Arnar Gunnlaugs: Mér fannst allur hópurinn sýna mér að við séum tilbúnir í þessi átök Árni Jóhannsson skrifar 16. ágúst 2021 21:36 Arnar Gunnlaugsson þungt hugsi í leiknum. Vísir/Hulda Margrét Víkingur bar sigurorð af Fylki í Árbænum í kvöld 3-0 í leik sem var virkilega vel leikinn af Víkingum. Leikið var í 17. umferð Peps Max deildar karla og fara leikar að æsast í deildarkeppninni sem ætlar að verða mjög spennandi. Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga var ánægður í leikslok og var spurður hvort allt hafi gengið fullkomlega upp miðað við það sem lagt var upp með fyrir hann. „Já ég myndi segja það miðað við að við unnum 3-0 og þrátt fyrir að hafa klúðrað nokkrum dauðafærum. Ég var samt aldrei rólegur fyrr en að þriðja markið kom. Fylkismenn börðust vel allt til enda og spiluðu ágætlega og áttu sín upphlaup. Eftir jafnan fyrri hálfleik þá spilaðist leikurinn dálítið upp í hendurnar á okkur í seinni þar sem við gátum nýtt skyndisóknirnar okkar og hefðum átt að gera aðeins betur í. Hinsvegar þá unnum við 3-0 á erfiðum útivelli sem við höfum ekki unnið á síðan 1993. Ég tek því. “ Blaðamaður var á því að lið Víkings væri að sýna ákveðin þroskamerki þar sem leiknum var siglt heim í seinni hálfleik og þrátt fyrir að Fylkir hafi átt sín upphlaup þá var sigurinn aldrei í hættu í seinni hálfleik. „Mér fannst fyrri hálfleikur frekar jafn. Ég var ekki alveg sáttur með fyrri hálfleikinn, mér fannst vanta eitthvað og ég bað um meira frá strákunum í hálfleik og svo róaði ég leikinn aðeins niður þegar annað markið datt fyrir okkur strax í byrjun seinni. Eftir það þá gátum við beitt skyndisóknum og gerðum það vel. Leikurinn var tiltölulega þægilegur eftir seinna markið.“ Í kjölfarið var spurt út í mikilvægi þess að ná sigrinum í kvöld enda unnu öll liðin í toppbaráttunni sína leik í þessari umferð. Arnar kom þá inn á að mikil veisla væri framundan en á sama tíma barátta um titilinn. „Allir að vinna í gær og í kvöld. Núna fer veislan svo að byrja. Breiðablik á tvo leiki við KA með stuttu millibili og samkvæmt minni bestu stærðfræðikunnáttu þá geta ekki bæði liðin fengið sex stig úr þeim leikjum. Svo eigum við Val næst þannig að það eru geggjaðir úrslitaleikir á öllum vígstöðum.“ Arnar var þá spurður að því hvort hans menn væru klárir í slaginn sem væri framundan. „Já mér finnst við tilbúnir. Það var gríðarlega sterk frammistaða á móti KR og þetta var þroskuð frammistaða miðað við að Kári var ekki með og Nikolaj fór snemma út af. Sölvi sýndi svo þvílíkan karakter að spila leikinn en hann var á annarri löppinni. Þannig að mér fannst að allur hópurinn, varamenn líka, sýna mér það að við séum tilbúnir í þessi átök.“ Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga var ánægður í leikslok og var spurður hvort allt hafi gengið fullkomlega upp miðað við það sem lagt var upp með fyrir hann. „Já ég myndi segja það miðað við að við unnum 3-0 og þrátt fyrir að hafa klúðrað nokkrum dauðafærum. Ég var samt aldrei rólegur fyrr en að þriðja markið kom. Fylkismenn börðust vel allt til enda og spiluðu ágætlega og áttu sín upphlaup. Eftir jafnan fyrri hálfleik þá spilaðist leikurinn dálítið upp í hendurnar á okkur í seinni þar sem við gátum nýtt skyndisóknirnar okkar og hefðum átt að gera aðeins betur í. Hinsvegar þá unnum við 3-0 á erfiðum útivelli sem við höfum ekki unnið á síðan 1993. Ég tek því. “ Blaðamaður var á því að lið Víkings væri að sýna ákveðin þroskamerki þar sem leiknum var siglt heim í seinni hálfleik og þrátt fyrir að Fylkir hafi átt sín upphlaup þá var sigurinn aldrei í hættu í seinni hálfleik. „Mér fannst fyrri hálfleikur frekar jafn. Ég var ekki alveg sáttur með fyrri hálfleikinn, mér fannst vanta eitthvað og ég bað um meira frá strákunum í hálfleik og svo róaði ég leikinn aðeins niður þegar annað markið datt fyrir okkur strax í byrjun seinni. Eftir það þá gátum við beitt skyndisóknum og gerðum það vel. Leikurinn var tiltölulega þægilegur eftir seinna markið.“ Í kjölfarið var spurt út í mikilvægi þess að ná sigrinum í kvöld enda unnu öll liðin í toppbaráttunni sína leik í þessari umferð. Arnar kom þá inn á að mikil veisla væri framundan en á sama tíma barátta um titilinn. „Allir að vinna í gær og í kvöld. Núna fer veislan svo að byrja. Breiðablik á tvo leiki við KA með stuttu millibili og samkvæmt minni bestu stærðfræðikunnáttu þá geta ekki bæði liðin fengið sex stig úr þeim leikjum. Svo eigum við Val næst þannig að það eru geggjaðir úrslitaleikir á öllum vígstöðum.“ Arnar var þá spurður að því hvort hans menn væru klárir í slaginn sem væri framundan. „Já mér finnst við tilbúnir. Það var gríðarlega sterk frammistaða á móti KR og þetta var þroskuð frammistaða miðað við að Kári var ekki með og Nikolaj fór snemma út af. Sölvi sýndi svo þvílíkan karakter að spila leikinn en hann var á annarri löppinni. Þannig að mér fannst að allur hópurinn, varamenn líka, sýna mér það að við séum tilbúnir í þessi átök.“
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Sjá meira