Orðinn 98 ára en leggur enn stund á fræðin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. ágúst 2021 20:01 Páll Bergþórsson, veðurfræðingur, fagnaði 98. afmælisdeginum hátíðlega í grasagarðinum í Laugardal í dag. Vísir/Sigurjón Páll Bergþórsson veðurfræðingur varð 98 ára gamall í dag. Þrátt fyrir háan aldur dundar hann sér enn við fræðin og segir tíma til kominn að gripið verði til loftslagsaðgerða. Jæja Páll, nú ertu orðinn 98 ára. Hvernig er tilfinningin? „Hún er alveg ljómandi góð, heilsan er dálítið misjöfn en hún er með besta móti núna,“ sagði Páll þegar fréttastofa náði tali af honum í dag. Páll fagnaði hátíðlega með fjölskyldu og vinum í grasagarðinum í Laugardal í dag en hann vakti mikla athygli fyrir þremur árum síðan þegar hann hélt upp á 95 ára afmælið með að fara í fallhlífastökk. Hann hefur þó ekki endurtekið leikinn síðan. „Ég hef nú ekki gert það. Það er ólíklegt að ég geti gert þetta á fegurri eða merkilegri hátt heldur en þá eftir því sem aldurinn færist yfir mann,“ segir Páll og hlær. Hann segir erfðir og ætterni hafa haft mikil áhrif á háan aldur. „Það er fyrst og fremst ættin held ég, erfðirnar, þær skipta lang mestu máli. Svo er það náttúrulega meðferðin á líkamanum, ég hef ekki unnið neina erfiðisvinnu. Ég hef nú ekki fengist neitt við áfengi og ekki við reyk. Það hjálpar nú dálítið til,“ segir Páll. Páll starfaði lengi vel sem veðurstofustjóri og leggur enn stund á fræðin. „Oftast er ég nú eitthvað að dunda við fræði þó ég hafi enga hæfileika nú orðið að minnsta kosti til þess en ég er mikið að dunda við veðurfræðina,“ segir hann. Fjölskylda Páls fagnaði afmælisdeginum með honum.Vísir/Sigurjón Hann segir tíma til kominn að gripið verði til aðgerða vegna loftslagsbreytinga. „Það er kominn sá tími núna að maðurinn er farinn að hafa afgerandi áhrif á það hvernig loftslagið breytist. Hann hafði það ekki lengi vel en hefur gert það núna síðustu áratugi og það er alveg stórhættulegt hvað hann er að gera,“ segir Páll. „Hann er farinn að hita loftslagið þannig að skógarnir eru farnir að brenna hér og þar og annað slíkt. Það verður að fara að taka fram fyrir hendurnar á fólkinu með þetta. Mér finnst að það sé ekki nægur skilningur á þessu að það er orðin breyting á áhrifum mannsins á veðrið. Það er það sem skiptir svo miklu máli núna.“ Loftslagsmál Eldri borgarar Reykjavík Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Sjá meira
Jæja Páll, nú ertu orðinn 98 ára. Hvernig er tilfinningin? „Hún er alveg ljómandi góð, heilsan er dálítið misjöfn en hún er með besta móti núna,“ sagði Páll þegar fréttastofa náði tali af honum í dag. Páll fagnaði hátíðlega með fjölskyldu og vinum í grasagarðinum í Laugardal í dag en hann vakti mikla athygli fyrir þremur árum síðan þegar hann hélt upp á 95 ára afmælið með að fara í fallhlífastökk. Hann hefur þó ekki endurtekið leikinn síðan. „Ég hef nú ekki gert það. Það er ólíklegt að ég geti gert þetta á fegurri eða merkilegri hátt heldur en þá eftir því sem aldurinn færist yfir mann,“ segir Páll og hlær. Hann segir erfðir og ætterni hafa haft mikil áhrif á háan aldur. „Það er fyrst og fremst ættin held ég, erfðirnar, þær skipta lang mestu máli. Svo er það náttúrulega meðferðin á líkamanum, ég hef ekki unnið neina erfiðisvinnu. Ég hef nú ekki fengist neitt við áfengi og ekki við reyk. Það hjálpar nú dálítið til,“ segir Páll. Páll starfaði lengi vel sem veðurstofustjóri og leggur enn stund á fræðin. „Oftast er ég nú eitthvað að dunda við fræði þó ég hafi enga hæfileika nú orðið að minnsta kosti til þess en ég er mikið að dunda við veðurfræðina,“ segir hann. Fjölskylda Páls fagnaði afmælisdeginum með honum.Vísir/Sigurjón Hann segir tíma til kominn að gripið verði til aðgerða vegna loftslagsbreytinga. „Það er kominn sá tími núna að maðurinn er farinn að hafa afgerandi áhrif á það hvernig loftslagið breytist. Hann hafði það ekki lengi vel en hefur gert það núna síðustu áratugi og það er alveg stórhættulegt hvað hann er að gera,“ segir Páll. „Hann er farinn að hita loftslagið þannig að skógarnir eru farnir að brenna hér og þar og annað slíkt. Það verður að fara að taka fram fyrir hendurnar á fólkinu með þetta. Mér finnst að það sé ekki nægur skilningur á þessu að það er orðin breyting á áhrifum mannsins á veðrið. Það er það sem skiptir svo miklu máli núna.“
Loftslagsmál Eldri borgarar Reykjavík Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Sjá meira