Nauðsynlegt að afreksíþróttafólkið og þjálfarar þess geti verið atvinnumenn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. júlí 2021 20:00 Þráinn Hafsteinsson, íþróttafræðingur og þjálfari. Þráinn Hafsteinsson, íþróttafræðingur og þjálfari, segir frammistöðu íslensku keppendanna á Ólympíuleikunum vonbrigði og gera þurfi breytingar á umhverfi íslensks afreksfólks. Mikilvægast sé að það og þjálfarar þess geti haft atvinnu af íþróttinni. „Það voru vonbrigði með þá sem við ætluðum til mest af eins og Guðna [Val Guðnasyni] og Antoni [Sveini McKee]. Þeir voru langt frá því að gera eins og við vonuðumst til og mikil vonbrigði með það. Með hina keppendurna gerðu þeir það sem við bjuggumst við og ekkert upp á þau að klaga þannig séð,“ sagði Þráinn í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson í Sportpakkanum. Hann telur að pressan sem fylgir þátttöku á Ólympíuleikunum hafi haft áhrif á þá Guðna Val og Anton Svein. „Ég hef grun um að báðir hafi ekki þolað pressuna af því að keppa á Ólympíuleikunum. Ég þekki það samt ekki nógu vel en það er ekkert sambærilegt að keppa á Ólympíuleikum og öðrum mótum. Pressan er miklu, miklu meiri. Mér fannst á báðum að það væri fyrst og fremst það sem þeir væru að kikna undan,“ sagði Þráinn. Kerfið ekki enn farið að virka Eftir rýra uppskeru á Ólympíuleikum hefur umræða skapast um það umhverfi sem íslenskt íþróttafólk býr við. Þráin segir umræðuna þarfa en breytingarnar sem hafi verið gerðar á afreksstarfinu eigi kannski enn eftir að bera ávöxt. „Ég er mjög ánægður með að þessi umræða hafi farið af stað en það verður að taka tillit til þess að margt hefur gerst á síðustu fimm árum. Fyrir fimm árum var afrekssjóðurinn sjötíu milljónir, nú er hann tæplega fimm hundruð milljónir. Á þessum fimm árum hefur líka farið fram mikil endurskipulagning á öllu afreksstarfi ÍSÍ og allra sérsambandanna. Og það var mjög víðtækt samstarf um hvernig þetta skyldi vera gert,“ sagði Þráinn. Klippa: Þráinn um stöðuna á afreksíþróttum á Íslandi „Það starf sem er búið að byggja upp og skipuleggja er kannski ekki enn farið að skila því sem það ætti að skila í framtíðinni. Ég tel að við þurfum að gefa okkur aðeins meiri tíma til að athuga hvort þetta kerfi sem er búið að byggja upp virkar. En klárlega eru nokkur atriði sem þarf að lagfæra og bæta.“ Koma þarf á launasjóði íþróttamanna Þráinn segir að íslenskt íþróttafólk í fremstu röð og þjálfarar þess þurfi að geta haft íþróttina að atvinnu til að ná hámarksárangri. „Við þurfum að koma á launasjóði íþróttamanna þar sem þeir geta verið atvinnumenn þegar þeir eru komnir á ákveðið stig. Það er í burðarliðnum. Einn pottur sem er svo brotinn er með þjálfarana í einstaklingsíþróttunum,“ sagði Þráinn. „Þeir þurfa að vera líka að vera atvinnumenn við það að þjálfa afreksmenn. Þeir eru störfum hlaðnir. Ef þeir eru atvinnumenn á annað borð eða þjálfa afreksmenn eru þeir kannski líka að þjálfa marga aðra flokka. Og ef þeir eru ekki í þeirri stöðu eru þeir í vinnu úti í bæ. Þetta mun aldrei ganga til lengdar. Þjálfararnir verða að vera atvinnumenn eins og afreksmennirnir.“ Búið að leggja grunninn að afreksmiðstöð Hann segir að vinna við afreksmiðstöð íslenskra íþrótta hafi verið komin vel á veg áður en kórónuveirufaraldurinn skall á og leitin að framkvæmdastjóra hafi verið hafin. „Ég er alveg sammála við þurfum miðlægt, öflugt apparat þar sem þjálfunarfræðin, sálfræðin, næringarfræðin, mælingarnar, endurheimtarpælingar og allt í sambandi við afreksmennskuna þarf að koma saman og íþróttafólkið geti notið þeirra fríðinda að geta haft atvinnumenn á hverju sviði fyrir sig til að leita til og vinna með,“ sagði Þráinn. Hann bendir á að erfiðara sé að komast inn á Ólympíuleikana en áður, til dæmis í frjálsum íþróttum. Lágmörkin séu hærri og færri sæti í boði. „Árið 2004 voru lágmörkin þannig að við hefðum verið með fimm karla í frjálsum en enginn náði lágmarki núna,“ sagði Þráinn. Allt viðtalið við Þráin má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Sportpakkinn ÍSÍ Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Sjá meira
„Það voru vonbrigði með þá sem við ætluðum til mest af eins og Guðna [Val Guðnasyni] og Antoni [Sveini McKee]. Þeir voru langt frá því að gera eins og við vonuðumst til og mikil vonbrigði með það. Með hina keppendurna gerðu þeir það sem við bjuggumst við og ekkert upp á þau að klaga þannig séð,“ sagði Þráinn í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson í Sportpakkanum. Hann telur að pressan sem fylgir þátttöku á Ólympíuleikunum hafi haft áhrif á þá Guðna Val og Anton Svein. „Ég hef grun um að báðir hafi ekki þolað pressuna af því að keppa á Ólympíuleikunum. Ég þekki það samt ekki nógu vel en það er ekkert sambærilegt að keppa á Ólympíuleikum og öðrum mótum. Pressan er miklu, miklu meiri. Mér fannst á báðum að það væri fyrst og fremst það sem þeir væru að kikna undan,“ sagði Þráinn. Kerfið ekki enn farið að virka Eftir rýra uppskeru á Ólympíuleikum hefur umræða skapast um það umhverfi sem íslenskt íþróttafólk býr við. Þráin segir umræðuna þarfa en breytingarnar sem hafi verið gerðar á afreksstarfinu eigi kannski enn eftir að bera ávöxt. „Ég er mjög ánægður með að þessi umræða hafi farið af stað en það verður að taka tillit til þess að margt hefur gerst á síðustu fimm árum. Fyrir fimm árum var afrekssjóðurinn sjötíu milljónir, nú er hann tæplega fimm hundruð milljónir. Á þessum fimm árum hefur líka farið fram mikil endurskipulagning á öllu afreksstarfi ÍSÍ og allra sérsambandanna. Og það var mjög víðtækt samstarf um hvernig þetta skyldi vera gert,“ sagði Þráinn. Klippa: Þráinn um stöðuna á afreksíþróttum á Íslandi „Það starf sem er búið að byggja upp og skipuleggja er kannski ekki enn farið að skila því sem það ætti að skila í framtíðinni. Ég tel að við þurfum að gefa okkur aðeins meiri tíma til að athuga hvort þetta kerfi sem er búið að byggja upp virkar. En klárlega eru nokkur atriði sem þarf að lagfæra og bæta.“ Koma þarf á launasjóði íþróttamanna Þráinn segir að íslenskt íþróttafólk í fremstu röð og þjálfarar þess þurfi að geta haft íþróttina að atvinnu til að ná hámarksárangri. „Við þurfum að koma á launasjóði íþróttamanna þar sem þeir geta verið atvinnumenn þegar þeir eru komnir á ákveðið stig. Það er í burðarliðnum. Einn pottur sem er svo brotinn er með þjálfarana í einstaklingsíþróttunum,“ sagði Þráinn. „Þeir þurfa að vera líka að vera atvinnumenn við það að þjálfa afreksmenn. Þeir eru störfum hlaðnir. Ef þeir eru atvinnumenn á annað borð eða þjálfa afreksmenn eru þeir kannski líka að þjálfa marga aðra flokka. Og ef þeir eru ekki í þeirri stöðu eru þeir í vinnu úti í bæ. Þetta mun aldrei ganga til lengdar. Þjálfararnir verða að vera atvinnumenn eins og afreksmennirnir.“ Búið að leggja grunninn að afreksmiðstöð Hann segir að vinna við afreksmiðstöð íslenskra íþrótta hafi verið komin vel á veg áður en kórónuveirufaraldurinn skall á og leitin að framkvæmdastjóra hafi verið hafin. „Ég er alveg sammála við þurfum miðlægt, öflugt apparat þar sem þjálfunarfræðin, sálfræðin, næringarfræðin, mælingarnar, endurheimtarpælingar og allt í sambandi við afreksmennskuna þarf að koma saman og íþróttafólkið geti notið þeirra fríðinda að geta haft atvinnumenn á hverju sviði fyrir sig til að leita til og vinna með,“ sagði Þráinn. Hann bendir á að erfiðara sé að komast inn á Ólympíuleikana en áður, til dæmis í frjálsum íþróttum. Lágmörkin séu hærri og færri sæti í boði. „Árið 2004 voru lágmörkin þannig að við hefðum verið með fimm karla í frjálsum en enginn náði lágmarki núna,“ sagði Þráinn. Allt viðtalið við Þráin má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Sportpakkinn ÍSÍ Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Sjá meira