Hrakfarasögur ferðamanna rifjaðar upp Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. júlí 2021 16:33 Hrakfarasögur ferðamanna á Íslandi eru ófáar. Hér má sjá fjórar kínverskar stelpur sem keyrðu fram af brú og út í Hrauhafnará í október 2016. Skessuhorn/Alfons Finsson Netverjar hafa farið að rifja upp hrakfarasögur ferðamanna sem komið hafa hingað til lands og í þann krappan á ferð um landið. Tilefni þessa er hvatning bílaleigunnar CarRenters að fólk fórni einkabílum sínum og leigi út til ferðamanna. „Ég hef áður sagt söguna hér af félögum pabba sem komu að ferðamönnum að ýta bíl aftur á bak af því að þeir vissu ekki um bakkgírinn. Þannig að þetta verður hart nei hjá mér að þessu sinni,“ skrifar Eiríkur Jónsson á Twitter og deilir skjáskoti af frétt af umræddri hvatningu CarRenters með tístinu. Ég hef áður sagt söguna hér af félögum pabba sem komu að ferðamönnum að ýta bíl aftur á bak af því að þeir vissu ekki um bakkgírinn.Þannig að þetta verður hart nei hjá mér að þessu sinni. pic.twitter.com/SHGbSZImn3— irikur Jónsson (@Eirikur_J) July 13, 2021 Keyrði út í mýri og fór langt út fyrir veginn Fleiri taka í sömu strengi. Sólveig Hauksdóttir, skurðhjúkrunarfræðingur, rifjar upp að hafa komið að ferðamanni, sem fastur var í mýri, langt utan alfaraleiðar í uppsveitum Borgarfjarðar en hann hafi verið á leið í Stykkishólm. „Virtist ekki hafa kippt sér neitt sérstaklega upp við að vegurinn hætti að vera vegur, slóði eða einu sinni hjólför, keyrði bara þangað til hann festist,“ segir Sólveig á Twitter. Þá rifjar hún upp sögu um ítalskt par sem festi Lödu sport úti í á. „Sem pabbi veigraði sér við að fara út í á 33“ brettum cruiser… o.s.frv.“ Númeraplötusafn hjá björgunarsveitum í Landamannalaugum Bergþór Jónsson, björgunarsveitarmaður, tekur í sömu strengi á Twitter og segist muna eftir atviki þar sem hann var að aðstoða ferðamenn sem höfðu keyrt út í vað í Landamannalaugum þar sem hann var á hálendisvakt. Ég var að koma af hálendisvakt í Landmannalaugum. Meðan við vorum að brasa við bíl sem við höfðum bjargað upp úr vaðinu keyrði annar ferðamaður á fullri ferð út í vaðið við hliðina á okkur og drekkti bílnum. — Bergþór Jónsson (@beggidotcom) July 13, 2021 „Meðan við vorum að brasa við bíl sem við höfðum bjargað upp úr vaðinu keyrði annar ferðamaður á fullri ferð út í vaðið við hliðina á okkur og drekkti bílnum,“ skrifar Bergþór. Hann segist í samtali við fréttastofu ekki muna mörg svona dæmi en hann myndi aldrei hætta sínum eigin bíl í að leigja út til ferðamanna. Hins vegar sé góðlátleg keppni milli björgunarsveita sem haldi vakt í Landamannalaugum um hve margar bílnúmeraplötur þær finni við læki og ár. Keyri fólk af of miklu afli út í árnar losni númeraplöturnar og verði eftir og nú sé til gott safn hjá björgunarsveitunum sem halda hálendisvakt. Noel ekki einn um að villast af leið Já, margir ferðamenn hafa komist í hann krappan hér á landi. Erfiðir vegir og lítil reynsla af ferðalögum á Íslandi hafa vafalaust flækst fyrir mörgum. Þar má til að mynda rifja upp hrakfarir fjögurra kínverskra stúlkna sem sluppu við skrekkinn árið 2016 þegar þær lentu út í Hraunhafnará á Snæfellsnesi á bílaleigubílnum sínum. Til allrar lukku hélst bíllinn á hjólunum og stelpurnar voru allar í öryggisbelti. Sú sem ók hafði fengið bílpróf fimm mánuðum fyrir ferðalagið og lítið keyrt síðan þá. Þær höfðu farið eftir leiðbeiningum „Google Maps“ sem leiddi stúlkurnar af brúnni og út í á. Þá muna líklega margir eftir Íslandsvininum og hrakfallabálkinum Noel Santillan sem í febrúar 2016 villtist fyrst alla leið til Siglufjarðar en áfangastaðurinn var Hótel Frón í Reykjavík. Þá villtist hann aftur, með aðstoð GPS-tækis, í skrifstofuhúsnæði Bláa lónsins í Grindavík en hann ætlaði auðvitað að baða sig í Bláa lóninu. „Verði hinum almenna borgara að góðu“ Þá villtist bandarískt par sama vor heim til hjónanna Þórs Þorsteinssonar og Guðrúnar Bjarkar á Skálpastaði II í Borgarfirði en parið hafði ætlað að fara upp í Þórsmörk til að upplifa þá náttúruperlu. Misskilninginn má rekja til þess að tún á landi Skálpastaða ber nafnið Þórsmörk og vegna framtakssemi eldri borgara í Borgarfirði hefur túnið Þórsmörk verið skráð samviskusamlega í kerfi sem GPS tæki fara eftir. Margir velta líklega fyrir sér hvort hrakfallabálkar á við Noel, kínversku stelpurnar og bandaríska parið muni leigja bíla þeirra, ákveði landsmenn að setja þá á leigu. „Fékk einu sinni símtal. Fólk hafði drepið á bíl í á. Í stað þess að hringja strax á aðstoð reyndu þau að starta bílnum. Aftur og aftur. Altjón upp á einhverjar 5-6 milljónir sem þau þurftu að greiða. Verði hinum almenna borgara að góðu með að reyna að rukka svona tjón,“ skrifar Hildur Helgadóttir á Twitter og er líklega ekki ein um að velta þessu fyrir sér. Bílaleigur Ferðamennska á Íslandi Ævintýri Noel Santillan á Íslandi Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið
Tilefni þessa er hvatning bílaleigunnar CarRenters að fólk fórni einkabílum sínum og leigi út til ferðamanna. „Ég hef áður sagt söguna hér af félögum pabba sem komu að ferðamönnum að ýta bíl aftur á bak af því að þeir vissu ekki um bakkgírinn. Þannig að þetta verður hart nei hjá mér að þessu sinni,“ skrifar Eiríkur Jónsson á Twitter og deilir skjáskoti af frétt af umræddri hvatningu CarRenters með tístinu. Ég hef áður sagt söguna hér af félögum pabba sem komu að ferðamönnum að ýta bíl aftur á bak af því að þeir vissu ekki um bakkgírinn.Þannig að þetta verður hart nei hjá mér að þessu sinni. pic.twitter.com/SHGbSZImn3— irikur Jónsson (@Eirikur_J) July 13, 2021 Keyrði út í mýri og fór langt út fyrir veginn Fleiri taka í sömu strengi. Sólveig Hauksdóttir, skurðhjúkrunarfræðingur, rifjar upp að hafa komið að ferðamanni, sem fastur var í mýri, langt utan alfaraleiðar í uppsveitum Borgarfjarðar en hann hafi verið á leið í Stykkishólm. „Virtist ekki hafa kippt sér neitt sérstaklega upp við að vegurinn hætti að vera vegur, slóði eða einu sinni hjólför, keyrði bara þangað til hann festist,“ segir Sólveig á Twitter. Þá rifjar hún upp sögu um ítalskt par sem festi Lödu sport úti í á. „Sem pabbi veigraði sér við að fara út í á 33“ brettum cruiser… o.s.frv.“ Númeraplötusafn hjá björgunarsveitum í Landamannalaugum Bergþór Jónsson, björgunarsveitarmaður, tekur í sömu strengi á Twitter og segist muna eftir atviki þar sem hann var að aðstoða ferðamenn sem höfðu keyrt út í vað í Landamannalaugum þar sem hann var á hálendisvakt. Ég var að koma af hálendisvakt í Landmannalaugum. Meðan við vorum að brasa við bíl sem við höfðum bjargað upp úr vaðinu keyrði annar ferðamaður á fullri ferð út í vaðið við hliðina á okkur og drekkti bílnum. — Bergþór Jónsson (@beggidotcom) July 13, 2021 „Meðan við vorum að brasa við bíl sem við höfðum bjargað upp úr vaðinu keyrði annar ferðamaður á fullri ferð út í vaðið við hliðina á okkur og drekkti bílnum,“ skrifar Bergþór. Hann segist í samtali við fréttastofu ekki muna mörg svona dæmi en hann myndi aldrei hætta sínum eigin bíl í að leigja út til ferðamanna. Hins vegar sé góðlátleg keppni milli björgunarsveita sem haldi vakt í Landamannalaugum um hve margar bílnúmeraplötur þær finni við læki og ár. Keyri fólk af of miklu afli út í árnar losni númeraplöturnar og verði eftir og nú sé til gott safn hjá björgunarsveitunum sem halda hálendisvakt. Noel ekki einn um að villast af leið Já, margir ferðamenn hafa komist í hann krappan hér á landi. Erfiðir vegir og lítil reynsla af ferðalögum á Íslandi hafa vafalaust flækst fyrir mörgum. Þar má til að mynda rifja upp hrakfarir fjögurra kínverskra stúlkna sem sluppu við skrekkinn árið 2016 þegar þær lentu út í Hraunhafnará á Snæfellsnesi á bílaleigubílnum sínum. Til allrar lukku hélst bíllinn á hjólunum og stelpurnar voru allar í öryggisbelti. Sú sem ók hafði fengið bílpróf fimm mánuðum fyrir ferðalagið og lítið keyrt síðan þá. Þær höfðu farið eftir leiðbeiningum „Google Maps“ sem leiddi stúlkurnar af brúnni og út í á. Þá muna líklega margir eftir Íslandsvininum og hrakfallabálkinum Noel Santillan sem í febrúar 2016 villtist fyrst alla leið til Siglufjarðar en áfangastaðurinn var Hótel Frón í Reykjavík. Þá villtist hann aftur, með aðstoð GPS-tækis, í skrifstofuhúsnæði Bláa lónsins í Grindavík en hann ætlaði auðvitað að baða sig í Bláa lóninu. „Verði hinum almenna borgara að góðu“ Þá villtist bandarískt par sama vor heim til hjónanna Þórs Þorsteinssonar og Guðrúnar Bjarkar á Skálpastaði II í Borgarfirði en parið hafði ætlað að fara upp í Þórsmörk til að upplifa þá náttúruperlu. Misskilninginn má rekja til þess að tún á landi Skálpastaða ber nafnið Þórsmörk og vegna framtakssemi eldri borgara í Borgarfirði hefur túnið Þórsmörk verið skráð samviskusamlega í kerfi sem GPS tæki fara eftir. Margir velta líklega fyrir sér hvort hrakfallabálkar á við Noel, kínversku stelpurnar og bandaríska parið muni leigja bíla þeirra, ákveði landsmenn að setja þá á leigu. „Fékk einu sinni símtal. Fólk hafði drepið á bíl í á. Í stað þess að hringja strax á aðstoð reyndu þau að starta bílnum. Aftur og aftur. Altjón upp á einhverjar 5-6 milljónir sem þau þurftu að greiða. Verði hinum almenna borgara að góðu með að reyna að rukka svona tjón,“ skrifar Hildur Helgadóttir á Twitter og er líklega ekki ein um að velta þessu fyrir sér.
Bílaleigur Ferðamennska á Íslandi Ævintýri Noel Santillan á Íslandi Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið