Götubitahátíð Íslands haldin við mikla viðhöfn um helgina Árni Sæberg skrifar 14. júlí 2021 08:00 Hátíðin var haldin á Miðbakkanum árið 2019. Róbert Aron Götubitahátíð Íslands 2021 og stærsta götubitakeppni í heimi European Street Food Awards verða haldnar í Hljómskálagarðinum í Reykjavík dagana 17.-18. júlí næstkomandi. Á hátíðinni verður að finna alla helstu matarvagna og götubitasöluaðila á Íslandi. Samhliða hátíðinni verður haldin keppnin Besti Götubiti Íslands 2021 í samstarfi við European Street Food Awards en það er jafnframt stærsta götubitakeppni í heiminum í dag. Keppnin er haldin víðsvegar um Evrópu og mun Ísland vera með fulltrúa í lokakeppninni. Vegna ástandsins í heiminum hefur hvorki staðsetning né dagsetning lokakeppninnar verið ákveðin. Árið 2019 fór grænkeraveitingastaðurinn Jömm fyrir hönd Íslands á lokakeppnina sem þá var haldin í Malmö. Mikil spenna fyrir hátíðinni Róbert Aron Magnússon forsvarsmaður hátíðarinnar segir hana aðallega vera hugsaða upp á stemninguna en að söluaðilar leggi þó mikinn metnað í keppnina sjálfa. Róbert segir einnig að spáin fyrir helgina lofi góðu, miðað við Reykjavík allavega, og að allir sem að hátíðinni koma séu gríðarlega spenntir fyrir henni. Keppt verður í nokkrum skemmtilegum flokkum – Besti grænmetisrétturinn, Besti smábitinn, Götubiti Fólksins, Besta framsetningin og síðast en ekki síst Besti Götubitinn 2021. Einvalalið dómara velur sigurvegara Dómnefndina í ár skipa Ólafur Örn Ólafsson, veitingamaður og matgæðingur, Binni Löve áhrifavaldur, Shruthi Basappa, matarskríbent hjá Reykjavík Grapevine, og Helgi Svavar Helgason, trymbill og matgæðingur. Niðurstaða í keppninni Götubiti fólksins veltur á fólkinu sem sækir hátíðina en kosið er um sigurvegara í rafrænni kosningu. Sigurvegarar keppninnar í fyrra voru Silli kokkur í flokkunum Besti götubitinn 2020 og Götubiti fólksins og Just Wingin' it í flokkinum Besti smábitinn. Á hátíðinni verða yfir 20 söluaðilar, uppblásinn írskur pöbb, bjórbíllinn, plötsnúðar, Dj Karítas, Krónuhjólið, Símbíllinn, leiktæki fyrir börn, sex hoppukastalar, vatnaboltar og Nerfvöllur. Reykjavík Matur Veitingastaðir Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Fleiri fréttir Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Á hátíðinni verður að finna alla helstu matarvagna og götubitasöluaðila á Íslandi. Samhliða hátíðinni verður haldin keppnin Besti Götubiti Íslands 2021 í samstarfi við European Street Food Awards en það er jafnframt stærsta götubitakeppni í heiminum í dag. Keppnin er haldin víðsvegar um Evrópu og mun Ísland vera með fulltrúa í lokakeppninni. Vegna ástandsins í heiminum hefur hvorki staðsetning né dagsetning lokakeppninnar verið ákveðin. Árið 2019 fór grænkeraveitingastaðurinn Jömm fyrir hönd Íslands á lokakeppnina sem þá var haldin í Malmö. Mikil spenna fyrir hátíðinni Róbert Aron Magnússon forsvarsmaður hátíðarinnar segir hana aðallega vera hugsaða upp á stemninguna en að söluaðilar leggi þó mikinn metnað í keppnina sjálfa. Róbert segir einnig að spáin fyrir helgina lofi góðu, miðað við Reykjavík allavega, og að allir sem að hátíðinni koma séu gríðarlega spenntir fyrir henni. Keppt verður í nokkrum skemmtilegum flokkum – Besti grænmetisrétturinn, Besti smábitinn, Götubiti Fólksins, Besta framsetningin og síðast en ekki síst Besti Götubitinn 2021. Einvalalið dómara velur sigurvegara Dómnefndina í ár skipa Ólafur Örn Ólafsson, veitingamaður og matgæðingur, Binni Löve áhrifavaldur, Shruthi Basappa, matarskríbent hjá Reykjavík Grapevine, og Helgi Svavar Helgason, trymbill og matgæðingur. Niðurstaða í keppninni Götubiti fólksins veltur á fólkinu sem sækir hátíðina en kosið er um sigurvegara í rafrænni kosningu. Sigurvegarar keppninnar í fyrra voru Silli kokkur í flokkunum Besti götubitinn 2020 og Götubiti fólksins og Just Wingin' it í flokkinum Besti smábitinn. Á hátíðinni verða yfir 20 söluaðilar, uppblásinn írskur pöbb, bjórbíllinn, plötsnúðar, Dj Karítas, Krónuhjólið, Símbíllinn, leiktæki fyrir börn, sex hoppukastalar, vatnaboltar og Nerfvöllur.
Reykjavík Matur Veitingastaðir Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Fleiri fréttir Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira