„Var farinn að hugsa um að kæla hvítvínið og opna það með Pepsi Max mörkunum í kvöld“ Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 8. ágúst 2021 20:17 Arnar Guðjónsson, þjálfari Víkinga. Vísir/Bára Dröfn Víkingar misstu frá sér tvö stig í lokin þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við KA í 16.umferð Pepsi Max deildarinnar í fótbolta í dag. „Það eru mikil vonbrigði að fá þetta mark úr föstu leikatriði í lok leiksins. Fyrri hálfleikur var alveg mjög góður, mjög skemmtilegur leikur og verðskulduð 2-1 forysta hjá okkur. Strax í byrjun seinni hálfleiks fengum við tækifæri til að komast 3-1 yfir. Eftir það fannst mér KA í við sterkari án þess þó að vera að ógna okkur á neinn sérstakan hátt,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga í leikslok. „Ég var bara farinn að hugsa um að kæla hvítvínið og opna það með Pepsi Max mörkunum í kvöld og svo fengum við þetta mark. Þetta er akkúrat það sem þú færð þegar þú ert með unga leikmenn, þeir gera frábærlega. Kristall var til dæmis alveg frábært í dag, hrikalega gaman að horfa á hann og hann kom með gullið mark. En því miður þá var smá einbeitingarleysi í lokin og þetta er það fallega við að hafa unga og efnilega stráka. Það eru hæðir og lægðir og þeir munu læra af þessu.“ „Mér fannst fyrri hálfleikur virkilega flottur hjá báðum liðum en svo dró aðeins af mönnum hérna í seinni hálfleik og KA reyndu hvað þeir gátu en mér fannst þeir ekkert komast neitt svakalega áleiðis. Mér fannst við mun líklegri til þess að bæta við þriðja markinu. En við fórum illa með boltann og við sköpuðum okkur hættulegar stöður. Eðlilega þegar KA fara að kasta öllum mönnum fram og það voru break í gangi. Ég er kannski mest svekktur með það að við fáum líka fyrra markið á okkur úr föstu leikatriði og það sama gerðist á móti Breiðablik. Þetta er klárlega mikið áhyggjuefni þar sem þetta hefur ekki verið mikið hjá okkur í sumar.“ Undir lok leiksins er brotið harkalega á Jakobi Snæ á leið í skyndisókn KA. Vilhjálmur dæmdi ekkert á það og við það brutust út erjur milli leikmanna og þjálfara, sem létu mörg óþarfa orð falla. Fyrir það fengu þeir nafnar, Arnar Gunnlaugsson og Arnar Grétarsson báðir gult spjald. „Þetta er bara hluti af leiknum, þetta er bara gaman. Það verður að vera smá ástríða í þessu. Það var kominn smá hiti inni á vellinum og hiti fyrir utan völl. Svona á þetta bara að vera. Stundum er maður eins og smákrakki fyrir utan völlinn þó að heilt yfir sé maður rólegur maður.“ Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - KA 2-2 | Stál í stál í Víkinni KA og Víkingur skildu jöfn í fjögurra marka leik í Pepsi Max deildinni í dag. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 8. ágúst 2021 18:49 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
„Það eru mikil vonbrigði að fá þetta mark úr föstu leikatriði í lok leiksins. Fyrri hálfleikur var alveg mjög góður, mjög skemmtilegur leikur og verðskulduð 2-1 forysta hjá okkur. Strax í byrjun seinni hálfleiks fengum við tækifæri til að komast 3-1 yfir. Eftir það fannst mér KA í við sterkari án þess þó að vera að ógna okkur á neinn sérstakan hátt,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga í leikslok. „Ég var bara farinn að hugsa um að kæla hvítvínið og opna það með Pepsi Max mörkunum í kvöld og svo fengum við þetta mark. Þetta er akkúrat það sem þú færð þegar þú ert með unga leikmenn, þeir gera frábærlega. Kristall var til dæmis alveg frábært í dag, hrikalega gaman að horfa á hann og hann kom með gullið mark. En því miður þá var smá einbeitingarleysi í lokin og þetta er það fallega við að hafa unga og efnilega stráka. Það eru hæðir og lægðir og þeir munu læra af þessu.“ „Mér fannst fyrri hálfleikur virkilega flottur hjá báðum liðum en svo dró aðeins af mönnum hérna í seinni hálfleik og KA reyndu hvað þeir gátu en mér fannst þeir ekkert komast neitt svakalega áleiðis. Mér fannst við mun líklegri til þess að bæta við þriðja markinu. En við fórum illa með boltann og við sköpuðum okkur hættulegar stöður. Eðlilega þegar KA fara að kasta öllum mönnum fram og það voru break í gangi. Ég er kannski mest svekktur með það að við fáum líka fyrra markið á okkur úr föstu leikatriði og það sama gerðist á móti Breiðablik. Þetta er klárlega mikið áhyggjuefni þar sem þetta hefur ekki verið mikið hjá okkur í sumar.“ Undir lok leiksins er brotið harkalega á Jakobi Snæ á leið í skyndisókn KA. Vilhjálmur dæmdi ekkert á það og við það brutust út erjur milli leikmanna og þjálfara, sem létu mörg óþarfa orð falla. Fyrir það fengu þeir nafnar, Arnar Gunnlaugsson og Arnar Grétarsson báðir gult spjald. „Þetta er bara hluti af leiknum, þetta er bara gaman. Það verður að vera smá ástríða í þessu. Það var kominn smá hiti inni á vellinum og hiti fyrir utan völl. Svona á þetta bara að vera. Stundum er maður eins og smákrakki fyrir utan völlinn þó að heilt yfir sé maður rólegur maður.“
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - KA 2-2 | Stál í stál í Víkinni KA og Víkingur skildu jöfn í fjögurra marka leik í Pepsi Max deildinni í dag. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 8. ágúst 2021 18:49 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - KA 2-2 | Stál í stál í Víkinni KA og Víkingur skildu jöfn í fjögurra marka leik í Pepsi Max deildinni í dag. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 8. ágúst 2021 18:49