Lífið

Spenna, forvitni og fiðringur í Fyrsta blikinu

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Fyrsti þáttur af Fyrsta blikið verður sýndur 27.ágúst á Stöð 2.
Fyrsti þáttur af Fyrsta blikið verður sýndur 27.ágúst á Stöð 2. Skjáskot/Íris Dögg Einarsdóttir

Raunveruleikaþættirnir Fyrsta blikið byrja í sýningu á Stöð 2 þann 27. ágúst. Í þáttunum munu áhorfendur kynnast fólki í leit að ástinni sem hefur verið parað saman á blind stefnumót. 

 Við heyrum sögur þeirra, vonir og þrár og fáum að fylgjast með stóra kvöldinu. 

Yfir þúsund manns sóttu um að vera með í stefnumótaþættinum og verður þátturinn í umsjón Ásu Ninnu Pétursdóttur blaðamanns á Vísi, en hún sér um flokkinn Makamál.

Veitingastjórinn og lífskúnsterinn Sveinn Rúnar Einarsson er Ásu Ninnu innan handar í þáttunum sem teknir voru upp fyrr í sumar.

Fyrsta sýnishornið úr þáttunum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. 

„Við erum kannski svolítið að skoða líka stefnumótamenninguna á Íslandi með því að kynnast einhleypu fólki á öllum aldri og heyra þeirra reynslu,“ segir Ása Ninna en þátttakendurnir eru á aldursbilinu frá tuttugu til sjötíu ára. 

 Svo er þetta alltaf spurningin hvað það er sem heillar og hvað ekki, þetta er allt mjög spennandi og ég held að þetta eigi eftir að koma fólki á óvart.

Þættirnir verða sex talsins og fá áhorfendur að fylgjast með tveimur stefnumótum í hverjum þætti. 

Ása Ninna  ræddi nýju þættina í Bakaríinu á Bylgjunni um helgina en viðtalið má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.