Bíó og sjónvarp

Michelle Yeoh spókar sig um á Íslandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Michelle Yeoh.
Michelle Yeoh. Getty/Roy Rochlin

Tökur fyrir Netflix-þættina Witcher: Blood Origin hófust hér á landi í dag. Leikarar og aðrir sem koma að þáttunum, þar á meðal leikkonan Michelle Yeoh, hafa birt fjölda mynda frá Íslandi á samfélagmiðlum sínum.

WBO gerast hundruðum ára á undan bókunum eftir Andrzej Sapkowski, tölvuleikjunum og þáttunum vinsælu sem þegar hafa litið dagsins ljós.

Helstu leikarar þáttanna eru þau Michelle Yeoh, Laurence O‘Fuarain og Sophia Brown.

Sjá einnig: Witcher-leikarar komnir til landsins

Samkvæmt Redanian Intelligence, sem er vefur sem fjallar sérstaklega um sjónvarpsþættina í söguheimi Witcher, er Nauthúsagil meðal þeirra staða þar sem tökur munu fara fram.

Declan de Barra, höfundur þáttanna, sagði frá því á Twitter í gær að tökurnar ættu að hefjast í dag. Hann og leikstjórar þáttanna höfðu komið til Íslands áður og farið víða um.

Bæði Yeoh og de Barra hafa verið virk á Instagram síðustu daga og birt þar myndir frá Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.