vaxa og nýta styrkleika sína í starfi, að sinna verkefnum sem því fellur vel að inna af hendi og hæfileikar þess nýtast,“ segir Marta Gall Jörgensen sérfræðingur hjá Gallup um nýútkomna bók, Wellbeing at Work: How to Build Resilient and Thriving Teams, eftir Jim Clifton stjórnarformann og framkvæmdastjóra Gallup á heimsvísu og Jim Harter, yfirrannsóknarstjóra. 7. maí 2021 07:01
Að velja rétta vinnustaðinn: Fjögur mikilvæg atriði Við heyrum svo mikið um atvinnuleysi en minna um atvinnuleit eða val fólks á því starfi sem það vill ráða sig í. En öll höfum við val og þegar að því kemur að við erum að ráða okkur í nýtt starf, er mikilvægt að velta fyrir sér, hvort við séum að velja rétta vinnustaðinn fyrir okkur! 30. apríl 2021 07:01
„Ég hef ekki tíma“ „Ég hef ekki tíma.“ Við höfum öll hugsað þetta. Mörg okkar sagt þetta upphátt. Kapphlaupið, stressið og það hversu fljótt tíminn líður gerir það hreinlega að verkum að okkur tekst engan veginn að gera allt sem okkur langar til að gera. Eða þyrftum að gera. Hvað þá verkefni sem kalla á næði, sköpun, hugmyndarflug…. Hver hefur tíma í þann lúxus? 23. apríl 2021 07:01
Litlu skrímslaverkefnin sem við frestum Við eigum það öll til að fresta ýmsum litlum verkefnum. Jafnvel svo litlum, auðveldum og fljótlegum að það hvers vegna við ljúkum þeim ekki af, er oft hreinlega óskiljanlegt. Jafnvel okkur sjálfum. 21. apríl 2021 07:00