Fór í kynleiðréttingu og er nú kominn á atvinnumannasamning hjá karlaliði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2021 10:15 Loui Sand, þá Louise Sand skorar hér fyrir sænska kvennalandsliðið í handbolta. EPA-EFE/EDDY LEMAISTRE Loui Sand, áður Louise Sand, hefur fengið samning hjá sænska handboltaliðinu Kärra HF. Vísir fjallaði um það þegar, þá handboltakonan Louise Sand, lagði handboltaskóna á hilluna árið 2019 og fór í kynleiðréttingu. Hann var þá að spila með franska félaginu Fleury. Loui Sand fær nú tækifæri til að spila handbolta á ný sem eru frábærar og sögulegar fréttir. Loui Sand fékk atvinnumannsamning hjá karlaliði Kärra HF og getur því haldið áfram að stunda íþróttina sem hann elskar. Loui Sand har skrivit på för handbollslaget Kärra https://t.co/vOQkDqQJDY— Sportbladet (@sportbladet) August 12, 2021 „Þetta er sönnun þess að það er mögulegt fyrir transfólk að taka þátt í íþróttum,“ sagði hann við Sportbladet í Svíþjóð. Loui var karlmaður fæddur í kvenmannslíkama en ákvað fyrir tveimur árum að stíga skrefið og fara í kynleiðréttingu. „Mér líður frábærlega. Fór frá því að leggja handboltaskóna skyndilega á hilluna í að finna leiðina aftur til baka í rólegheitunum. Mér hefur sjaldan fundist ég vera jafnmikið lifandi,“ sagði Loui Sand. Hann segist aldrei hafa getað ímyndað sér þetta fyrir þremur árum síðan. „Algjörlega ekki. Aldrei, aldrei, aldrei. Þetta er staðfesting fyrir mig sjálfan. Ég fæ að berjast aftur inn á handboltavellinum og fæ borgað fyrir það,“ sagði Sand. Handball. "Née dans le mauvais corps", l ancienne brestoise Louise Sand arrête sa carrière https://t.co/ih5sN1HgGU pic.twitter.com/wdf5HxN5Qq— Ouest-France Sports (@sports_ouest) January 9, 2019 Síðasti formlegi handboltaleikur hans var árið 2018. Það hefur tekið sinn tíma líkamlega að komast á þennan stað. „Ég hef einhvern veginn orðið sterkari á ferðalagi mínu og þori meiri inn á handboltavellinum. Mín staða er vinstra megin en ég hef verið að spila í mörgum stöðum. Ég spila bara þar sem þjálfarinn minn vill að ég spili,“ sagði Sand. Sand er 28 ára gamall og verður fyrsti transmaðurinn til að spila í karlahandboltanum í Svíþjóð. „Ég hef aldrei lagt svona mikið á líkamann minn. Þetta er enn nýr líkami fyrir mig og ég er að kynnast honum betur,“ sagði Sand spenntur fyrir framhaldinu. Sænski handboltinn Svíþjóð Hinsegin Mest lesið Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Enski boltinn Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Fótbolti Heimsmeistarinn frá 2023 úr leik Sport Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Fótbolti „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ Körfubolti Albert og félagar í Fiorentina höfnuðu í þriðja sæti Sambandsdeildarinnar Fótbolti „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ Körfubolti Fara til Grikklands eða Slóveníu: Víkingar gætu mætt Sverri Fótbolti Fullt hús stiga hjá Chelsea og Marc Guiu markahæstur Fótbolti Dagskráin í dag: HM í pílukasti og Körfuboltakvöld í Minigarðinum Sport Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Toppliðið keyrði yfir lærisveina Guðjóns Vals í lokin Einar Bragi og félagar unnu toppliðið Danska pressan óvægin: „Vandræðalegt, Danmörk!“ Grét þegar Þórir mætti í settið: „Besti þjálfari í heimi“ Skrifaði fallegan pistil um Þóri: „Yfirvegaður, klár og þolinmóður maður“ Afhenti Þóri gjöf á blaðamannafundi eftir leik Þórir kvaddi norska liðið með Evróputitli Fyrstu verðlaun Ungverja í tólf ár Gísli og félagar gerðu ljónin að kisum Sjá meira
Vísir fjallaði um það þegar, þá handboltakonan Louise Sand, lagði handboltaskóna á hilluna árið 2019 og fór í kynleiðréttingu. Hann var þá að spila með franska félaginu Fleury. Loui Sand fær nú tækifæri til að spila handbolta á ný sem eru frábærar og sögulegar fréttir. Loui Sand fékk atvinnumannsamning hjá karlaliði Kärra HF og getur því haldið áfram að stunda íþróttina sem hann elskar. Loui Sand har skrivit på för handbollslaget Kärra https://t.co/vOQkDqQJDY— Sportbladet (@sportbladet) August 12, 2021 „Þetta er sönnun þess að það er mögulegt fyrir transfólk að taka þátt í íþróttum,“ sagði hann við Sportbladet í Svíþjóð. Loui var karlmaður fæddur í kvenmannslíkama en ákvað fyrir tveimur árum að stíga skrefið og fara í kynleiðréttingu. „Mér líður frábærlega. Fór frá því að leggja handboltaskóna skyndilega á hilluna í að finna leiðina aftur til baka í rólegheitunum. Mér hefur sjaldan fundist ég vera jafnmikið lifandi,“ sagði Loui Sand. Hann segist aldrei hafa getað ímyndað sér þetta fyrir þremur árum síðan. „Algjörlega ekki. Aldrei, aldrei, aldrei. Þetta er staðfesting fyrir mig sjálfan. Ég fæ að berjast aftur inn á handboltavellinum og fæ borgað fyrir það,“ sagði Sand. Handball. "Née dans le mauvais corps", l ancienne brestoise Louise Sand arrête sa carrière https://t.co/ih5sN1HgGU pic.twitter.com/wdf5HxN5Qq— Ouest-France Sports (@sports_ouest) January 9, 2019 Síðasti formlegi handboltaleikur hans var árið 2018. Það hefur tekið sinn tíma líkamlega að komast á þennan stað. „Ég hef einhvern veginn orðið sterkari á ferðalagi mínu og þori meiri inn á handboltavellinum. Mín staða er vinstra megin en ég hef verið að spila í mörgum stöðum. Ég spila bara þar sem þjálfarinn minn vill að ég spili,“ sagði Sand. Sand er 28 ára gamall og verður fyrsti transmaðurinn til að spila í karlahandboltanum í Svíþjóð. „Ég hef aldrei lagt svona mikið á líkamann minn. Þetta er enn nýr líkami fyrir mig og ég er að kynnast honum betur,“ sagði Sand spenntur fyrir framhaldinu.
Sænski handboltinn Svíþjóð Hinsegin Mest lesið Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Enski boltinn Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Fótbolti Heimsmeistarinn frá 2023 úr leik Sport Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Fótbolti „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ Körfubolti Albert og félagar í Fiorentina höfnuðu í þriðja sæti Sambandsdeildarinnar Fótbolti „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ Körfubolti Fara til Grikklands eða Slóveníu: Víkingar gætu mætt Sverri Fótbolti Fullt hús stiga hjá Chelsea og Marc Guiu markahæstur Fótbolti Dagskráin í dag: HM í pílukasti og Körfuboltakvöld í Minigarðinum Sport Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Toppliðið keyrði yfir lærisveina Guðjóns Vals í lokin Einar Bragi og félagar unnu toppliðið Danska pressan óvægin: „Vandræðalegt, Danmörk!“ Grét þegar Þórir mætti í settið: „Besti þjálfari í heimi“ Skrifaði fallegan pistil um Þóri: „Yfirvegaður, klár og þolinmóður maður“ Afhenti Þóri gjöf á blaðamannafundi eftir leik Þórir kvaddi norska liðið með Evróputitli Fyrstu verðlaun Ungverja í tólf ár Gísli og félagar gerðu ljónin að kisum Sjá meira