Vonar að stjórnvöld endurtaki ekki leikinn Eiður Þór Árnason skrifar 12. júlí 2021 13:34 Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. Samsett Styrkir sem stjórnvöld veittu háskólum til að bjóða upp á sumarnámskeið á síðasta ári fólu ekki í sér ólögmæta ríkisaðstoð að sögn Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Félag atvinnurekenda (FA) er ósammála niðurstöðunni og segir hana vera vonbrigði. ESA barst kvörtun frá FA í júní í fyrra þar sem því var haldið fram að íslensk stjórnvöld hefðu veitt ólögmæta ríkisstyrki til þriggja háskóla með því að veita þeim 500 milljóna króna viðbótarframlög til að skipuleggja sumarnámskeið. Sjö opinberir háskólar fengu viðbótarfjármagn í því skyni á síðasta ári. Af hálfu Félags atvinnurekenda var því haldið fram að hinir ólögmætu ríkisstyrkir hefðu veitt umræddum háskólum óeðlilegt samkeppnisforskot gagnvart einkareknum fræðsluaðilum sem bjóði upp á sambærileg námskeið. Til að mynda hafi Endurmenntun Háskóla Íslands lækkað verð á námskeiðum sem hluta af úrræðinu og rukkað þrjú þúsund krónur fyrir námskeið sem áður kostuðu tugi þúsunda. Séu í beinni samkeppni við einkarekin fyrirtæki „Það er algjörlega galið að skilgreina ekki starfsemi endurmenntunarstofnana háskólanna sem efnahagslega starfsemi. Það er augljóst að þessar stofnanir starfa á samkeppnismarkaði í beinni samkeppni við einkarekin fræðslufyrirtæki,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA í samtali við Vísi. „Það er bara ekki nokkur leið að halda því fram að þetta sé eingöngu almannaþjónusta og það hvernig rekstri hennar er hagað hafi ekki áhrif á samkeppni á markaði.“ Átak stjórnvalda er hluti af mótvægisaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins og viðbrögðum við fækkun sumarstarfa. Í ár setti ríkisstjórnin 650 milljónir króna í sumarnám en þar af fór hálfur milljarður til háskólanna. Upphæðin var alls 800 milljónir króna í fyrra. FA og einkarekin fræðslufyrirtæki gagnrýndu það harðlega í vor að stjórnvöld hygðust styðja skólana með sama hætti í ár á sama tíma og málið væri enn til skoðunar hjá Samkeppniseftirlitinu og ESA. Valdið miklu tjóni Ólafur segir alveg ljóst að umræddar niðurgreiðslur hafi valdið miklu tjóni hjá einkareknum fræðslufyrirtækjum. Samkeppniseftirlitið beindi þeim tilmælum til menntamálaráðuneytisins í maí að ígrunda betur samkeppnislagar afleiðingar slíkra aðgerða. Þá kallaði eftirlitið eftir því að gert yrði almennilega grein fyrir fjárhagslegum aðskilnaði milli samkeppnisreksturs og annars reksturs hjá endurmenntunardeildum háskólanna. Úrræðið var hluti af aðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins og skorts á sumarstörfum. Félag atvinnurekenda óskaði svörum frá Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, vegna málsins.Vísir/Vilhelm Ólafur telur að þrátt fyrir að ESA hafi ekki fallist á málarekstur FA og fræðslufyrirtækjanna hafi hann ýtt bæði við menntamálaráðuneytinu og háskólunum sem gæti sín nú betur þegar kemur að hugsanlegum samkeppnisrekstri. „Við gerum ráð fyrir því að þetta ferli sem við erum búnir að fara í gegnum með Samkeppniseftirlitinu og ESA þýði að minnsta kosti að menn endurtaki ekki þennan leik.“ Að sögn mennta- og menningarmálaráðuneytisins sóttu tæplega fimm þúsund nemendur um 260 námskeið á vegum háskólanna síðasta sumar. Skóla - og menntamál Samkeppnismál Háskólar Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
ESA barst kvörtun frá FA í júní í fyrra þar sem því var haldið fram að íslensk stjórnvöld hefðu veitt ólögmæta ríkisstyrki til þriggja háskóla með því að veita þeim 500 milljóna króna viðbótarframlög til að skipuleggja sumarnámskeið. Sjö opinberir háskólar fengu viðbótarfjármagn í því skyni á síðasta ári. Af hálfu Félags atvinnurekenda var því haldið fram að hinir ólögmætu ríkisstyrkir hefðu veitt umræddum háskólum óeðlilegt samkeppnisforskot gagnvart einkareknum fræðsluaðilum sem bjóði upp á sambærileg námskeið. Til að mynda hafi Endurmenntun Háskóla Íslands lækkað verð á námskeiðum sem hluta af úrræðinu og rukkað þrjú þúsund krónur fyrir námskeið sem áður kostuðu tugi þúsunda. Séu í beinni samkeppni við einkarekin fyrirtæki „Það er algjörlega galið að skilgreina ekki starfsemi endurmenntunarstofnana háskólanna sem efnahagslega starfsemi. Það er augljóst að þessar stofnanir starfa á samkeppnismarkaði í beinni samkeppni við einkarekin fræðslufyrirtæki,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA í samtali við Vísi. „Það er bara ekki nokkur leið að halda því fram að þetta sé eingöngu almannaþjónusta og það hvernig rekstri hennar er hagað hafi ekki áhrif á samkeppni á markaði.“ Átak stjórnvalda er hluti af mótvægisaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins og viðbrögðum við fækkun sumarstarfa. Í ár setti ríkisstjórnin 650 milljónir króna í sumarnám en þar af fór hálfur milljarður til háskólanna. Upphæðin var alls 800 milljónir króna í fyrra. FA og einkarekin fræðslufyrirtæki gagnrýndu það harðlega í vor að stjórnvöld hygðust styðja skólana með sama hætti í ár á sama tíma og málið væri enn til skoðunar hjá Samkeppniseftirlitinu og ESA. Valdið miklu tjóni Ólafur segir alveg ljóst að umræddar niðurgreiðslur hafi valdið miklu tjóni hjá einkareknum fræðslufyrirtækjum. Samkeppniseftirlitið beindi þeim tilmælum til menntamálaráðuneytisins í maí að ígrunda betur samkeppnislagar afleiðingar slíkra aðgerða. Þá kallaði eftirlitið eftir því að gert yrði almennilega grein fyrir fjárhagslegum aðskilnaði milli samkeppnisreksturs og annars reksturs hjá endurmenntunardeildum háskólanna. Úrræðið var hluti af aðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins og skorts á sumarstörfum. Félag atvinnurekenda óskaði svörum frá Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, vegna málsins.Vísir/Vilhelm Ólafur telur að þrátt fyrir að ESA hafi ekki fallist á málarekstur FA og fræðslufyrirtækjanna hafi hann ýtt bæði við menntamálaráðuneytinu og háskólunum sem gæti sín nú betur þegar kemur að hugsanlegum samkeppnisrekstri. „Við gerum ráð fyrir því að þetta ferli sem við erum búnir að fara í gegnum með Samkeppniseftirlitinu og ESA þýði að minnsta kosti að menn endurtaki ekki þennan leik.“ Að sögn mennta- og menningarmálaráðuneytisins sóttu tæplega fimm þúsund nemendur um 260 námskeið á vegum háskólanna síðasta sumar.
Skóla - og menntamál Samkeppnismál Háskólar Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira