Lagið var upphaflega endurgert af Yorke í mars á þessu ári sem hluti af tískusýningu japanska fatahönnuðarins Jun Takahashi, en hefur nú formlega verið gefið út.
„Útbúið fyrir minn kæra vin Jun Takahashi, og heim sem virðist vera að snúast á hvolf,“ skrifar Yorke á Twitter.
Creep kom upphaflega út árið 1993 og skaut bresku hljómsveitinni Radiohead á stjörnuhiminninn, og er það án efa þekktasta lag Radiohead. Nýja útgáfan er sem fyrr segir níu mínútna löng og mun hægari en upprunalega útáfan. Ku þetta vera 2021 útgafan af laginu ef marka má hinn nýja titil, Creep (Very 2021 Rmx).
Lítið hefur heyrst frá Radiohead frá því að tónleikaferðalagi hljómsveitarinnar í kjölfar útgáfu síðustu breiðskífu hennar, A Moon Shaped Pool, lauk, en platan kom út árið 2016. Á því tónleikaferðalagi kom Radiohead meðal annars eftirminnilega við á Íslandi.
Yorke hefur hins vegar haft í ýmis horn að líta á undanförnum árum, nú síðast með hljómsveitinni Smile sem hann stofnaði ásamt Jonny Greenwood, gítarleikara Radiohead og fleirum, en hljómsveitin frumflutti nýtt efni á nettónleikum í maí síðastliðnum.
Heyra má nýju útgáfuna af Creep hér fyrir neðan og þar fyrir neðan má heyra upprunalegu útgáfuna.