Eyddi brúðkaupsdeginum í einangrun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. ágúst 2021 18:55 Vinir Árna og Írisar komu parinu á óvart með tónleikum á „brúðkaupsdaginn“ Aðsend Þau Íris Rós Ragnhildardóttir og Árni Beinteinn Árnason gátu ekki haldið draumabrúðkaupið sitt, eins og til stóð að gera í gær. Íris greindist með kórónuveiruna nokkrum dögum fyrir stóra daginn og er því reglum samkvæmt í einangrun. „Þetta voru gríðarleg vonbrigði á lokametrunum. Eiginlega eina manneskjan sem mátti ekki greinast með veiruna var brúðurin sjálf. Við vorum búin að vera lengi að undirbúa hátíðarhöldin og skipuleggja. Það var fjöldi erlendra gesta kominn til landsins til þess að fagna með okkur en svo var öllu blásið af með þriggja vikna fyrirvara,“ segir Árni í samtali við fréttastofu í dag. Íris reynir að líta á björtu hliðarnar. Hún er einkennalaus og heilsast vel. „Það skiptir mestu máli. Ég reyni að vera jákvæð og vona að við getum haldið þetta brúðkaup einhvern tímann, þó það verði eftir tíu ár. Bara að við fáum að halda það einhvern tímann,“ segir Íris af svölunum í íbúð sinni, þar sem hún tekur út sína einangrun. Þetta er í annað sinn sem heimsfaraldurinn veldur því í einhverri mynd að brúðkaupsplön parsins fara út um þúfur. Í fyrra skiptið höfðu þau skipulagt athöfn og veislu en urðu að falla frá áformum sínum þar sem samkomutakmarkanir voru svo strangar að gleðskapurinn hefði orðið heldur fámennur. Bjuggust við sorgardegi Þrátt fyrir að ekkert hafi orðið af fyrirhuguðu brúðkaupi tókst parinu engu að síður að gera sér glaðan dag, miðað við aðstæður. „Við héldum að þetta yrði mikill sorgardagur en við fengum mjög óvænta og gleðilega uppákomu. Vinir okkar, sem eru flestir að leika með mér í leiksýningunni Benedikt búálfi fjölmenntu í garðinn, tóku hljóðkerfi með sér og settu upp litla tónleika og komu mér og Írisi rækilega á óvart og gerðu þetta mjög gleðilegt og skemmtilegt,“ segir Árni. Á svölum íbúðarinnar þar sem Íris dvelst er búið að koma fyrir afar skilvirku heimsendingarkerfi, sem Íris hefur getað nýtt sér til að nálgast það sem hugurinn girnist hverju sinni, með góðri hjálp. kerfið er þó ekki ýkja flókið, og samanstendur af reipi annars vegar og körfu hins vegar, þar sem Árni og aðrir vandamenn Írisar geta sett það sem hana vantar, og hún hífir svo upp til sín á aðra hæð. Sárt að geta ekki faðmast Íris segir einangrunina taka á og að einna erfiðast sé að vera í burtu frá eins árs syni hennar og Árna. Hún hefði þá ekkert á móti smá félagsskap meðan á henni stendur. „Ljótt að segja það, en ég vildi óska þess að Árni væri með mér í einangrun, það hefði verið miklu betra,“ segir Íris og hlær. Árni tekur undir þetta. „Það er mjög sárt að geta ekki faðmað hana þegar við þurfum eiginlega mest á faðmlagi að halda,“ segir hann. Parið hefur ákveðið að fresta brúðkaupinu um dágóðan tíma. „Við héldum að þetta væri ekki séns. Þegar við skipulögðum þetta langt fram í tímann þá héldum við að takmörkunum og öðru yrði lokið á þessum tímapunkti. Núna tökum við ekki sénsinn á því að hugsa minna en ár fram í tímann og hugsum kannski um sumarið 2022. Það yrði þá í þriðja skipti, en allt er þegar þrennt er,“ segir Árni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tímamót Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira
„Þetta voru gríðarleg vonbrigði á lokametrunum. Eiginlega eina manneskjan sem mátti ekki greinast með veiruna var brúðurin sjálf. Við vorum búin að vera lengi að undirbúa hátíðarhöldin og skipuleggja. Það var fjöldi erlendra gesta kominn til landsins til þess að fagna með okkur en svo var öllu blásið af með þriggja vikna fyrirvara,“ segir Árni í samtali við fréttastofu í dag. Íris reynir að líta á björtu hliðarnar. Hún er einkennalaus og heilsast vel. „Það skiptir mestu máli. Ég reyni að vera jákvæð og vona að við getum haldið þetta brúðkaup einhvern tímann, þó það verði eftir tíu ár. Bara að við fáum að halda það einhvern tímann,“ segir Íris af svölunum í íbúð sinni, þar sem hún tekur út sína einangrun. Þetta er í annað sinn sem heimsfaraldurinn veldur því í einhverri mynd að brúðkaupsplön parsins fara út um þúfur. Í fyrra skiptið höfðu þau skipulagt athöfn og veislu en urðu að falla frá áformum sínum þar sem samkomutakmarkanir voru svo strangar að gleðskapurinn hefði orðið heldur fámennur. Bjuggust við sorgardegi Þrátt fyrir að ekkert hafi orðið af fyrirhuguðu brúðkaupi tókst parinu engu að síður að gera sér glaðan dag, miðað við aðstæður. „Við héldum að þetta yrði mikill sorgardagur en við fengum mjög óvænta og gleðilega uppákomu. Vinir okkar, sem eru flestir að leika með mér í leiksýningunni Benedikt búálfi fjölmenntu í garðinn, tóku hljóðkerfi með sér og settu upp litla tónleika og komu mér og Írisi rækilega á óvart og gerðu þetta mjög gleðilegt og skemmtilegt,“ segir Árni. Á svölum íbúðarinnar þar sem Íris dvelst er búið að koma fyrir afar skilvirku heimsendingarkerfi, sem Íris hefur getað nýtt sér til að nálgast það sem hugurinn girnist hverju sinni, með góðri hjálp. kerfið er þó ekki ýkja flókið, og samanstendur af reipi annars vegar og körfu hins vegar, þar sem Árni og aðrir vandamenn Írisar geta sett það sem hana vantar, og hún hífir svo upp til sín á aðra hæð. Sárt að geta ekki faðmast Íris segir einangrunina taka á og að einna erfiðast sé að vera í burtu frá eins árs syni hennar og Árna. Hún hefði þá ekkert á móti smá félagsskap meðan á henni stendur. „Ljótt að segja það, en ég vildi óska þess að Árni væri með mér í einangrun, það hefði verið miklu betra,“ segir Íris og hlær. Árni tekur undir þetta. „Það er mjög sárt að geta ekki faðmað hana þegar við þurfum eiginlega mest á faðmlagi að halda,“ segir hann. Parið hefur ákveðið að fresta brúðkaupinu um dágóðan tíma. „Við héldum að þetta væri ekki séns. Þegar við skipulögðum þetta langt fram í tímann þá héldum við að takmörkunum og öðru yrði lokið á þessum tímapunkti. Núna tökum við ekki sénsinn á því að hugsa minna en ár fram í tímann og hugsum kannski um sumarið 2022. Það yrði þá í þriðja skipti, en allt er þegar þrennt er,“ segir Árni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tímamót Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira