Lífið

TikTok-stjarna skotin til bana

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
TikTok-stjarnan Anthony Barajas var skotin til bana í síðustu viku.
TikTok-stjarnan Anthony Barajas var skotin til bana í síðustu viku. Skjáskot/instagram

Hinn nítján ára gamla TikTok-stjarna Anthony Barajas var skotinn til bana í síðustu viku. Fjölskylda hans greindi frá andlátinu á laugardaginn.

Barajas er sagður hafa verið staddur í kvikmyndahúsi í Californiu ásamt vini sínum, Rylee Goodrich, þegar þeir hafi báðir verið skotnir í höfuðið. Byssumaðurinn hafi verið hinn tvítugi Joseph Jimenez.

Tímaritið The Guardian greinir frá því að starfsmaður kvikmyndahússins hafi fundið vinina eftir síðustu sýningu kvöldsins.

Goodrich var úrskurðaður látinn á staðnum en Barajas barðist fyrir lífi sínu í öndunarvél þar til hann var úrskurðaður látinn í vikunni.

Ekkert bendir til þess að vinirnir hafi átt nokkur tengsl við byssumanninn sem sagður er hafa verið einn að verki.

Lögregla telur að vinsældir Barajas á TikTok hafi ekki haft nokkuð með morðið að gera, heldur hafi það verið algjörlega tilefnislaust.

Barajas var búsettur í Los Angeles og var með um milljón fylgjendur á TikTok þar sem hann gerði myndbönd undir nafninu itsanthonymichael. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×