Seldu einstaka plötu „hataðasta manns internetsins“ Samúel Karl Ólason skrifar 27. júlí 2021 22:49 Martin Shkreli á leið á fund þingnefndar árið 2016. AP/Susan Walsh Búið er að selja einstaka plötu Wu-Tang Clan sem var áður í eigu manns sem var á árum áður kallaður „hataðasti maður internetsins. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag að platan hefði verið seld en ekki fylgdi tilkynningunni hver hefði keypt plötuna né hver verðmiðinn hefði verið. Aðeins eitt eintak er til af plötunni Martin Shkreli keypti plötuna „Once Upon a Time in Shaolin” á uppboði árið 2015. Talið er að fyrir hana hafi hann greitt um tvær milljónir dala og var eina skilyrði kaupanna að hann mætti ekki selja hana næstu 88 árin. Platan sjálf er ansi vegleg, 31 lag í einstaklega fallegum kassa í fylgd 174 blaðsíðna bók með textum og öðru góðgæti og komu allir núlifandi meðlimir Wu-Tang Clan að gerð plötunnar. Shkreli vann sér inn gælunafnið „hataðasti maður internetsins“ árið 2015 þegar hann hækkaði verð á nauðsynlegum alnæmislyfjum um rúmlega fimm þúsund prósent. Hann var þá framkvæmdastjóri lyfjafyrirtækisins Turing Pharmaceuticals. Árið 2018 var hann þó dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir fjársvik. Hann hafði svikið fé úr fjárfestum tveggja sjóða sem hann stofnaði. Þá lagði ríkið hald á plötuna einstöku. Sjá einnig: „Hataðasti maður internetsins“ brast í grát og dæmdur í sjö ára fangelsi Robert Fitzgerald Diggs, eða RZA, og Clifford Smith, eða Method Man, úr Wu-Tang Clan á sviðið á Coachella árið 2013.AP/John Shearer Shkreli er enn í fangelsi en samkvæmt frétt Washington Post hafnaði dómari í fyrra beiðni hans um að honum yrði sleppt úr fangelsi svo hann gæti rannsakað meðferð gegn Covid-19. Dómarinn sagði þá beiðni byggja á hugarórum og mikilmennskubrjálæði. Í áðurnefndri tilkynningu segir að hagnaðurinn af sölu plötunnar verði notaður til að greiða sektir Shkreli og að hann hafi nú lokið því. Kaupandinn komst að samkomulagi við saksóknara um að hann nyti nafnleyndar. Tónlist Bandaríkin Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira
Aðeins eitt eintak er til af plötunni Martin Shkreli keypti plötuna „Once Upon a Time in Shaolin” á uppboði árið 2015. Talið er að fyrir hana hafi hann greitt um tvær milljónir dala og var eina skilyrði kaupanna að hann mætti ekki selja hana næstu 88 árin. Platan sjálf er ansi vegleg, 31 lag í einstaklega fallegum kassa í fylgd 174 blaðsíðna bók með textum og öðru góðgæti og komu allir núlifandi meðlimir Wu-Tang Clan að gerð plötunnar. Shkreli vann sér inn gælunafnið „hataðasti maður internetsins“ árið 2015 þegar hann hækkaði verð á nauðsynlegum alnæmislyfjum um rúmlega fimm þúsund prósent. Hann var þá framkvæmdastjóri lyfjafyrirtækisins Turing Pharmaceuticals. Árið 2018 var hann þó dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir fjársvik. Hann hafði svikið fé úr fjárfestum tveggja sjóða sem hann stofnaði. Þá lagði ríkið hald á plötuna einstöku. Sjá einnig: „Hataðasti maður internetsins“ brast í grát og dæmdur í sjö ára fangelsi Robert Fitzgerald Diggs, eða RZA, og Clifford Smith, eða Method Man, úr Wu-Tang Clan á sviðið á Coachella árið 2013.AP/John Shearer Shkreli er enn í fangelsi en samkvæmt frétt Washington Post hafnaði dómari í fyrra beiðni hans um að honum yrði sleppt úr fangelsi svo hann gæti rannsakað meðferð gegn Covid-19. Dómarinn sagði þá beiðni byggja á hugarórum og mikilmennskubrjálæði. Í áðurnefndri tilkynningu segir að hagnaðurinn af sölu plötunnar verði notaður til að greiða sektir Shkreli og að hann hafi nú lokið því. Kaupandinn komst að samkomulagi við saksóknara um að hann nyti nafnleyndar.
Tónlist Bandaríkin Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira