Charlie Watts missir af tónleikaferðalagi Rolling Stones Árni Sæberg skrifar 5. ágúst 2021 14:51 Charlie Watts mun ekki spila með Rolling Stones á komandi tónleikaferðalagi. Taylor Hill/Getty Images Charlie Watts, trommuleikari Rolling Stones mun ekki ferðast með sveitinni til Bandaríkjanna þar sem hún hefur tónleikaferðalag í september. Hann er að jafna sig eftir aðgerð sem hann undirgekkst á dögunum. Watts sagði í færslu á Twitter að tímasetningin hans væri röng í fyrsta skipti. Þá sagði hann að það myndi taka dágóðan tíma að komast í stand aftur. Mick Jagger, forsprakki Rolling Stones, segist hlakka til að fá Watts til baka þegar honum hafi batnað að fullu. Á meðan Watts jafnar sig mun Steve Jordan taka hans stað við trommurnar. „Það er heiður og forréttindi að fá að vera í læri hjá Watts,“ segir Jordan. „Ég hlakka til að æfa með Mick, Keith og Ronnie. Enginn verður samt glaðari en ég þegar kemur að því að Charlie taki við aftur þegar honum hefur batnað,“ bætir hann við. Talsmaður Watts sagði í tilkynningu: „Charlie undirgekkst aðgerð sem gekk mjög vel, en mér skilst að læknar hans hafi ákveðið að hann þurfi almennilega hvíld og endurhæfingu.“ „Þar sem æfingar hefjast eftir tvær vikur er þetta vægast sagt svekkjandi, en til að gæta sanngirni þá gat enginn séð þetta fyrir,“ bætti hann við. Bandaríkin Bretland Mest lesið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Watts sagði í færslu á Twitter að tímasetningin hans væri röng í fyrsta skipti. Þá sagði hann að það myndi taka dágóðan tíma að komast í stand aftur. Mick Jagger, forsprakki Rolling Stones, segist hlakka til að fá Watts til baka þegar honum hafi batnað að fullu. Á meðan Watts jafnar sig mun Steve Jordan taka hans stað við trommurnar. „Það er heiður og forréttindi að fá að vera í læri hjá Watts,“ segir Jordan. „Ég hlakka til að æfa með Mick, Keith og Ronnie. Enginn verður samt glaðari en ég þegar kemur að því að Charlie taki við aftur þegar honum hefur batnað,“ bætir hann við. Talsmaður Watts sagði í tilkynningu: „Charlie undirgekkst aðgerð sem gekk mjög vel, en mér skilst að læknar hans hafi ákveðið að hann þurfi almennilega hvíld og endurhæfingu.“ „Þar sem æfingar hefjast eftir tvær vikur er þetta vægast sagt svekkjandi, en til að gæta sanngirni þá gat enginn séð þetta fyrir,“ bætti hann við.
Bandaríkin Bretland Mest lesið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira