Ramsay ekki viss um að íslenskur hákarl sé ætur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. júlí 2021 16:31 Hér má sjá Ramsay gera tilraun til að gleypa hákarlinn á meðan Finnbogi Bernódusson hlær að honum. Skjáskot Stjörnukokkurinn Gordon Ramsay er ekki par hrifinn af íslenskum hákarli og gerir hann það dagljóst í þáttunum Uncharted, sem sýndir eru á National Geographic. Í þættinum má sjá Ramsay prófa hákarl hjá Finnboga Bernódussyni, vélsmiði í Bolungarvík. Ramsay gerir tilraun til að borða hákarlinn en á í einhverjum erfiðleikum við það eins og sjá má í klippunni. Eftir að hafa manað sig upp í að borða hann skellir hann hákarlsbitanum upp í sig og hendir aftur brennivínsskoti áður en hann spýtir hvoru tveggja út úr sér. „Ég er hérna á norðvestur Íslandi að prófa bitran bita af hákarli. Ég er ekki viss um að það eigi að borða þetta,“ segir Ramsay í klippunni. Tökur á þættinum fóru fram á Vestfjörðum í fyrrasumar. Finnbogi sagði í viðtali við fréttastofu síðasta sumar að hann hafi kallað Ramsay aumingja. Hákarlinn sem Ramsay hafi fengið að smakka hafi verið fyrir fimm ára og að hann hafi ekki viljað gefa Ramsay sterkari hákarl. „Fylgdarmenn hans sögðu síðan við mig, helvíti var þetta gott hjá þér, þetta þurfti hann að heyra og svona lætur hann við alla. Ég var nú bara að stríða honum, kallgreyinu. Hann kom ákaflega vel fyrir og ekkert nema gott um að hann að segja,“ sagði Finnbogi í samtali við fréttastofu í fyrrasumar. Í klippunni sem birtist á vef People spyr Ramsay Finnboga að því hvort hákarlinn sé nokkuð hollur. „Alveg tvímælalaust. Öll liðamót verða góð og svo er betra að kúka líka,“ svarar Finnbogi kokkinum fræga sem fussar og segist ekki ætla að nota hákarlinn við eldamennsku. „Nei, enda þarf ekkert að elda hann,“ segir Finnbogi. Bolungarvík Íslandsvinir Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Ramsay gerir tilraun til að borða hákarlinn en á í einhverjum erfiðleikum við það eins og sjá má í klippunni. Eftir að hafa manað sig upp í að borða hann skellir hann hákarlsbitanum upp í sig og hendir aftur brennivínsskoti áður en hann spýtir hvoru tveggja út úr sér. „Ég er hérna á norðvestur Íslandi að prófa bitran bita af hákarli. Ég er ekki viss um að það eigi að borða þetta,“ segir Ramsay í klippunni. Tökur á þættinum fóru fram á Vestfjörðum í fyrrasumar. Finnbogi sagði í viðtali við fréttastofu síðasta sumar að hann hafi kallað Ramsay aumingja. Hákarlinn sem Ramsay hafi fengið að smakka hafi verið fyrir fimm ára og að hann hafi ekki viljað gefa Ramsay sterkari hákarl. „Fylgdarmenn hans sögðu síðan við mig, helvíti var þetta gott hjá þér, þetta þurfti hann að heyra og svona lætur hann við alla. Ég var nú bara að stríða honum, kallgreyinu. Hann kom ákaflega vel fyrir og ekkert nema gott um að hann að segja,“ sagði Finnbogi í samtali við fréttastofu í fyrrasumar. Í klippunni sem birtist á vef People spyr Ramsay Finnboga að því hvort hákarlinn sé nokkuð hollur. „Alveg tvímælalaust. Öll liðamót verða góð og svo er betra að kúka líka,“ svarar Finnbogi kokkinum fræga sem fussar og segist ekki ætla að nota hákarlinn við eldamennsku. „Nei, enda þarf ekkert að elda hann,“ segir Finnbogi.
Bolungarvík Íslandsvinir Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira