Gummi Emil trúir ekki á boð og bönn Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 7. ágúst 2021 10:01 Einkaþjálfarinn Guðmundur Emil undirbýr sig nú að kappi fyrir þátttöku í vaxtaræktarmótinu Arnold Classic í Bretlandi. Gummi segist yfirleitt ekki hlynntur því að fólk fari í átak eða einhverskonar kúra og leggur áherslu á að fólk setji sér markmið til lengri tíma. „Alltof algeng mistök hjá fólki, sérstaklega núna, er að byrja of hratt. Það er kannski búið að fá sér bjór þrjá til fjóra daga í viku og fer svo beint í átak,“ segir einkaþjálfarinn Guðmundur Emil í samtali við Brennsluna á FM957. Guðmundur, sem er oftast kallaður Gummi Emil, undirbýr sig nú fyrir þátttöku í vaxtarætkarmótinu Arnold Classic í Bretlandi. Mótið er byrjar 1. október og stendur yfir í þrjá daga. Sjö til níu manna hópur fer frá Íslandi á mótið og sér þjálfarinn Konráð Valur um að þjálfa hópinn. Æfir tólf sinnum í viku Guðmundur æfir nú tvisvar sinnum á dag, alls tólf æfingar í viku og vaknar hann eldsprækur klukkan sex alla morgna til að fara á fyrri æfingu dagsins. Aðspurður hvor hann hafi alltaf verið svona mikil A-manneskja segist hann reyndar hafa verið B-megin í lífinu, þangað til fyrir ári síðan. Ég ákvað svo bara að hætta að vera ræfill og fór að vakna klukkan sex alla morgna. Á morgunæfingunum segir hann mikilvægt að keyra sig ekki út í hlaupum og gerir hann frekar eitthvað sem er þægilegt, eins og að ganga í halla til að ná upp góðri brennslu. Hann segir fólk alltof oft halda að það þurfi strax að byrja að hlaupa eða æfa að krafti til þess að komast í form. Skammtímamarkmið í ræktinni séu varasöm og fólk ætti alls ekki að vera að pína sig í það að fara út að hlaupa í þeim tilgangi að losa sig við einhver kíló. „Það eru svo margir sem eru alltaf úti að hlaupa en finnst það svo kannski ekkert gaman, eru bara að gera það til að reyna að hlaupa af sér spikið.“ Mér finnst hlaupin ekki alltaf hentug, nema að þér finnist auðvitað mjög gaman að hlaupa, hlauptu þá! En ef þér finnst það ekki gaman, hættu því og farðu að gera eitthvað annað. Farðu frekar út að labba í hálftíma, þú getur gert það á hverjum degi og þú brennir fullt við það. Gummi segist ekkert hafa á móti hlaupum heldur leggur áherslu á það að mikilvægt sé að byrja á réttum enda. Hann talar um göngur og segir fólk í raun brenna meira við það að ganga en að lyfta lóðum. Fólk þarf að byrja rólega og setja sér raunhæf markmið. Lyftingarnar hjálpa til við að varðveita og byggja upp vöðvamassa og ef þú byggir upp vöðvamassa þá eykst auðvitað brennslan. Viðtalið í heild sinni er hægt að nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. Ekki sleppa öllu óhollu Talið berst að mataræði og öllum þessum átökum sem fólk fer í til að reyna að missa kíló eða koma sér í betra líkamlegt form. Gummi segir varasamt að fara í átak og segist sjálfur ekki trúa á nein boð og bönn. Gummi mæli með því að fólk banni sér ekki alfarið það sem því langar að borða heldur hugsi meira um jafnvægið og hófsemi. „Fólk ætti frekar að gera sér langtímamarkmið frekar en skammtímamarkmið og gera þetta hægt og rólega. Ekki sleppa öllu óhollu.“ Önnur algeng mistök hjá fólki sem vill missa kíló er að það borða of sjaldan. Það sem gerist er að fólk fer þá að borða svo stórar máltíðir sem líkaminn ræður ekki við að melta. Í stað þess að taka frekar fjórar til fimm léttar máltíðir á dag. Gummi segir aðalatriðið vera það að hugsa um jafnvægið og ekki vera endilega að banna sér að borða sykur, eða brauð eða eitthvað annað. Ég trúi ekki þetta; Ekki borða þetta og ekki hitt! Þetta þarf bara allt af vera í hófi. Þetta er spurning um jafnvægi, hófsemi og að hlusta á líkamann. Maður þarf að anda með nefinu og drekka vatn þegar maður borðar. Gummi Emil þykir mjög skemmtilegur og fyndinn á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem hann deilir of skrautlegum kennslumyndböndum um líkamsrækt. @gummiemil Erfiðasta æfingin. Try it out. Stitch? Lessgo ##fyp ##gemiltraining original sound - gummiemil Brennslan Líkamsræktarstöðvar Heilsa Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira
Guðmundur, sem er oftast kallaður Gummi Emil, undirbýr sig nú fyrir þátttöku í vaxtarætkarmótinu Arnold Classic í Bretlandi. Mótið er byrjar 1. október og stendur yfir í þrjá daga. Sjö til níu manna hópur fer frá Íslandi á mótið og sér þjálfarinn Konráð Valur um að þjálfa hópinn. Æfir tólf sinnum í viku Guðmundur æfir nú tvisvar sinnum á dag, alls tólf æfingar í viku og vaknar hann eldsprækur klukkan sex alla morgna til að fara á fyrri æfingu dagsins. Aðspurður hvor hann hafi alltaf verið svona mikil A-manneskja segist hann reyndar hafa verið B-megin í lífinu, þangað til fyrir ári síðan. Ég ákvað svo bara að hætta að vera ræfill og fór að vakna klukkan sex alla morgna. Á morgunæfingunum segir hann mikilvægt að keyra sig ekki út í hlaupum og gerir hann frekar eitthvað sem er þægilegt, eins og að ganga í halla til að ná upp góðri brennslu. Hann segir fólk alltof oft halda að það þurfi strax að byrja að hlaupa eða æfa að krafti til þess að komast í form. Skammtímamarkmið í ræktinni séu varasöm og fólk ætti alls ekki að vera að pína sig í það að fara út að hlaupa í þeim tilgangi að losa sig við einhver kíló. „Það eru svo margir sem eru alltaf úti að hlaupa en finnst það svo kannski ekkert gaman, eru bara að gera það til að reyna að hlaupa af sér spikið.“ Mér finnst hlaupin ekki alltaf hentug, nema að þér finnist auðvitað mjög gaman að hlaupa, hlauptu þá! En ef þér finnst það ekki gaman, hættu því og farðu að gera eitthvað annað. Farðu frekar út að labba í hálftíma, þú getur gert það á hverjum degi og þú brennir fullt við það. Gummi segist ekkert hafa á móti hlaupum heldur leggur áherslu á það að mikilvægt sé að byrja á réttum enda. Hann talar um göngur og segir fólk í raun brenna meira við það að ganga en að lyfta lóðum. Fólk þarf að byrja rólega og setja sér raunhæf markmið. Lyftingarnar hjálpa til við að varðveita og byggja upp vöðvamassa og ef þú byggir upp vöðvamassa þá eykst auðvitað brennslan. Viðtalið í heild sinni er hægt að nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. Ekki sleppa öllu óhollu Talið berst að mataræði og öllum þessum átökum sem fólk fer í til að reyna að missa kíló eða koma sér í betra líkamlegt form. Gummi segir varasamt að fara í átak og segist sjálfur ekki trúa á nein boð og bönn. Gummi mæli með því að fólk banni sér ekki alfarið það sem því langar að borða heldur hugsi meira um jafnvægið og hófsemi. „Fólk ætti frekar að gera sér langtímamarkmið frekar en skammtímamarkmið og gera þetta hægt og rólega. Ekki sleppa öllu óhollu.“ Önnur algeng mistök hjá fólki sem vill missa kíló er að það borða of sjaldan. Það sem gerist er að fólk fer þá að borða svo stórar máltíðir sem líkaminn ræður ekki við að melta. Í stað þess að taka frekar fjórar til fimm léttar máltíðir á dag. Gummi segir aðalatriðið vera það að hugsa um jafnvægið og ekki vera endilega að banna sér að borða sykur, eða brauð eða eitthvað annað. Ég trúi ekki þetta; Ekki borða þetta og ekki hitt! Þetta þarf bara allt af vera í hófi. Þetta er spurning um jafnvægi, hófsemi og að hlusta á líkamann. Maður þarf að anda með nefinu og drekka vatn þegar maður borðar. Gummi Emil þykir mjög skemmtilegur og fyndinn á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem hann deilir of skrautlegum kennslumyndböndum um líkamsrækt. @gummiemil Erfiðasta æfingin. Try it out. Stitch? Lessgo ##fyp ##gemiltraining original sound - gummiemil
Brennslan Líkamsræktarstöðvar Heilsa Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira