Keppa í Kaupmannahöfn einu og hálfu ári eftir að mótið átti að fara fram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2021 17:02 Íslenski hópurinn hefur þurft að bíða mjög lengi eftir þessu móti. Mynd/Klifursamband Íslands/Sigurður Ólafur Ísland á fulltrúa á Norðurlandamótinu í grjótglímu í Kaupmannahöfn en það er óhætt að segja að keppendur okkar hafi þurft að bíða lengi eftir þessu móti. Kórónuveiran hefur haft mikil áhrif á íþróttakeppnir frá því í mars 2020 en það eru þó ekki mörg mót sem hafa þurft að bíða í átján mánuði eftir að fara fram. Íslenski landsliðshópurinn í klifri er nú staddur í Kaupmannahöfn þar sem þau taka þátt á Norðurlandamótinu í grjótglímu (e. bouldering) sem fram fer í Bison Boulders í Kaupmannahöfn dagana 6-7. ágúst. Mótið átti upphaflega að fara fram í febrúar 2020 en vegna aðstæðna hefur það frestast um hálft annað ár. Hópurinn hefur því beðið nokkuð lengi eftir því að komast til keppni og eytt miklum tíma í æfingar á þessum flóknu tímum. Hópurinn hefur verið við æfingar í Kaupmannahöfn síðast liðna viku, er vel stemmdur fyrir helginni og setur stefnuna hátt samkvæmt fréttatilkynningu frá Klifursambandi Íslands. Keppni hefst á föstudaginn með undanúrslitum eldri hópa en þar keppa þau Gabríela Einarsdóttir og Stefán Þór Sigurðsson, Klifurfélagi Reykjavíkur, í Junior-flokki (2002-2003). Þau hafa bæði tekið þátt á NM áður, en Gabríela hefur einu sinni náð í úrslit. Hér má íslenska hópinn sem keppir í Kaupmannahöfn.Mynd/Klifursamband Íslands/Sigurður Ólafur Undanúrslit yngri hópa fara fram laugardagsmorguninn. Í A-flokki (2004-2005) klifra þau Árni Hrafn Hrólfsson, Klifurdeild Bjarkanna, og þau Lukka Mörk Sigurðardóttir og Sólon Thorberg Helgason frá Klifurfélagi Reykjavíkur. Lukka Mörk á besta árangur íslenskra klifrara á Norðurlandamóti nýlega en hún hafnaði í fjórða sæti á síðasta móti sem fram fór í Helsinki 2019. Í B-flokki (2006-2007) klifra þau Elís Gíslason, Klifurfélagi Reykjavíkur og Sylvía Þórðardóttir, Klifurfélagi ÍA, en þau eru bæði að keppa á Norðurlandamóti í fyrsta sinn. Fyrir hópnum fara þeir Elmar Orri Gunnarsson, Klifurfélagi Reykjavíkur og Þórður Sævarsson, Klifurfélagi ÍA. Klifur Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sjá meira
Kórónuveiran hefur haft mikil áhrif á íþróttakeppnir frá því í mars 2020 en það eru þó ekki mörg mót sem hafa þurft að bíða í átján mánuði eftir að fara fram. Íslenski landsliðshópurinn í klifri er nú staddur í Kaupmannahöfn þar sem þau taka þátt á Norðurlandamótinu í grjótglímu (e. bouldering) sem fram fer í Bison Boulders í Kaupmannahöfn dagana 6-7. ágúst. Mótið átti upphaflega að fara fram í febrúar 2020 en vegna aðstæðna hefur það frestast um hálft annað ár. Hópurinn hefur því beðið nokkuð lengi eftir því að komast til keppni og eytt miklum tíma í æfingar á þessum flóknu tímum. Hópurinn hefur verið við æfingar í Kaupmannahöfn síðast liðna viku, er vel stemmdur fyrir helginni og setur stefnuna hátt samkvæmt fréttatilkynningu frá Klifursambandi Íslands. Keppni hefst á föstudaginn með undanúrslitum eldri hópa en þar keppa þau Gabríela Einarsdóttir og Stefán Þór Sigurðsson, Klifurfélagi Reykjavíkur, í Junior-flokki (2002-2003). Þau hafa bæði tekið þátt á NM áður, en Gabríela hefur einu sinni náð í úrslit. Hér má íslenska hópinn sem keppir í Kaupmannahöfn.Mynd/Klifursamband Íslands/Sigurður Ólafur Undanúrslit yngri hópa fara fram laugardagsmorguninn. Í A-flokki (2004-2005) klifra þau Árni Hrafn Hrólfsson, Klifurdeild Bjarkanna, og þau Lukka Mörk Sigurðardóttir og Sólon Thorberg Helgason frá Klifurfélagi Reykjavíkur. Lukka Mörk á besta árangur íslenskra klifrara á Norðurlandamóti nýlega en hún hafnaði í fjórða sæti á síðasta móti sem fram fór í Helsinki 2019. Í B-flokki (2006-2007) klifra þau Elís Gíslason, Klifurfélagi Reykjavíkur og Sylvía Þórðardóttir, Klifurfélagi ÍA, en þau eru bæði að keppa á Norðurlandamóti í fyrsta sinn. Fyrir hópnum fara þeir Elmar Orri Gunnarsson, Klifurfélagi Reykjavíkur og Þórður Sævarsson, Klifurfélagi ÍA.
Klifur Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sjá meira