„Ef eina staðan er að hafa fjarnám þá verðum við bara að vinna með það“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. ágúst 2021 15:35 Nýnemarnir eru spenntir fyrir því að byrja í skólanum, hvað sem komandi veiruvetur ber í skauti sér. Vísir/Einar Nýnemadagur Háskólans í Reykjavík fór fram með öðru sniði en venjulega í dag. Í stað þess að hittast og blanda geði á göngum skólans var nemendum raðað niður í stofur eftir deildum, vegna sóttvarnaráðstafana. Nýnemar eru þó flestir spenntir að hefja nám við skólann. Nokkuð tómlegt var um að litast á nýnemadegi skólans í dag, enda ekki mælt með að fólk safnist saman í stórum hópum. Þrátt fyrir það var gott hljóð í þeim nýnemum sem fréttastofa ræddi við og þeir horfa spenntir fram á veginn, hvað sem mögulegri fjarkennslu og áhrifum á félagslífið líður. „Við náttúrulega vorum að klára menntaskóla og fengum ekki neitt félagslíf á þriðja ári. Þannig að ég vona að þetta fari að skána mjög fljótt og þetta breytist,“ segir Hákon Logi, nýnemi í hugbúnaðarverkfræði. Hann segir að þrátt fyrir mögulegar takmarkanir á félagslíf nemenda sé hann bjartsýnn á að þeir geti gert sér glaðan dag saman í vetur. Hallgeir Kári, nýnemi í tölvunarfræði, segist spenntur fyrir félagslífinu og náminu, þó nokkurrar óvissu gæti um hvernig því öllu verður háttað. „Smá stressandi. Maður veit ekkert hvernig þetta verður allt og þetta á allt eftir að koma í ljós,“ Hann er ekki sérlega spenntur fyrir möguleikanum á fjarkennslu. „Það væri miklu betra að hafa nám í skólanum en ef eina staðan er að hafa fjarnám þá verðum við bara að vinna með það.“ Sunneva, nýnemi í hugbúnaðarverkfræði, er jákvæð þó hún telji að að faraldurinn kunni að hafa áhrif á skólagönguna. „Ég held samt sem áður að við séum orðin meðvitaðri um stöðuna í samfélaginu og held þar af leiðandi að við munum læra að sinna félagslífi í þessum takmörkunum, eða bara í heimsfaraldrinum yfir höfuð,“ segir hún og kveðst spennt að byrja í náminu.“ Háskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Hafa gefið út leiðbeiningar um sóttvarnir í skólastarfi í haust Stjórnvöld hafa gefið út nánari leiðbeiningar til skóla um áhrif gildandi sóttvarnaráðstöfunum á mismunandi skólastigum. 13. ágúst 2021 14:35 Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Sjá meira
Nokkuð tómlegt var um að litast á nýnemadegi skólans í dag, enda ekki mælt með að fólk safnist saman í stórum hópum. Þrátt fyrir það var gott hljóð í þeim nýnemum sem fréttastofa ræddi við og þeir horfa spenntir fram á veginn, hvað sem mögulegri fjarkennslu og áhrifum á félagslífið líður. „Við náttúrulega vorum að klára menntaskóla og fengum ekki neitt félagslíf á þriðja ári. Þannig að ég vona að þetta fari að skána mjög fljótt og þetta breytist,“ segir Hákon Logi, nýnemi í hugbúnaðarverkfræði. Hann segir að þrátt fyrir mögulegar takmarkanir á félagslíf nemenda sé hann bjartsýnn á að þeir geti gert sér glaðan dag saman í vetur. Hallgeir Kári, nýnemi í tölvunarfræði, segist spenntur fyrir félagslífinu og náminu, þó nokkurrar óvissu gæti um hvernig því öllu verður háttað. „Smá stressandi. Maður veit ekkert hvernig þetta verður allt og þetta á allt eftir að koma í ljós,“ Hann er ekki sérlega spenntur fyrir möguleikanum á fjarkennslu. „Það væri miklu betra að hafa nám í skólanum en ef eina staðan er að hafa fjarnám þá verðum við bara að vinna með það.“ Sunneva, nýnemi í hugbúnaðarverkfræði, er jákvæð þó hún telji að að faraldurinn kunni að hafa áhrif á skólagönguna. „Ég held samt sem áður að við séum orðin meðvitaðri um stöðuna í samfélaginu og held þar af leiðandi að við munum læra að sinna félagslífi í þessum takmörkunum, eða bara í heimsfaraldrinum yfir höfuð,“ segir hún og kveðst spennt að byrja í náminu.“
Háskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Hafa gefið út leiðbeiningar um sóttvarnir í skólastarfi í haust Stjórnvöld hafa gefið út nánari leiðbeiningar til skóla um áhrif gildandi sóttvarnaráðstöfunum á mismunandi skólastigum. 13. ágúst 2021 14:35 Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Sjá meira
Hafa gefið út leiðbeiningar um sóttvarnir í skólastarfi í haust Stjórnvöld hafa gefið út nánari leiðbeiningar til skóla um áhrif gildandi sóttvarnaráðstöfunum á mismunandi skólastigum. 13. ágúst 2021 14:35