Segir að DeChambeau sé martraðarviðskiptavinur og líkir honum við frekt barn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. júlí 2021 08:01 Fátt gekk upp hjá Bryson DeChambeau á fyrsta degi Opna breska meistaramótsins. getty/Keyur Khamar Starfsmenn golfkylfuframleiðandans Cobra segja að Bryson DeChambeau sé martraðarviðskiptavinur og líkja honum við frekt barn eftir að hann sagði að sérhannaður dræver hans frá fyrirtækinu væri ömurlegur. DeChambeau náði sér ekki á strik á fyrsta hring Opna breska meistaramótsins í golfi og gekk sérstaklega illa að hitta flatirnar. Bandaríkjamaðurinn ákvað að kenna drævernum sínum, sem Cobra sérhannaði fyrir hann, um og sagði að hann væri ömurlegur. Ummæli DeChambeaus fóru illa í æðstu presta hjá Cobra sem svöruðu fyrir sig og spöruðu ekki stóru orðin. „Það er mjög sárt þegar hann segir eitthvað svona heimskulegt. Hann hefur í raun aldrei verið ánægður. Það er mjög sjaldgæft að hann sé ánægður. Allir gera allt fyrir hann,“ sagði Ben Schomin, starfsmaður Cobra. „Þetta er eins og þegar átta ára gamall krakki fer í fýlu við þig. Hann segist kannski hata þig en dregur það svo til baka þegar þú spyrð hann af hverju hann hafi sagt það og segist hann ekki hafa meint það.“ Það var svo nákvæmlega það sem gerðist en DeChambeau baðst afsökunar á ummælum sínum. Hann sagðist hafa hlaupið á sig og að hann hefði verið ömurlegur í gær, ekki kylfan. View this post on Instagram A post shared by Bryson DeChambeau (@brysondechambeau) DeChambeau lék fyrsta hringinn á Opna breska á einu höggi yfir pari og er í 73. sæti mótsins. Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuzien er með forystu en hann lék fyrsta hringinn á sex höggum undir pari. Fylgjast má með Opna breska í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Opna breska Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
DeChambeau náði sér ekki á strik á fyrsta hring Opna breska meistaramótsins í golfi og gekk sérstaklega illa að hitta flatirnar. Bandaríkjamaðurinn ákvað að kenna drævernum sínum, sem Cobra sérhannaði fyrir hann, um og sagði að hann væri ömurlegur. Ummæli DeChambeaus fóru illa í æðstu presta hjá Cobra sem svöruðu fyrir sig og spöruðu ekki stóru orðin. „Það er mjög sárt þegar hann segir eitthvað svona heimskulegt. Hann hefur í raun aldrei verið ánægður. Það er mjög sjaldgæft að hann sé ánægður. Allir gera allt fyrir hann,“ sagði Ben Schomin, starfsmaður Cobra. „Þetta er eins og þegar átta ára gamall krakki fer í fýlu við þig. Hann segist kannski hata þig en dregur það svo til baka þegar þú spyrð hann af hverju hann hafi sagt það og segist hann ekki hafa meint það.“ Það var svo nákvæmlega það sem gerðist en DeChambeau baðst afsökunar á ummælum sínum. Hann sagðist hafa hlaupið á sig og að hann hefði verið ömurlegur í gær, ekki kylfan. View this post on Instagram A post shared by Bryson DeChambeau (@brysondechambeau) DeChambeau lék fyrsta hringinn á Opna breska á einu höggi yfir pari og er í 73. sæti mótsins. Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuzien er með forystu en hann lék fyrsta hringinn á sex höggum undir pari. Fylgjast má með Opna breska í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Opna breska Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira