Veganistar svara Þorbjörgu og bjóða henni á CrossFit æfingu Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 18. ágúst 2021 14:31 Crossfit þjálfarinn og veganistinn Árni Björn Kristjánsson er ekki par sáttur við orð Þorbjargar Hafsteinsdóttur og sakar hana um fáfræði í garð veganisma. Spjallið með Góðvild/Samsett Árni Björn Kristjánsson, CrossFit þjálfari og veganisti til margra ára, gagnrýnir heilsu- og næringarþerapistann Þorbjörgu Hafsteinsdóttur fyrir fáfræði í garð veganisma. Þorbjörg var gestur í hlaðvarpsþætti þar sem hún tók undir þau orð að veganistar væru á villigötum. Þorbjörg var nýlega gestur bræðranna Davíðs Karls Wiium og Gunnars Dan Wiium í hlaðvarpsþættinum Þvottahúsið. Í þættinum var farið um víðan völl í öllu sem viðkemur heilsusamlegu líferni og leiddist umræðan meðan annars út í veganisma. „Ég þekki mjög fáa sem ég allavega hef talað við sem líður eitthvað ógeðslega vel á vegan. Ó mæ god, nú sagði ég það,“ segir Þorbjörg í þættinum. „Þau eru þreytt. Þau eru ekki í fullri orku. Þau eru með vöðvarýrnun. Þeim vantar eitthvað, sem er náttúrlega klárlega alveg eðlilegt. Þú getur ekkert fengið allt sem þú þarft á að halda úr plöntufæði.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Þorbjörgu í heild sinni. Sjálf segist Þorbjörg hafa prófað veganisma og fannst henni það skelfilegt. Þáttastjórnandi spyr Þorbjörgu hvort hún væri að segja að þeir sem séu bókstafstrúar á veganisma séu á villigötum. „Já, ég er að segja það.“ Veganistar eru ekki par sáttir við orð Þorbjargar og áréttu nokkrir veganistar að þeir þjáðust hvorki af þreytu né vöðvarýrnun. Á meðal þeirra er CrossFit þjálfarinn Árni Björn Kristjánsson. „Það sem að skín í gegn þarna er almennt fáfræði um veganisma og næringarfræði yfir höfuð. Ég og eiginkona mín erum bæði búin að vera vegan í 4 ár enda er markmið okkar að valda sem minnstri þjáningu með mataræði okkar. Bæði þjáningu gagnvart dýrum og þjáningu gagnvart jörðinni okkar.“ Þá bendir hann á að þau hjónin séu bæði fyrrverandi afreksíþróttamenn. Guðrún Ósk Maríasdóttir, eiginkona Árna, er margverðlaunaður markvörður í handbolta og Árni Björn var efnilegur tennisspilari en sneri sér síðar að CrossFit. Árni nefnir einnig að Guðrún Ósk sé með háskólagráður í næringarfræði og matvælafræði. „Okkur langar gjarnan að bjóða þér í heimsókn og fá að fræða þig um veganisma og út á hvað hann gengur. Það væri síðan sömuleiðis mjög gaman að fá þig með okkur á æfingu svo þú getir fengið að sjá að þeir sem aðhyllast veganisma eru svo sannarlega ekki orkulausir eða með vöðvarýrnun,“ skrifar Árni. Aðspurður segist hann ekki hafa fengið nein viðbrögð við boði sínu til Þorbjargar enn sem komið er. Hann hefur hins vegar þegið boð frá þáttastjórnendum Þvottahússins að mæta í viðtal. „Hey Veganar. I got your back,“ segir Árni og birtir skjáskot af boðinu. Skjáskot/instagram Uppfært: Árni Björn og Þorbjörg voru til viðtals um ólíkar skoðanir sínar í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Vegan Heilsa Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Sjá meira
Þorbjörg var nýlega gestur bræðranna Davíðs Karls Wiium og Gunnars Dan Wiium í hlaðvarpsþættinum Þvottahúsið. Í þættinum var farið um víðan völl í öllu sem viðkemur heilsusamlegu líferni og leiddist umræðan meðan annars út í veganisma. „Ég þekki mjög fáa sem ég allavega hef talað við sem líður eitthvað ógeðslega vel á vegan. Ó mæ god, nú sagði ég það,“ segir Þorbjörg í þættinum. „Þau eru þreytt. Þau eru ekki í fullri orku. Þau eru með vöðvarýrnun. Þeim vantar eitthvað, sem er náttúrlega klárlega alveg eðlilegt. Þú getur ekkert fengið allt sem þú þarft á að halda úr plöntufæði.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Þorbjörgu í heild sinni. Sjálf segist Þorbjörg hafa prófað veganisma og fannst henni það skelfilegt. Þáttastjórnandi spyr Þorbjörgu hvort hún væri að segja að þeir sem séu bókstafstrúar á veganisma séu á villigötum. „Já, ég er að segja það.“ Veganistar eru ekki par sáttir við orð Þorbjargar og áréttu nokkrir veganistar að þeir þjáðust hvorki af þreytu né vöðvarýrnun. Á meðal þeirra er CrossFit þjálfarinn Árni Björn Kristjánsson. „Það sem að skín í gegn þarna er almennt fáfræði um veganisma og næringarfræði yfir höfuð. Ég og eiginkona mín erum bæði búin að vera vegan í 4 ár enda er markmið okkar að valda sem minnstri þjáningu með mataræði okkar. Bæði þjáningu gagnvart dýrum og þjáningu gagnvart jörðinni okkar.“ Þá bendir hann á að þau hjónin séu bæði fyrrverandi afreksíþróttamenn. Guðrún Ósk Maríasdóttir, eiginkona Árna, er margverðlaunaður markvörður í handbolta og Árni Björn var efnilegur tennisspilari en sneri sér síðar að CrossFit. Árni nefnir einnig að Guðrún Ósk sé með háskólagráður í næringarfræði og matvælafræði. „Okkur langar gjarnan að bjóða þér í heimsókn og fá að fræða þig um veganisma og út á hvað hann gengur. Það væri síðan sömuleiðis mjög gaman að fá þig með okkur á æfingu svo þú getir fengið að sjá að þeir sem aðhyllast veganisma eru svo sannarlega ekki orkulausir eða með vöðvarýrnun,“ skrifar Árni. Aðspurður segist hann ekki hafa fengið nein viðbrögð við boði sínu til Þorbjargar enn sem komið er. Hann hefur hins vegar þegið boð frá þáttastjórnendum Þvottahússins að mæta í viðtal. „Hey Veganar. I got your back,“ segir Árni og birtir skjáskot af boðinu. Skjáskot/instagram Uppfært: Árni Björn og Þorbjörg voru til viðtals um ólíkar skoðanir sínar í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.
Vegan Heilsa Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Sjá meira