Lífið

Magnús Kjartan Eyjólfs­son stýrir Brekku­söngnum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Magnús Kjartan mun stýra Brekkusöngnum.
Magnús Kjartan mun stýra Brekkusöngnum. Þjóðhátíðarnefnd

Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins, mun stýra Brekkusöngnum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Brekkusöngurinn fer fram árlega á sunnudagskvöldi Þjóðhátíðar á stóra sviðinu í Herjólfsdal, sem verður þann 1. ágúst næstkomandi.

Magnús hefur starfað sem tónlistarmaður um árabil og verið eftirsóttur trúbador auk þess sem hann hefur spilað með hljómsveit sinni, Stuðlabandinu, víða um landið við ýmis tilefni. Stuðlabandið hefur meðal annars troðið upp á Þjóðhátíð síðan árið 2016. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðhátíðarnefnd.

Tilkynnt var fyrr í þessum mánuði að Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó Veðurguð, muni ekki halda utan um Brekkusönginn í ár en hann hefur séð um hann um árabil. Þá stóð til að Ingó myndi líka troða upp á stóra sviðinu og flytja Þjóðhátíðarlag síðasta árs á laugardagskvöldinu en ekkert verður úr því heldur.


Tengdar fréttir

Ingó sér ekki um brekku­sönginn á Þjóð­há­tíð

Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun ekki annast brekkusöng á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Ingó mun því ekki koma fram á hátíðinni í ár en til stóð að hann flytti þjóðhátíðarlagið frá því í fyrra á laugardagskvöldi hátíðarinnar. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×