Rússar nýttu sér fjarveru Biles og unnu fyrsta gullið í 29 ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júlí 2021 13:12 Rússnesku stelpurnar fagna gullinu. getty/Jamie Squire Rússar unnu til gullverðlauna í liðakeppni kvenna í fimleikum á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag. Simone Biles, skærasta fimleikastjarna heims, dró sig úr keppni eftir fyrstu greinina vegna álags. Rússar nýttu sér fjarveru Biles til hins ítrasta og unnu nokkuð öruggan sigur. Rússland fékk 169.528 í einkunn en Bandaríkin 166.096. Rússar urðu efstir á öllum áhöldum nema á jafnvægisslá. It s a #gold medal for #ROC in the women s #artisticgymnastics team final!#StrongerTogether | #Tokyo2020 | @gymnastics pic.twitter.com/kpYhFbCvjy— Olympics (@Olympics) July 27, 2021 Bretar enduðu í 3. sæti með 164.096 í einkunn en þetta er í fyrsta sinn síðan á Ólympíuleikunum í Amsterdam 1928 sem þeir komast á verðlaunapall í liðakeppni kvenna. Breska liðið var í sjöunda og næstneðsta sæti eftir fyrri tveimur greinunum en náði sér vel á strik í seinni tveimur greinunum og náði í brons. Rússar unnu síðast gull í liðakeppni kvenna í fimleikum á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. Bandaríkjakonur unnu 2012 og 2016 en mistókst að vinna gullið þriðju Ólympíuleikana í röð. Sigurlið Rússlands skipuðu þær Lilia Akhaimova, Angelina Melnikova, Vladislava Urazova og Viktoria Listunova. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Fimleikar Rússland Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira
Simone Biles, skærasta fimleikastjarna heims, dró sig úr keppni eftir fyrstu greinina vegna álags. Rússar nýttu sér fjarveru Biles til hins ítrasta og unnu nokkuð öruggan sigur. Rússland fékk 169.528 í einkunn en Bandaríkin 166.096. Rússar urðu efstir á öllum áhöldum nema á jafnvægisslá. It s a #gold medal for #ROC in the women s #artisticgymnastics team final!#StrongerTogether | #Tokyo2020 | @gymnastics pic.twitter.com/kpYhFbCvjy— Olympics (@Olympics) July 27, 2021 Bretar enduðu í 3. sæti með 164.096 í einkunn en þetta er í fyrsta sinn síðan á Ólympíuleikunum í Amsterdam 1928 sem þeir komast á verðlaunapall í liðakeppni kvenna. Breska liðið var í sjöunda og næstneðsta sæti eftir fyrri tveimur greinunum en náði sér vel á strik í seinni tveimur greinunum og náði í brons. Rússar unnu síðast gull í liðakeppni kvenna í fimleikum á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. Bandaríkjakonur unnu 2012 og 2016 en mistókst að vinna gullið þriðju Ólympíuleikana í röð. Sigurlið Rússlands skipuðu þær Lilia Akhaimova, Angelina Melnikova, Vladislava Urazova og Viktoria Listunova.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Fimleikar Rússland Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira