Óskar Hrafn: Jason hefur eiginleika sem fáir íslenskir fótboltamenn hafa Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. ágúst 2021 22:01 Jason Daði Svanþórsson skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í stórsigri Breiðabliks á Víkingi. vísir/hafliði breiðfjörð Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var virkilega sáttur eftir 4-0 sigurinn á Víkingi, bæði með úrslitin og spilamennskuna. Blikar byrjuðu leikinn þó ekkert sérstaklega vel en unnu sig síðan inn í hann og tóku öll völd á vellinum. „Mér fannst við vera frekar þungir í byrjun og taktlausir af einhverjum ástæðum. En svo náðum við takti og eftir það fannst mér bara eitt lið vera á vellinum. Ég er bara mjög ánægður með mína menn,“ sagði Óskar. Fyrir utan fyrstu mínútur leiksins fannst honum Blikar spila vel og var ekki sammála því að þeir hefðu sett í fyrsta gír eftir að hafa komist í 4-0. „Ég er bara mjög ánægður með þessa frammistöðu. Mér fannst við ekki lulla. Ég veit ekki hvað mælarnir segja en mér fannst við ná að halda býsna fínni orku í gegnum leikinn enda engin ástæða til að slaka á. Það má ekki gegn liði eins og Víkingi. Við reyndum að halda frumkvæðinu allan leikinn,“ sagði Óskar. „Ég er virkilega ánægður með frammistöðuna og alla þá sem komu að þessum leik. Varamennirnir komu gríðarlega öflugir inn og þetta er frábært veganesti fyrir framhaldið.“ Jason Daði Svanþórsson skoraði tvö mörk og lagði upp eitt og var besti leikmaður vallarins. Þessi 22 ára Mosfellingur er nú orðinn markahæstur Blika í Pepsi Max-deildinni í sumar með sex mörk. „Ég sá hann fyrst þegar við spiluðum á móti Aftureldingu þegar ég var með Gróttu í 2. deildinni 2018. Þá var hann mjög erfiður viðureignar og hann hefur eiginleika sem fáir íslenskir fótboltamenn hafa. Svo er hann líka eðaldrengur. Ég hafði trú á að hann gæti tekið þetta skref og hann hefur svo sannarlega sýnt að hann er klár,“ sagði Óskar. Breiðablik hefur verið á góðri siglingu að undanförnu og Óskar er ánægður með sína menn. „Segir að það er góður taktur í liðinu. Við höfum reynt að einblína á það jákvæða og frammistöðuna og í undanförnum leikjum hefur hún verið góð. Og þegar frammistaðan er góð koma úrslitin yfirleitt. Mér fannst þessi leikur bara vera áframhald af þeim takti sem liðið hefur verið í og ég er gríðarlega stoltur af því,“ sagði Óskar að endingu. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Glansleikur hjá Blikum sem stimpluðu sig aftur inn í toppbaráttuna Breiðablik stimplaði sig aftur af fullum krafti inn í toppbaráttuna í Pepsi Max-deild karla með 4-0 stórsigri á Víkingi í fyrsta leik 15. umferðar í kvöld. 2. ágúst 2021 21:30 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport John Cena hættur að glíma Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
„Mér fannst við vera frekar þungir í byrjun og taktlausir af einhverjum ástæðum. En svo náðum við takti og eftir það fannst mér bara eitt lið vera á vellinum. Ég er bara mjög ánægður með mína menn,“ sagði Óskar. Fyrir utan fyrstu mínútur leiksins fannst honum Blikar spila vel og var ekki sammála því að þeir hefðu sett í fyrsta gír eftir að hafa komist í 4-0. „Ég er bara mjög ánægður með þessa frammistöðu. Mér fannst við ekki lulla. Ég veit ekki hvað mælarnir segja en mér fannst við ná að halda býsna fínni orku í gegnum leikinn enda engin ástæða til að slaka á. Það má ekki gegn liði eins og Víkingi. Við reyndum að halda frumkvæðinu allan leikinn,“ sagði Óskar. „Ég er virkilega ánægður með frammistöðuna og alla þá sem komu að þessum leik. Varamennirnir komu gríðarlega öflugir inn og þetta er frábært veganesti fyrir framhaldið.“ Jason Daði Svanþórsson skoraði tvö mörk og lagði upp eitt og var besti leikmaður vallarins. Þessi 22 ára Mosfellingur er nú orðinn markahæstur Blika í Pepsi Max-deildinni í sumar með sex mörk. „Ég sá hann fyrst þegar við spiluðum á móti Aftureldingu þegar ég var með Gróttu í 2. deildinni 2018. Þá var hann mjög erfiður viðureignar og hann hefur eiginleika sem fáir íslenskir fótboltamenn hafa. Svo er hann líka eðaldrengur. Ég hafði trú á að hann gæti tekið þetta skref og hann hefur svo sannarlega sýnt að hann er klár,“ sagði Óskar. Breiðablik hefur verið á góðri siglingu að undanförnu og Óskar er ánægður með sína menn. „Segir að það er góður taktur í liðinu. Við höfum reynt að einblína á það jákvæða og frammistöðuna og í undanförnum leikjum hefur hún verið góð. Og þegar frammistaðan er góð koma úrslitin yfirleitt. Mér fannst þessi leikur bara vera áframhald af þeim takti sem liðið hefur verið í og ég er gríðarlega stoltur af því,“ sagði Óskar að endingu. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Glansleikur hjá Blikum sem stimpluðu sig aftur inn í toppbaráttuna Breiðablik stimplaði sig aftur af fullum krafti inn í toppbaráttuna í Pepsi Max-deild karla með 4-0 stórsigri á Víkingi í fyrsta leik 15. umferðar í kvöld. 2. ágúst 2021 21:30 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport John Cena hættur að glíma Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
Umfjöllun: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Glansleikur hjá Blikum sem stimpluðu sig aftur inn í toppbaráttuna Breiðablik stimplaði sig aftur af fullum krafti inn í toppbaráttuna í Pepsi Max-deild karla með 4-0 stórsigri á Víkingi í fyrsta leik 15. umferðar í kvöld. 2. ágúst 2021 21:30