Sport

Snæfríður eftir fyrsta sundið á ÓL: Bætingin er góð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Snæfríður Sól Jórunnardóttir þreytti frumraun sína á Ólympíuleikunum í dag.
Snæfríður Sól Jórunnardóttir þreytti frumraun sína á Ólympíuleikunum í dag. sundsamband íslands

Snæfríður Sól Jórunnardóttir var nokkuð sátt eftir sitt fyrsta sund á Ólympíuleikum.

Snæfríður keppti í undanrásum í 200 metra skriðsundi í morgun. Hún synti á 2:00,20 og bætti eigið Íslandsmet um 30/100 en það dugði henni ekki til að komast áfram. 

„Þetta var svolítið skrítið en tókst alveg vel. Ég var kannski aðeins of „safe“ til að byrja með útaf því að ég var kannski svolítið hrædd. En þetta var alveg mjög fínt, bætingin er góð,“ sagði Snæfríður við RÚV eftir sundið í morgun.

Hún sagðist hafa náð sér ágætlega á strik síðustu fimmtíu metrana. „Ég reyndi að loka sundinu vel og að síðustu fimmtíu væru góðir og það tókst.“

Snæfríður verður aftur á ferðinni á miðvikudaginn þegar hún keppir í undanrásum í 100 metra skriðsundi. Hún segist mæta afslappaðri til leiks þá.

„Tvö hundruð metrarnir eru mitt aðalsund þannig að ég verð að reyna að hafa gaman að því að synda hundrað metrana líka og njóta þess,“ sagði Snæfríður sem endaði í 22. sæti í undankeppninni af 29 keppendum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×