Auddi skýtur á Nökkva Fjalar fyrir að vilja ekki bólusetningu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. júlí 2021 16:50 Auddi nýtti tækifærið til að skjóta létt á Nökkva. vísir/vilhelm/skjáskot/instagram Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal virðist ekki sáttur með skilaboð athafnamannsins Nökkva Fjalars Orrasonar til fylgjenda sinna þar sem hann segist hafa talið það best fyrir sína heilsu að sleppa því að fara í bólusetningu. Auddi nýtti tækifærið í dag þegar umræður um skilaboð Nökkva sköpuðust á Twitter til að hnýta aðeins í kollega sinn og saka hann um að hafa með störfum sínum í Áttunni hermt eftir hinum sívinsælu þáttum 70 mínútum. Nökkvi sat fyrir svörum fylgjenda sinna á miðlinum Instagram í gær þar sem hann var spurður hvort hann væri bólusettur. Kvað hann nei við. Spurður af hverju svo sé segir Nökkvi: „Ég las mig vel til um þetta og kynnti mér málið. Niðurstaða mín í þetta skiptið var að kýla ekki á bólusetningu. Ég veit alls ekki öll svörin en ég taldi þessa ákvörðun besta að þessu sinni. Ég vinn að heilsu minni 24/7 og tel það mína samfélagslegu ábyrgð.“ Skjáskot af svörum Nökkva við spurningum fylgjenda sinna á Instagram.instagram Sem fyrr segir sköpuðust umræður um þessa skýringu á Twitter þar sem fólk undrar sig á Nökkva. Auddi leggur þar orð í belg: „Benda honum á að allir úr 70min eru bólusettir. Hefur hermt eftir okkur áður 😊“ Benda honum á að allir úr 70min eru bólusettir. Hefur hermt eftir okkur áður 😊— Auðunn Blöndal (@Auddib) July 27, 2021 Tístið vekur mikla lukku og hafa hátt í þúsund manns lækað það þegar þetta er skrifað. Auddi vísar þarna líklega til þáttanna Áttunnar, sem Nökkvi Fjalar stóð meðal annars fyrir. Óhætt er að segja að margt í þeim hafi svipað mjög til 70 mínútna, sem var á sínum tíma í umsjón Audda, Sverris Þórs Sverrissonar, eða Sveppa, og þeirra félaga Sigmars Vilhjálmssonar og Jóhannesar Ásbjörnssonar, Simma og Jóa. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Nökkvi Fjalar borðaði þrjú grömm af ofskynjunarsveppum eftir sjö daga föstu Athafnarmaðurinn Nökkvi Fjalar Orrason fastaði í viku á dögunum og endaði síðan föstuna á því að borða þrjú grömm af ofskynjunarsveppum. 16. apríl 2021 14:32 Mest lesið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið VÆB bræður syngja einir á íslensku: Stílistinn sagði þeim að vera með sólgleraugu Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Sjá meira
Auddi nýtti tækifærið í dag þegar umræður um skilaboð Nökkva sköpuðust á Twitter til að hnýta aðeins í kollega sinn og saka hann um að hafa með störfum sínum í Áttunni hermt eftir hinum sívinsælu þáttum 70 mínútum. Nökkvi sat fyrir svörum fylgjenda sinna á miðlinum Instagram í gær þar sem hann var spurður hvort hann væri bólusettur. Kvað hann nei við. Spurður af hverju svo sé segir Nökkvi: „Ég las mig vel til um þetta og kynnti mér málið. Niðurstaða mín í þetta skiptið var að kýla ekki á bólusetningu. Ég veit alls ekki öll svörin en ég taldi þessa ákvörðun besta að þessu sinni. Ég vinn að heilsu minni 24/7 og tel það mína samfélagslegu ábyrgð.“ Skjáskot af svörum Nökkva við spurningum fylgjenda sinna á Instagram.instagram Sem fyrr segir sköpuðust umræður um þessa skýringu á Twitter þar sem fólk undrar sig á Nökkva. Auddi leggur þar orð í belg: „Benda honum á að allir úr 70min eru bólusettir. Hefur hermt eftir okkur áður 😊“ Benda honum á að allir úr 70min eru bólusettir. Hefur hermt eftir okkur áður 😊— Auðunn Blöndal (@Auddib) July 27, 2021 Tístið vekur mikla lukku og hafa hátt í þúsund manns lækað það þegar þetta er skrifað. Auddi vísar þarna líklega til þáttanna Áttunnar, sem Nökkvi Fjalar stóð meðal annars fyrir. Óhætt er að segja að margt í þeim hafi svipað mjög til 70 mínútna, sem var á sínum tíma í umsjón Audda, Sverris Þórs Sverrissonar, eða Sveppa, og þeirra félaga Sigmars Vilhjálmssonar og Jóhannesar Ásbjörnssonar, Simma og Jóa.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Nökkvi Fjalar borðaði þrjú grömm af ofskynjunarsveppum eftir sjö daga föstu Athafnarmaðurinn Nökkvi Fjalar Orrason fastaði í viku á dögunum og endaði síðan föstuna á því að borða þrjú grömm af ofskynjunarsveppum. 16. apríl 2021 14:32 Mest lesið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið VÆB bræður syngja einir á íslensku: Stílistinn sagði þeim að vera með sólgleraugu Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Sjá meira
Nökkvi Fjalar borðaði þrjú grömm af ofskynjunarsveppum eftir sjö daga föstu Athafnarmaðurinn Nökkvi Fjalar Orrason fastaði í viku á dögunum og endaði síðan föstuna á því að borða þrjú grömm af ofskynjunarsveppum. 16. apríl 2021 14:32