Fékk heilablæðingu og flogakast eftir slys á rafhlaupahjóli Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 3. ágúst 2021 20:25 Ragna mun ekki geta keyrt bíl allavega í hálft ár á meðan hún nær fullum bata eftir slysið. „Þetta er víst allt á réttri leið núna. En ég er mjög vönkuð og stundum hringsnýst allt. Ég er samt betri í dag en í gær og er sátt svo lengi sem að gólfið er á réttum stað,“ segir tónlistarkonan Ragna Kjartansdóttir (Cell 7) í samtali við Vísi. Ragna ákvað að stytta sér ferðina heim úr bænum og leigði sér rafhlaupahjól. „Ég man reyndar ekkert eftir því að hafa dottið af hjólinu en þegar ég lít í spegilinn í lyftunni heima hjá mér sá ég taum af blóði leka úr hausnum á mér og þá áttaði ég mig á því hvað hafði gerst,“ segir Ragna sem fór þá heim til móður sinnar sem hjálpaði henni að hreinsa sárið. Fékk flogakast tveimur dögum eftir slysið Ragna segist ekki hafa gert sér grein fyrir því hversu mikið höggið hafi verið en hún hafi samt sem áður fundið fyrir bólgu í hnakkanum. Tveimur dögum seinna er ég stödd í hljóðveri með vinum mínum að taka upp lag. Svo man ég eftir því að það bergmálar allt, ég hugsaði þá að Andri vinur minn væri eitthvað að fikta í græjunum. Ég fer svo fram til þess að fá mér vatnsglas og kem ekki aftur. Á þessum tímapunkti fer Ragna í flogakast en vinur hennar Andri heyrði lætin og fer fram að athuga hvað gangi á. Tónlistarkonan Ragna Kjartansdóttir, eða Cell 7, lenti í alvarlegu slysi á rafhlaupahjóli sem varð til þess að blæddi inn á heila hennar. „Andri er sjálfur flogaveikur svo að hann var fljótur að átta sig á því hvað var að gerast og hringdi á sjúkrabíl.“ Ég man sjálf ekkert eftir flogakastinu sjálfu heldur er ég bara með minningu um það að ég stend við hliðina á Andra og ég sé sjúkraflutningamenn koma inn. Ég vissi ekki að þeir væru komnir til að þess að sækja mig. Þegar komið var á spítalann fer Ragna í myndatöku sem leiddi í ljós að blætt hafði inn á heilann. Hún segist hafa fundið fyrir miklum höfuðverkjum, doða og þreytu og hafi sofið nánast alla helgina. „Ég hef aldrei verið flogaveik eða fengið flogakast en núna er ég komin á flogaveikistöflur sem ég þarf að taka inn fjórum sinnum á dag,“ segir Ragna sem ber sig þó nokkuð vel miðað við aðstæður. Mun taka tíma að ná bata Þar sem Ragna man ekki eftir sjálfu fallinu er jafnvel haldið að hún hafi fengið flog sem orsakaði slysið eða að það hafi komið í kjölfar blæðingarinnar inn á heilann eftir fallið. Það er vel hugsað um mig hérna og ég er vel upplýst um það sem er að gerast. Ég finn auðvitað ennþá fyrir miklum svima og þetta mun taka einhvern tíma að jafna sig. Ragna mun útskrifast af spítalanum á morgun og segist hún þurfa að taka því mjög rólega á næstunni. „Ég held mér í þegar ég geng og er ekki alveg komin með jafnvægið tilbaka en þetta er allt að koma. Ég má ekki keyra næsta hálfa árið svo að þetta er auðvitað smá pakki allt en ég er þakklát fyrir að ekki fór verr,“ segir Ragna að lokum. Rafhlaupahjól Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Ragna ákvað að stytta sér ferðina heim úr bænum og leigði sér rafhlaupahjól. „Ég man reyndar ekkert eftir því að hafa dottið af hjólinu en þegar ég lít í spegilinn í lyftunni heima hjá mér sá ég taum af blóði leka úr hausnum á mér og þá áttaði ég mig á því hvað hafði gerst,“ segir Ragna sem fór þá heim til móður sinnar sem hjálpaði henni að hreinsa sárið. Fékk flogakast tveimur dögum eftir slysið Ragna segist ekki hafa gert sér grein fyrir því hversu mikið höggið hafi verið en hún hafi samt sem áður fundið fyrir bólgu í hnakkanum. Tveimur dögum seinna er ég stödd í hljóðveri með vinum mínum að taka upp lag. Svo man ég eftir því að það bergmálar allt, ég hugsaði þá að Andri vinur minn væri eitthvað að fikta í græjunum. Ég fer svo fram til þess að fá mér vatnsglas og kem ekki aftur. Á þessum tímapunkti fer Ragna í flogakast en vinur hennar Andri heyrði lætin og fer fram að athuga hvað gangi á. Tónlistarkonan Ragna Kjartansdóttir, eða Cell 7, lenti í alvarlegu slysi á rafhlaupahjóli sem varð til þess að blæddi inn á heila hennar. „Andri er sjálfur flogaveikur svo að hann var fljótur að átta sig á því hvað var að gerast og hringdi á sjúkrabíl.“ Ég man sjálf ekkert eftir flogakastinu sjálfu heldur er ég bara með minningu um það að ég stend við hliðina á Andra og ég sé sjúkraflutningamenn koma inn. Ég vissi ekki að þeir væru komnir til að þess að sækja mig. Þegar komið var á spítalann fer Ragna í myndatöku sem leiddi í ljós að blætt hafði inn á heilann. Hún segist hafa fundið fyrir miklum höfuðverkjum, doða og þreytu og hafi sofið nánast alla helgina. „Ég hef aldrei verið flogaveik eða fengið flogakast en núna er ég komin á flogaveikistöflur sem ég þarf að taka inn fjórum sinnum á dag,“ segir Ragna sem ber sig þó nokkuð vel miðað við aðstæður. Mun taka tíma að ná bata Þar sem Ragna man ekki eftir sjálfu fallinu er jafnvel haldið að hún hafi fengið flog sem orsakaði slysið eða að það hafi komið í kjölfar blæðingarinnar inn á heilann eftir fallið. Það er vel hugsað um mig hérna og ég er vel upplýst um það sem er að gerast. Ég finn auðvitað ennþá fyrir miklum svima og þetta mun taka einhvern tíma að jafna sig. Ragna mun útskrifast af spítalanum á morgun og segist hún þurfa að taka því mjög rólega á næstunni. „Ég held mér í þegar ég geng og er ekki alveg komin með jafnvægið tilbaka en þetta er allt að koma. Ég má ekki keyra næsta hálfa árið svo að þetta er auðvitað smá pakki allt en ég er þakklát fyrir að ekki fór verr,“ segir Ragna að lokum.
Rafhlaupahjól Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira