Biles negldi hættulegt stökk á æfingu sem þjálfarinn vill síður sjá í Tókýó Valur Páll Eiríksson skrifar 24. júlí 2021 07:01 Biles á Ólympíutitil að verja. Laurence Griffiths/Getty Images Fimleikastjarnan Simone Biles sást framkvæma sögulegt stökk á æfingu bandaríska fimleikalandsliðsins í Japan í gær. Liðið æfir fyrir Ólympíuleikana sem settir voru í gær en þjálfari Biles er ekki spenntur fyrir að hún framkvæmi stökkið á leikunum. Upptaka náðist af Biles að framkvæma stökkið sem á ensku kallast Yurchenko double pike vault. Þar lendir fimleikamaðurinn þreföldu heljarstökki frá brettinu, aftur á bak, og í vinklaðri stöðu. Biles náði því í annarri tilraun á æfingunni í gær, eftir að hafa mistekist í þeirri fyrstu. Biles framkvæmdi stökkið á US Classic mótinu í maí, og er eina konan sem hefur gert slíkt. Þá fékk hún einkunnina 16.100 fyrir stökkið sem er næst hæsta einkunn sögunnar. Vilji Biles að stökkið sé nefnt eftir sér þarf hún að framkvæma það á Ólympíuleikunum. Stökkið yrði þá fimmta hreyfingin sem nefnd er í höfuð á Biles. Upprunalega Yurchenko-stökkið er nefnt eftir hinni rússnesku Nataliu Yurchenko sem framkvæmdi það á ÓL 1980 en Biles hefur bætt heljarstökki við þá hreyfingu, sem gerir stökkið einkar frambærilegt, en einnig hættulegt. Þarf að grátbiðja þjálfarann Biles æfði stökkið fyrir bandaríska meistaramótið en sagði þá að hún stífnaði upp í ökklunum við það. Nokkrum vikum síðar sagði Laurent Landi, þjálfari bandaríska fimleikaliðsins, að hann vildi ekki að hún hætti á að meiða sig frekar í ökklunum með því að framkvæma stökkið. Það ber við sama tón nú, þar sem Landis segir stökkið ekki vera áhættunnar virði. NBC hefur eftir Landis: „Ef hún virkilega vill gera það, þarf hún að grátbiðja mig,“ „Fólk virðist gleyma því að þetta er mjög, mjög hættulegt stökk. Að framkvæma það einungis fyrir dýrðarljóma og stig, er hreinlega ekki nóg,“ sagði Landis enn fremur. Landis hefur í það minnsta útilokað að Biles framkvæmi stökkið í undanúrslitum á leikunum þar sem það gæti haft áhrif þegar í úrslitin er komið. Biles neitaði fjölmiðlum um viðtöl eftir æfingu gærdagsins en áhugavert verður að sjá hvað verður á komandi leikum. Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Sjá meira
Upptaka náðist af Biles að framkvæma stökkið sem á ensku kallast Yurchenko double pike vault. Þar lendir fimleikamaðurinn þreföldu heljarstökki frá brettinu, aftur á bak, og í vinklaðri stöðu. Biles náði því í annarri tilraun á æfingunni í gær, eftir að hafa mistekist í þeirri fyrstu. Biles framkvæmdi stökkið á US Classic mótinu í maí, og er eina konan sem hefur gert slíkt. Þá fékk hún einkunnina 16.100 fyrir stökkið sem er næst hæsta einkunn sögunnar. Vilji Biles að stökkið sé nefnt eftir sér þarf hún að framkvæma það á Ólympíuleikunum. Stökkið yrði þá fimmta hreyfingin sem nefnd er í höfuð á Biles. Upprunalega Yurchenko-stökkið er nefnt eftir hinni rússnesku Nataliu Yurchenko sem framkvæmdi það á ÓL 1980 en Biles hefur bætt heljarstökki við þá hreyfingu, sem gerir stökkið einkar frambærilegt, en einnig hættulegt. Þarf að grátbiðja þjálfarann Biles æfði stökkið fyrir bandaríska meistaramótið en sagði þá að hún stífnaði upp í ökklunum við það. Nokkrum vikum síðar sagði Laurent Landi, þjálfari bandaríska fimleikaliðsins, að hann vildi ekki að hún hætti á að meiða sig frekar í ökklunum með því að framkvæma stökkið. Það ber við sama tón nú, þar sem Landis segir stökkið ekki vera áhættunnar virði. NBC hefur eftir Landis: „Ef hún virkilega vill gera það, þarf hún að grátbiðja mig,“ „Fólk virðist gleyma því að þetta er mjög, mjög hættulegt stökk. Að framkvæma það einungis fyrir dýrðarljóma og stig, er hreinlega ekki nóg,“ sagði Landis enn fremur. Landis hefur í það minnsta útilokað að Biles framkvæmi stökkið í undanúrslitum á leikunum þar sem það gæti haft áhrif þegar í úrslitin er komið. Biles neitaði fjölmiðlum um viðtöl eftir æfingu gærdagsins en áhugavert verður að sjá hvað verður á komandi leikum.
Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Sjá meira