Auddi nýtti tækifærið í dag þegar umræður um skilaboð Nökkva sköpuðust á Twitter til að hnýta aðeins í kollega sinn og saka hann um að hafa með störfum sínum í Áttunni hermt eftir hinum sívinsælu þáttum 70 mínútum.
Nökkvi sat fyrir svörum fylgjenda sinna á miðlinum Instagram í gær þar sem hann var spurður hvort hann væri bólusettur. Kvað hann nei við.
Spurður af hverju svo sé segir Nökkvi:
„Ég las mig vel til um þetta og kynnti mér málið. Niðurstaða mín í þetta skiptið var að kýla ekki á bólusetningu. Ég veit alls ekki öll svörin en ég taldi þessa ákvörðun besta að þessu sinni. Ég vinn að heilsu minni 24/7 og tel það mína samfélagslegu ábyrgð.“

Sem fyrr segir sköpuðust umræður um þessa skýringu á Twitter þar sem fólk undrar sig á Nökkva. Auddi leggur þar orð í belg:
„Benda honum á að allir úr 70min eru bólusettir. Hefur hermt eftir okkur áður 😊“
Benda honum á að allir úr 70min eru bólusettir. Hefur hermt eftir okkur áður 😊
— Auðunn Blöndal (@Auddib) July 27, 2021
Tístið vekur mikla lukku og hafa hátt í þúsund manns lækað það þegar þetta er skrifað.
Auddi vísar þarna líklega til þáttanna Áttunnar, sem Nökkvi Fjalar stóð meðal annars fyrir. Óhætt er að segja að margt í þeim hafi svipað mjög til 70 mínútna, sem var á sínum tíma í umsjón Audda, Sverris Þórs Sverrissonar, eða Sveppa, og þeirra félaga Sigmars Vilhjálmssonar og Jóhannesar Ásbjörnssonar, Simma og Jóa.