Lífið

„Ekki láta ykkur hverfa eftir jarðarförina“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ína Lóa Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Sorgarmiðstöðvarinnar
Ína Lóa Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Sorgarmiðstöðvarinnar

Ína Lóa Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Sorgarmiðstöðvarinnar hefur kynnst sorginni af eigin raun. Hún missti barn á meðgöngu og svo seinna eiginmann og barnsföður sinn Árna Sigurðsson.

Ína Lóa Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Sorgarmiðstöðvarinnar hefur kynnst sorginni af eigin raun. Hún missti barn á meðgöngu og svo seinna eiginmann og barnsföður sinn Árna Sigurðsson.

Ína er viðmælandi Sigurðar Hólmars Jóhannessonar í nýjasta þætti Spjallsins með Góðvild sem birtist á Vísi í gær. Horfa má á þáttinn hér fyrir neðan.

Í gegnum sína sorg kynntist hún öðrum ekkjum sem fundu að það vantaði stað fyrir fólk til að takast á við sorgina í öllum þeim formum sem sorgin kemur fram í.

Þær stofnuðu Facebook hóp sem sprakk út og í framhaldi af því var stofnað félag sem heitir Ljónshjarta. Síðar tóku formenn helstu sorgarfélagan á Íslandi sig saman um að stofna Sorgarmiðstöðina. Ína var þar á meðal og fékk það hlutverk að koma henni á laggirnar.

Ína fer yfir margskonar tegundir af sorg og mikilvægi þess að í hverjum hópi er fólk sem er að upplifa svipaða sorg og í hverjum hópi eru tveir fagaðilar sem stýra umræðunni.

Í dag eru tíu  tegundir af stuðningshópastörfum í Sorgarmiðstöðinni og margir hópar innan hverrar tegundar.

Sorgarorlof sé nauðsynlegt

Sorgarmiðstöðin er staðsett í Lífsgæðasetrinu í Hafnarfirði sem er gamli Sankti Jósefsspítali. Þar er margvíslega þjónustu að finna eins og Janus heilsuefling, Parkinson og Alzheimersamtökin, markþjálfar, yoga og fleira.

Ína segir sorgarorlof nauðsynlegt því það veiti fólki svigrúm til að takast á við sorgina. Þá geti aðstandur sýnt stuðning í verki á ýmsan hátt.

„Það sem fólk getur gert fyrir þá sem eru að upplifa sorg er að hlusta og bjóðast til þess að taka að sér lítil verkefni fyrir aðstandendur,“ segir Ína.

Mikilvægt sé að vera til staðar.

„Ekki láta ykkur hverfa eftir jarðarförina“, segir Ína.

Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi Sjónvarp en einnig er hægt að hlusta á flestum hlaðvarpsstöðvum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar framkvæmdastjóra Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu.

Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.