Gríðarlega stoltur af systur sinni sem er komin í úrslit á Ólympíuleikunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. ágúst 2021 10:01 Systkinin Christopher og Kellie Harrington fyrir allmörgum árum. úr einkasafni Þjálfari kvennaliðs Fram í fótbolta, Christopher Harrington, kveðst afar stoltur af systur sinni, Kellie, sem er komin í úrslit í léttvigt í hnefaleikum á Ólympíuleikunum í Tókýó. Kellie tryggði sér sæti í úrslitum með sigri á Sudaporn Seesondee frá Taílandi í gær. Bardaginn var jafn og spennandi en þrír dómarar dæmdu Kellie í vil en tveir Seesondee. „Ég er mjög stoltur og það er eiginlega erfitt að segja hversu stoltur ég er. Það er erfitt að lýsa þessu en stoltið er mikið,“ sagði Christopher í samtali við Vísi í gær. Hann var þá á leið heim til Írlands þar sem hann mun fylgjast með úrslitabardaganum ásamt fjölskyldu sinni. Hann horfir á alla bardaga systur sinnar og fylgdist að sjálfsögðu vel með undanúrslitabardaganum í gærmorgun. „Ég horfi á alla bardaga hennar, sama hvar þeir eru í heiminum, og það kom aldrei til greina að missa af bardögunum hennar á Ólympíuleikunum,“ sagði Christopher. Kellie fagnar sigrinum í undanúrslitunum í gær.getty/Stephen McCarthy Þetta var ekki fyrsti bardagi þeirra Kellie og Seesondee en þær mættust einnig í úrslitum í léttvigt á heimsmeistaramótinu 2018. Þar hafði Kellie betur, 3-2, eins og í gær. „Þær þekkjast vel og þetta var alltaf að fara að vera jafn bardagi. Ég er bara ánægður að hún gerði nóg til að vinna,“ sagði Christopher. Kellie getur orðið önnur írska konan til að vinna gull í léttvigt á Ólympíuleikunum en Katie Taylor afrekaði það í London 2012. Í úrslitunum mætir Kellie Beatriz Ferreira frá Brasilíu. „Það eru alltaf helmingslíkur í úrslitaleik í hvaða íþrótt sem er. Hún verður sjálfsörugg og klár í slaginn og vonandi dugir það til,“ sagði Christopher. Christopher við veggspjald af systur sinni.úr einkasafni Hnefaleikar eru vinsælir á Írlandi enda hefur Írum gengið afar vel í greininni á Ólympíuleikum í gegnum tíðina. Alls hafa Írar unnið til átján verðlauna í hnefaleikum á Ólympíuleikum. Þá er medalían sem Kellie fær, hvort sem það verður gull eða brons, meðtalin. „Allir í Dublin og öll írska þjóðin hefur stokkið á þennan vagn og allir styðja við bakið á henni. Það eru myndir af henni á plakötum og auglýsingaskiltum úti á götu. Þetta er stórt,“ sagði Christopher. Að hans sögn byrjaði Kellie að box fyrir 12-15 árum. „Hún var alltaf virkur krakki og fann sig í boxinu. Hún varð svo frekar góð í því og vann landstitla á Írlandi,“ sagði Christopher. Kellie hefur einnig unnið til verðlauna á alþjóðlegum mótum. Hún varð í 2. sæti á HM 2016 og vann svo gullið tveimur árum síðar. Þá vann hún silfur á Evrópuleikunum 2019 og brons á EM 2018. Christopher er farinn heim til Dublin þar sem Harrington-fjölskyldan mun horfa saman á úrslitabardagann.úr einkasafni „Þetta hefur verið stöðug en jafnframt erfið leið hjá henni en að komast á toppinn er ótrúlegt,“ sagði Christopher sem er elstur fjögurra systkina. Meðfram því að stunda hnefaleika starfar Kellie við ræstingar á spítala í Dublin. Og þar ætlar hún að starfa áfram, jafnvel þótt hún verði Ólympíumeistari. „Hún er framlínustarfsmaður. Hún hefur fengið mörg tækifæri til að gerast atvinnumaður en draumur hennar var alltaf að keppa á Ólympíuleikunum fyrir hönd írsku þjóðarinnar. Það var frábært að komast á Ólympíuleikana og að fara í úrslit er draumi líkast,“ sagði Christopher að lokum. Box Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Sjá meira
Kellie tryggði sér sæti í úrslitum með sigri á Sudaporn Seesondee frá Taílandi í gær. Bardaginn var jafn og spennandi en þrír dómarar dæmdu Kellie í vil en tveir Seesondee. „Ég er mjög stoltur og það er eiginlega erfitt að segja hversu stoltur ég er. Það er erfitt að lýsa þessu en stoltið er mikið,“ sagði Christopher í samtali við Vísi í gær. Hann var þá á leið heim til Írlands þar sem hann mun fylgjast með úrslitabardaganum ásamt fjölskyldu sinni. Hann horfir á alla bardaga systur sinnar og fylgdist að sjálfsögðu vel með undanúrslitabardaganum í gærmorgun. „Ég horfi á alla bardaga hennar, sama hvar þeir eru í heiminum, og það kom aldrei til greina að missa af bardögunum hennar á Ólympíuleikunum,“ sagði Christopher. Kellie fagnar sigrinum í undanúrslitunum í gær.getty/Stephen McCarthy Þetta var ekki fyrsti bardagi þeirra Kellie og Seesondee en þær mættust einnig í úrslitum í léttvigt á heimsmeistaramótinu 2018. Þar hafði Kellie betur, 3-2, eins og í gær. „Þær þekkjast vel og þetta var alltaf að fara að vera jafn bardagi. Ég er bara ánægður að hún gerði nóg til að vinna,“ sagði Christopher. Kellie getur orðið önnur írska konan til að vinna gull í léttvigt á Ólympíuleikunum en Katie Taylor afrekaði það í London 2012. Í úrslitunum mætir Kellie Beatriz Ferreira frá Brasilíu. „Það eru alltaf helmingslíkur í úrslitaleik í hvaða íþrótt sem er. Hún verður sjálfsörugg og klár í slaginn og vonandi dugir það til,“ sagði Christopher. Christopher við veggspjald af systur sinni.úr einkasafni Hnefaleikar eru vinsælir á Írlandi enda hefur Írum gengið afar vel í greininni á Ólympíuleikum í gegnum tíðina. Alls hafa Írar unnið til átján verðlauna í hnefaleikum á Ólympíuleikum. Þá er medalían sem Kellie fær, hvort sem það verður gull eða brons, meðtalin. „Allir í Dublin og öll írska þjóðin hefur stokkið á þennan vagn og allir styðja við bakið á henni. Það eru myndir af henni á plakötum og auglýsingaskiltum úti á götu. Þetta er stórt,“ sagði Christopher. Að hans sögn byrjaði Kellie að box fyrir 12-15 árum. „Hún var alltaf virkur krakki og fann sig í boxinu. Hún varð svo frekar góð í því og vann landstitla á Írlandi,“ sagði Christopher. Kellie hefur einnig unnið til verðlauna á alþjóðlegum mótum. Hún varð í 2. sæti á HM 2016 og vann svo gullið tveimur árum síðar. Þá vann hún silfur á Evrópuleikunum 2019 og brons á EM 2018. Christopher er farinn heim til Dublin þar sem Harrington-fjölskyldan mun horfa saman á úrslitabardagann.úr einkasafni „Þetta hefur verið stöðug en jafnframt erfið leið hjá henni en að komast á toppinn er ótrúlegt,“ sagði Christopher sem er elstur fjögurra systkina. Meðfram því að stunda hnefaleika starfar Kellie við ræstingar á spítala í Dublin. Og þar ætlar hún að starfa áfram, jafnvel þótt hún verði Ólympíumeistari. „Hún er framlínustarfsmaður. Hún hefur fengið mörg tækifæri til að gerast atvinnumaður en draumur hennar var alltaf að keppa á Ólympíuleikunum fyrir hönd írsku þjóðarinnar. Það var frábært að komast á Ólympíuleikana og að fara í úrslit er draumi líkast,“ sagði Christopher að lokum.
Box Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Sjá meira