„Hætti að segja brandara við barinn og fór að segja þá upp á sviði“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. júlí 2021 09:08 Hjálmar Örn ræddi grínið, samfélagsmiðla og margt fleira í hlaðvarpinu 24/7 með Begga Ólafs. skjáskot Skemmtikrafturinn Hjálmar Örn segir að sjálfstraust hans hafi aukist verulega eftir að hann fór að nota samfélagsmiðla í þeim tilgangi að skemmta fólki. Hjálmar hefur notið mikillar velgengni í skemmtanaheiminum undanfarin ár en ferill hans hófst á Gullöldinni í Grafarvogi. „Einhversstaðar verður maður að byrja. Ég byrjaði á Gullöldinni á Grafarvogi. Dabbi Rú sagði mér, hættu að segja brandara við barinn og farðu að segja þá upp á sviði. Ég byrjaði bara með pubquiz fyrir fimm eða sex manns og eitt leiddi af öðru.“ Líf hans hafi hins vegar breyst þegar hann byrjaði á samfélagsmiðlinum Snapchat. „Að byrja snappa gerði það að verkum að ég er að vinna við það sem ég er að vinna í dag. Ég fékk sjálfstraust í gegnum samfélagsmiðla, Snapchat og gat gert hluti án þess að biðja alla um að koma. Þetta er svo gott verkfæri ef þú kannt að nýta þér það.“ „Fullt af fólki í hörkuformi sem er ekki kátt og gefandi“ Hjálmar var gestur í hlaðvarpinu 24/7. Þar fór hann um víðan völl og talaði meðal annars um hamingju og þá mýtu að fólk þurfi að vera í hörkuformi til að ganga vel. „Ég held að allt þetta heilsudæmi, við eigum að vera svona og við eigum að vera hinsegin og það er óhollt að vera feitur, ég er bara ekki sammála þessu. Ég er að sjá fullt af fólki í hörkuformi en það er ekki kátt og gefandi,“ segir Hjálmar. Umræðan stuði hann. „Öll þessi mýta um að þú eigir að vera í einhverju formi, það getur vel verið að ég sé að segja þetta því ég er með bumbu en það er eitthvað í mér sem stuðar mig þegar allir eru að reyna setja okkur í þetta form. Það er óhollt að vera allt of þungur en það er ekki þar með sagt að þú þurfir að vera í rosalegu formi,“ segir Hjálmar Örn. 24/7 er á Youtube, Spotify og helstu hlaðvarpsveitum. Í þættinum ræðir Hjálmar um húmor, að blómstra seinna í lífinu, góð áhrif samskiptamiðla, jákvætt sjálfstal, að fylgja sinni sannfæringu, að byrja einhverstaðar, dugnað, pressuna sem samfélagið lætur á heilbrigði út frá útliti, hvað margir eru að sinna mikilvægu hlutverki í lífinu og margt fleira. Samfélagsmiðlar 24/7 með Begga Ólafs Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Enginn nakinn á Óskarnum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Bolludagur, sprengidagur, öskudagur og maskadagur Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Sjá meira
„Einhversstaðar verður maður að byrja. Ég byrjaði á Gullöldinni á Grafarvogi. Dabbi Rú sagði mér, hættu að segja brandara við barinn og farðu að segja þá upp á sviði. Ég byrjaði bara með pubquiz fyrir fimm eða sex manns og eitt leiddi af öðru.“ Líf hans hafi hins vegar breyst þegar hann byrjaði á samfélagsmiðlinum Snapchat. „Að byrja snappa gerði það að verkum að ég er að vinna við það sem ég er að vinna í dag. Ég fékk sjálfstraust í gegnum samfélagsmiðla, Snapchat og gat gert hluti án þess að biðja alla um að koma. Þetta er svo gott verkfæri ef þú kannt að nýta þér það.“ „Fullt af fólki í hörkuformi sem er ekki kátt og gefandi“ Hjálmar var gestur í hlaðvarpinu 24/7. Þar fór hann um víðan völl og talaði meðal annars um hamingju og þá mýtu að fólk þurfi að vera í hörkuformi til að ganga vel. „Ég held að allt þetta heilsudæmi, við eigum að vera svona og við eigum að vera hinsegin og það er óhollt að vera feitur, ég er bara ekki sammála þessu. Ég er að sjá fullt af fólki í hörkuformi en það er ekki kátt og gefandi,“ segir Hjálmar. Umræðan stuði hann. „Öll þessi mýta um að þú eigir að vera í einhverju formi, það getur vel verið að ég sé að segja þetta því ég er með bumbu en það er eitthvað í mér sem stuðar mig þegar allir eru að reyna setja okkur í þetta form. Það er óhollt að vera allt of þungur en það er ekki þar með sagt að þú þurfir að vera í rosalegu formi,“ segir Hjálmar Örn. 24/7 er á Youtube, Spotify og helstu hlaðvarpsveitum. Í þættinum ræðir Hjálmar um húmor, að blómstra seinna í lífinu, góð áhrif samskiptamiðla, jákvætt sjálfstal, að fylgja sinni sannfæringu, að byrja einhverstaðar, dugnað, pressuna sem samfélagið lætur á heilbrigði út frá útliti, hvað margir eru að sinna mikilvægu hlutverki í lífinu og margt fleira.
Samfélagsmiðlar 24/7 með Begga Ólafs Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Enginn nakinn á Óskarnum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Bolludagur, sprengidagur, öskudagur og maskadagur Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Sjá meira