Arnar Gunnlaugsson: Fórum of mikið að spila þeirra leik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. júlí 2021 21:55 Arnar Gunnlaugsson hefði viljað taka öll stigin í kvöld. Vísir/Bára Víkingur Reykjavík gerði 0-0 jafntefli við HK í Kórnum í Pepsi-Max deild karla í kvöld. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var ósáttur í leikslok með að ná ekki að vinna en vildi þó virða stigið. „Ég veit það ekki, mér fannst við vera þokkalega góðir í fyrri hálfleik. Við fundum margar opnanir og fannst eins og við hefðum fengið góð færi en HK-ingar lokuðu vel á okkur í seinni hálfleik og voru augljóslega sáttir við stigið. Þeir voru samt alltaf hættulegir í skyndisóknum en þessi leikur fer ekkert í sögubækurnar. HK-menn voru baráttuglaðir og svo sannarlega að berjast fyrir lífi sínu og sýndu það vel í dag.“ sagði Arnar þegar hann var spurður hvort honum hafi fundist sitt lið eiga meira skilið en eitt stig úr leiknum. Arnar sagði í viðtali fyrir leik að hann vildi sækja á HK-inga með öðruvísi hraða á köntunum og byrjaði með marga miðjumenn í liðinu í dag. „Mér fannst fyrri hálfleikur fínn. Við vorum að finna mikið svæði í svokölluðum ‘pocket’ á milli hafsents og bakvarðar. Hinir þjálfarar eru klókir og sjá það og fylla upp í þau göt. Mér fannst í seinni hálfleik við ekki gera nægilega mikið til þess að verðskulda sigur, við fórum of mikið að spila þeirra leik í stað þess að einbeita okkur að okkar leik.“ sagði Arnar. Nikolaj Hansen var í mikill gæslu þeirra Martins Rauchenberg og Guðmundar Þórs Júlíussonar og náði ekki að nýtast Víkingsliðinu eins vel í dag og hann hefur gert. Víkingum gekk illa að breyta góðum sóknum í góð færi. „Við vorum með mikið af miðjumönnum inná í dag og mér fannst það hjálpa okkur mikið í fyrri hálfleik. Mér fannst HK vera í stökustu vandræðum í fyrri hálfleik. Svo í seinni vildi ég breyta aðeins til og fá ‘pjúra’ kantmenn í Adam og Loga en mér fannst þeir ekki fá boltann nægilega oft til þess að skapa usla. Leikurinn fjaraði út og jú ég tek alveg stigið, þetta er ágætis stig því þetta er erfiður heimavöllur. Grasið virkar fagur grænt en það er ‘bouncy’ og það pirrar leikmenn stundum. Eitt stig er fínt.“ sagði Arnar. Víkingar hafa verið í toppbaráttu allt tímabilið og gert vel að sækja stig af sterkum liðum en í síðustu þremur leikjum í deildinni hafa þeir einungis náð í fjögur stig gegn ÍA, HK og Leikni sem öll hafa verið í fallbaráttu. „Ef þú ætlar þér titilinn þá þarftu að vinna þessa leiki. Uppskera okkar á móti þessum fallbaráttuliðum hefur alls ekki verið nægilega góð og við vonum að það muni ekki bíta í rassgatið á okkur þegar stigin eru talin upp úr pokanum í lok tímabilsins.“ sagði Arnar að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: HK - Víkingur 0-0 | Markalaust í Kórnum HK og Víkingur gerðu markalaust jafntefli í Kórnum í kvöld. Liðin í baráttu á sitthvorum enda töflunnar og bæði þurftu þau á þrem stigum að halda. 13. júlí 2021 21:21 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Sport Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Fótbolti „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Handbolti „Gerðum gott úr þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjá meira
„Ég veit það ekki, mér fannst við vera þokkalega góðir í fyrri hálfleik. Við fundum margar opnanir og fannst eins og við hefðum fengið góð færi en HK-ingar lokuðu vel á okkur í seinni hálfleik og voru augljóslega sáttir við stigið. Þeir voru samt alltaf hættulegir í skyndisóknum en þessi leikur fer ekkert í sögubækurnar. HK-menn voru baráttuglaðir og svo sannarlega að berjast fyrir lífi sínu og sýndu það vel í dag.“ sagði Arnar þegar hann var spurður hvort honum hafi fundist sitt lið eiga meira skilið en eitt stig úr leiknum. Arnar sagði í viðtali fyrir leik að hann vildi sækja á HK-inga með öðruvísi hraða á köntunum og byrjaði með marga miðjumenn í liðinu í dag. „Mér fannst fyrri hálfleikur fínn. Við vorum að finna mikið svæði í svokölluðum ‘pocket’ á milli hafsents og bakvarðar. Hinir þjálfarar eru klókir og sjá það og fylla upp í þau göt. Mér fannst í seinni hálfleik við ekki gera nægilega mikið til þess að verðskulda sigur, við fórum of mikið að spila þeirra leik í stað þess að einbeita okkur að okkar leik.“ sagði Arnar. Nikolaj Hansen var í mikill gæslu þeirra Martins Rauchenberg og Guðmundar Þórs Júlíussonar og náði ekki að nýtast Víkingsliðinu eins vel í dag og hann hefur gert. Víkingum gekk illa að breyta góðum sóknum í góð færi. „Við vorum með mikið af miðjumönnum inná í dag og mér fannst það hjálpa okkur mikið í fyrri hálfleik. Mér fannst HK vera í stökustu vandræðum í fyrri hálfleik. Svo í seinni vildi ég breyta aðeins til og fá ‘pjúra’ kantmenn í Adam og Loga en mér fannst þeir ekki fá boltann nægilega oft til þess að skapa usla. Leikurinn fjaraði út og jú ég tek alveg stigið, þetta er ágætis stig því þetta er erfiður heimavöllur. Grasið virkar fagur grænt en það er ‘bouncy’ og það pirrar leikmenn stundum. Eitt stig er fínt.“ sagði Arnar. Víkingar hafa verið í toppbaráttu allt tímabilið og gert vel að sækja stig af sterkum liðum en í síðustu þremur leikjum í deildinni hafa þeir einungis náð í fjögur stig gegn ÍA, HK og Leikni sem öll hafa verið í fallbaráttu. „Ef þú ætlar þér titilinn þá þarftu að vinna þessa leiki. Uppskera okkar á móti þessum fallbaráttuliðum hefur alls ekki verið nægilega góð og við vonum að það muni ekki bíta í rassgatið á okkur þegar stigin eru talin upp úr pokanum í lok tímabilsins.“ sagði Arnar að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: HK - Víkingur 0-0 | Markalaust í Kórnum HK og Víkingur gerðu markalaust jafntefli í Kórnum í kvöld. Liðin í baráttu á sitthvorum enda töflunnar og bæði þurftu þau á þrem stigum að halda. 13. júlí 2021 21:21 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Sport Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Fótbolti „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Handbolti „Gerðum gott úr þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjá meira
Leik lokið: HK - Víkingur 0-0 | Markalaust í Kórnum HK og Víkingur gerðu markalaust jafntefli í Kórnum í kvöld. Liðin í baráttu á sitthvorum enda töflunnar og bæði þurftu þau á þrem stigum að halda. 13. júlí 2021 21:21